Íbúðaskortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert Eiður Þór Árnason skrifar 27. janúar 2021 13:42 Þörf er á enn frekari húsnæðisuppbyggingu á næstu misserum ef marka má greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu HMS um stöðu og þróun húsnæðismála sem kynnt var á árlegu húsnæðisþingi HMS og félagsmálaráðuneytisins. Í skýrslunni kemur fram að þörf sé fyrir að meðaltali 1.900 nýjar íbúðir á hverju ári fram til ársins 2040. „Helsta ástæðan fyrir aukinni þörf á næstu þremur árum er sú að fjölgun heimila er áætluð meiri en mat á fjölgun íbúða miðað við spá um íbúðafjárfestingu, ásamt því að gert er ráð fyrir að ferðamannaiðnaðurinn taki við sér og fleiri íbúðir rati aftur inn á skammtímaleigumarkaðinn. Þetta gefur til kynna að byggja þurfi meira en núverandi spár gera ráð fyrir til að sporna við aukningu á óuppfylltri íbúðaþörf á næstu árum,“ segir í tilkynningu frá HMS. Einstaklingsheimilum muni fjölga Stofnunin gerir ráð fyrir að íbúðaþörfin muni aukast sérstaklega mikið á árunum 2022 til 2025 og því hætt við að óuppfyllt íbúðaþörf muni aukast á því tímabili. Eftir 2030 er svo búist við því að íbúðaþörf aukist mun hægar og því mögulegt að þá muni draga verulega úr óuppfylltri íbúðaþörf. Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heildina til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins en það samsvarar að meðaltali um 1.900 íbúðum á ári, að sögn HMS. Í skýrslu HMS kemur fram að greiningar á fjölgun og samsetningu heimila gefi til kynna að einstaklingsheimilum muni fjölga meira en annars konar heimilum. Gert er ráð fyrir að fjölgunin nemi um 674 heimilum á ári til ársins 2040, er fram kemur í tilkynningu. Hlutfallsleg fjölgun heimila mun einnig vera mest á meðal einstaklingsheimila samkvæmt spánni en gert er ráð fyrir að þau verði rúmlega fjórðungi fleiri árið 2040 en þau eru nú. Alls mun um 46% af fjölgun heimila til ársins 2040 verða rakin til einstaklingsheimila. Því mun þörf fyrir minni íbúðir aukast mest. Viðhorfskannanir eru sagðar styðja við þá ályktun. Að sögn HMS er nú þegar byrjað að byggja fleiri litlar íbúðir en áður. Frá aldamótum hafi hlutfall byggðra íbúða, minni en 70 fermetrar, verið að jafnaði um 12% af öllum íbúðum, en seinustu tvö ár farið upp í 32,5% og 28,5% á höfuðborgarsvæðinu. Óuppfyllt íbúðaþörf minnkaði í faraldrinum Samkvæmt greiningu lækkaði óuppfyllta íbúðaþörfin á síðasta ári um 1.700 íbúðir á milli ára og má aðallega rekja til þess að meiri fjölgun hefur orðið á húsnæði en fjölda heimila. „Byggingarmagn ársins 2020 náði því að vinna upp talsvert af óuppfylltu íbúðaþörf ársins. Vegna COVID-19 faraldursins hefur talsvert dregið úr fólksfjölgun miðað við síðustu ár og fjöldi íbúða sem var áður alfarið í skammtímaleigu hefur bæst við framboð íbúðarhúsnæðis og lækkað þar með þörfina þó nokkuð,“ segir í tilkynningu. Í skýrslu HMS kemur fram að óvíst sé hversu hratt markaður fyrir skammtímaleiguhúsnæði til ferðamanna muni vaxa á ný á næstu árum vegna töluverðrar óvissu í efnahagsmálum og áframhaldandi baráttu við farsóttina. Þá hafi mikið verið fjárfest í uppbyggingu hótela á síðustu árum sem muni líklega draga eitthvað úr þörf fyrir íbúðir í skammtímaleigu þegar ferðamannaiðnaðurinn tekur aftur við sér. Húsnæðismál Tengdar fréttir Yfirboðið í þriðjung dýrari eigna Sífellt fleiri dýrar fasteignir seljast á yfirverði og í lok árs var yfirboðið í um þriðjung allra eigna sem kostuðu yfir 75 milljónum króna. Hagfræðingur segir þetta til marks um að kreppan snerti fólk með mjög misjöfnum hætti. 25. janúar 2021 19:01 Um þrjú hundruð nýjar íbúðir í byggingu í Hveragerði Mikil uppbygging á sér nú stað í Hveragerði en þar er verið að byggja um þrjú hundruð nýjar íbúðir og fólki fjölgar og fjölgar í bæjarfélaginu. 2. janúar 2021 20:08 Sala á fasteignum líklega ekki verið meiri í fimm ár Eftirspurn eftir fasteignum hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir heimsfaraldur, segir fasteignasali. Framboðið sé hins vegar alltof lítið sem hafi leitt af sér ríflega sjö prósenta hækkun á fasteignaverði á þessu ári. 27. desember 2020 18:35 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu HMS um stöðu og þróun húsnæðismála sem kynnt var á árlegu húsnæðisþingi HMS og félagsmálaráðuneytisins. Í skýrslunni kemur fram að þörf sé fyrir að meðaltali 1.900 nýjar íbúðir á hverju ári fram til ársins 2040. „Helsta ástæðan fyrir aukinni þörf á næstu þremur árum er sú að fjölgun heimila er áætluð meiri en mat á fjölgun íbúða miðað við spá um íbúðafjárfestingu, ásamt því að gert er ráð fyrir að ferðamannaiðnaðurinn taki við sér og fleiri íbúðir rati aftur inn á skammtímaleigumarkaðinn. Þetta gefur til kynna að byggja þurfi meira en núverandi spár gera ráð fyrir til að sporna við aukningu á óuppfylltri íbúðaþörf á næstu árum,“ segir í tilkynningu frá HMS. Einstaklingsheimilum muni fjölga Stofnunin gerir ráð fyrir að íbúðaþörfin muni aukast sérstaklega mikið á árunum 2022 til 2025 og því hætt við að óuppfyllt íbúðaþörf muni aukast á því tímabili. Eftir 2030 er svo búist við því að íbúðaþörf aukist mun hægar og því mögulegt að þá muni draga verulega úr óuppfylltri íbúðaþörf. Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heildina til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins en það samsvarar að meðaltali um 1.900 íbúðum á ári, að sögn HMS. Í skýrslu HMS kemur fram að greiningar á fjölgun og samsetningu heimila gefi til kynna að einstaklingsheimilum muni fjölga meira en annars konar heimilum. Gert er ráð fyrir að fjölgunin nemi um 674 heimilum á ári til ársins 2040, er fram kemur í tilkynningu. Hlutfallsleg fjölgun heimila mun einnig vera mest á meðal einstaklingsheimila samkvæmt spánni en gert er ráð fyrir að þau verði rúmlega fjórðungi fleiri árið 2040 en þau eru nú. Alls mun um 46% af fjölgun heimila til ársins 2040 verða rakin til einstaklingsheimila. Því mun þörf fyrir minni íbúðir aukast mest. Viðhorfskannanir eru sagðar styðja við þá ályktun. Að sögn HMS er nú þegar byrjað að byggja fleiri litlar íbúðir en áður. Frá aldamótum hafi hlutfall byggðra íbúða, minni en 70 fermetrar, verið að jafnaði um 12% af öllum íbúðum, en seinustu tvö ár farið upp í 32,5% og 28,5% á höfuðborgarsvæðinu. Óuppfyllt íbúðaþörf minnkaði í faraldrinum Samkvæmt greiningu lækkaði óuppfyllta íbúðaþörfin á síðasta ári um 1.700 íbúðir á milli ára og má aðallega rekja til þess að meiri fjölgun hefur orðið á húsnæði en fjölda heimila. „Byggingarmagn ársins 2020 náði því að vinna upp talsvert af óuppfylltu íbúðaþörf ársins. Vegna COVID-19 faraldursins hefur talsvert dregið úr fólksfjölgun miðað við síðustu ár og fjöldi íbúða sem var áður alfarið í skammtímaleigu hefur bæst við framboð íbúðarhúsnæðis og lækkað þar með þörfina þó nokkuð,“ segir í tilkynningu. Í skýrslu HMS kemur fram að óvíst sé hversu hratt markaður fyrir skammtímaleiguhúsnæði til ferðamanna muni vaxa á ný á næstu árum vegna töluverðrar óvissu í efnahagsmálum og áframhaldandi baráttu við farsóttina. Þá hafi mikið verið fjárfest í uppbyggingu hótela á síðustu árum sem muni líklega draga eitthvað úr þörf fyrir íbúðir í skammtímaleigu þegar ferðamannaiðnaðurinn tekur aftur við sér.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Yfirboðið í þriðjung dýrari eigna Sífellt fleiri dýrar fasteignir seljast á yfirverði og í lok árs var yfirboðið í um þriðjung allra eigna sem kostuðu yfir 75 milljónum króna. Hagfræðingur segir þetta til marks um að kreppan snerti fólk með mjög misjöfnum hætti. 25. janúar 2021 19:01 Um þrjú hundruð nýjar íbúðir í byggingu í Hveragerði Mikil uppbygging á sér nú stað í Hveragerði en þar er verið að byggja um þrjú hundruð nýjar íbúðir og fólki fjölgar og fjölgar í bæjarfélaginu. 2. janúar 2021 20:08 Sala á fasteignum líklega ekki verið meiri í fimm ár Eftirspurn eftir fasteignum hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir heimsfaraldur, segir fasteignasali. Framboðið sé hins vegar alltof lítið sem hafi leitt af sér ríflega sjö prósenta hækkun á fasteignaverði á þessu ári. 27. desember 2020 18:35 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Yfirboðið í þriðjung dýrari eigna Sífellt fleiri dýrar fasteignir seljast á yfirverði og í lok árs var yfirboðið í um þriðjung allra eigna sem kostuðu yfir 75 milljónum króna. Hagfræðingur segir þetta til marks um að kreppan snerti fólk með mjög misjöfnum hætti. 25. janúar 2021 19:01
Um þrjú hundruð nýjar íbúðir í byggingu í Hveragerði Mikil uppbygging á sér nú stað í Hveragerði en þar er verið að byggja um þrjú hundruð nýjar íbúðir og fólki fjölgar og fjölgar í bæjarfélaginu. 2. janúar 2021 20:08
Sala á fasteignum líklega ekki verið meiri í fimm ár Eftirspurn eftir fasteignum hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir heimsfaraldur, segir fasteignasali. Framboðið sé hins vegar alltof lítið sem hafi leitt af sér ríflega sjö prósenta hækkun á fasteignaverði á þessu ári. 27. desember 2020 18:35