Sheffield United, botnliðið í ensku úrvalsdeildinni, gerði sér lítið fyrir og vann 2-1 sigur á Manchester United á útivelli.
Before tonight, Man Utd were on the longest unbeaten league run of any team in Europe's top five divisions:
— William Hill (@WilliamHill) January 27, 2021
WWWWDWWDWWWDWL
Then Sheffield United turned up to win their first game at Old Trafford since 1973. Crossed swords#MUNSHU pic.twitter.com/em0lE3NxbY
United var meira með boltann og réð ferðinni í kvöld en Ole Gunnar Solskjær hreyfði aðeins við United-liðinu. Alex Telles og Nemanja Matic fengu meðal annars byrjunarliðssæti.
Það var Kean Bryan sem kom Sheffield yfir á 23. mínútu en hann ólst upp hjá grönnum í Manchester City. 1-0 í hálfleik.
Fyrirliði Man. United, Harry Maguire - sem er einmitt uppalinn hjá Sheffield, jafnaði metin á 64. mínútu eftir hornspyrnu Alex Telles.
Það voru hins vegar gestirnir frá Sheffield sem tryggðu sér sigurinn stundarfjórðungi fyrir leikslok er Oliver Burke skoraði sigurmarkið. Lokatölur 2-1.
🏟️ Man Utd have lost 4 of 10 PL home games this season, their most in a season since 7 league defeats at Old Trafford in 2013-14 pic.twitter.com/NrAHbD6Wq3
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) January 27, 2021
Mikið áfall fyrir Manchester United en þeir eru í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir City, sem á einnig leik til góða.
Þetta var einungis annar sigur Sheffield í deildinni. Þeir eru á botni deildarinnar, tíu stigum frá öruggu sæti.