Guðmundur er mikill FH-ingur og er fjórði leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins með 534 leiki. Hann þjálfaði kvennalið FH fyrir nokkrum árum.
Í tilkynningu frá FH er Guðmundi þakkað fyrir að bregðast skjótt við og taka við liðinu.
„FH-ingar höfðu samband við mig í gær og eftir mjög stutta umhugsun ákvað ég að taka slaginn. Mér rann í raun blóðið til skyldunnar að hjálpa félaginu á þessum tímapunkti,“ sagði Guðmundur.
FRÉTTATILKYNNING Guðmundur ráðinn þjálfari tímabundið. Guðmundur Pedersen hefur verið ráðinn þjálfari mfl. kvenna,...
Posted by FH Handbolti on Wednesday, January 27, 2021
Hann stýrir FH í fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti ÍBV á laugardaginn. FH er án stiga á botni Olís-deildarinnar. Liðið er nýliði í deildinni.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.