„Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. janúar 2021 09:00 Kristján Markús Sívarsson og Birta Lind Hallgrímsdóttir standa saman að veðlánastarfseminni. Vísir/Vilhelm Kristján Markús Sívarsson segir alla eiga skilið annað tækifæri. Hann segir veðlánastarfsemi sem hann býður upp á ásamt kærustu sinni vera hugmynd sem hann hafi gengið með í maganum í nokkurn tíma. Hann hafi hins vegar ekki verið í standi til að framkvæma það fyrr en núna. „Ég er búinn að vera lengi með þessa hugmynd því þetta hefur vantað lengi á Íslandi,“ segir Kristján þegar blaðamaður slær á þráðinn. „Ég hef bara ekki verið maður til að framkvæma þetta fyrr en núna. Ég hef átt erfitt í gegnum tíðina eins og þið vitið sem hafið lesið um mig,“ segir Kristján. Hann sé þó ekki einn í rekstrinum því Birta Lind Hallgrímsdóttir, kærasta hans, sé hans öflugasti stuðningsmaður. Segist alltaf hafa verið úrræðagóður Veðlánastarfsemi gengur í grunninn út á að maður mætir með verðmæti í verslun og viðkomandi býður þér pening fyrir hlutinn. „Ég get látið fólk fá peninga og rukkað aukalega án þess að vera brotlegur við lög,“ segir Kristján Markús í samtali við Vísi. Fram kom í Fréttablaðinu á dögunum að vextirnir yrðu allt að fimmtíu prósent. „Fólk getur ráðið hvort það fái lánað eða bara selji mér hlutina,“ segir Kristján sem leitar þessa dagana að lítilli skrifstofuaðstöðu fyrir starfsemina. Hann hefur tekið á leigu rými hjá Geymslur.is. Kristján Markús og Birta Lind svara í símann hjá Pawnshop.is.Vísir/Vilhelm „Ég hef alltaf verið frekar úrræðagóður. Nú er búið að banna öll okurlán á Íslandi og tæknilega séð ætti þetta að vera ólöglegt. En ég er búinn að finna leið til að gera þetta löglega,“ segir Kristján en vill ekki fara nánar út í lausnina. „Fólk verður bara að koma til mín til að sjá nákvæmlega hvernig ég geri þetta,“ segir Kristján og fagnar því að sitja einn að veðlánabransanum. Ekkert sérstakt eftirlit með veðlánastarfsemi Fréttastofa hafði samband við Neytendastofu og spurðist fyrir um veðlánastarfsemi. Þar fengust þau svör að Neytendastofa hafi ekki sérstakt eftirlit með starfseminni en hún falli undir almennt eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu líkt og öll önnur fyrirtæki sem selja vörur og þjónustu. Stofnunin fari ekki með eftirlit samkvæmt lögum um samningsveð. Að sögn Breka Karlssonar, formanns Neytendasamtakana sem staðið hafa í harðri baráttu við smálánafyrirtæki undanfarin ár, hafa samtökin ekki fengið neinar ábendingar sem varða veðlánaverslanir og því ekki haft starfsemi þeirra til skoðunar. Segist taka við hverju sem er Kristján hefur komið upp heimasíðunni Pawnshop.is þar sem er að finna símanúmer sem fólk getur hringt í til að bjóða hluti til sölu. Pawnshops, eða veðmangarar, eru vel þekktir víða um heim. Þeir hafa tekjur af því að annaðhvort lána fólki gegn vörslu hluta í eigu þess eða að kaupa hlutina og selja þá á hærra verði. „Já já, við erum byrjuð - erum á fullu. Fólk er að versla við okkur alveg á milljón,“ segir Kristján. Fólk sé aðallega að koma með símana sína en hann leggur áherslu á að hann taki við hverju sem er. „Sjónvarp, gítar eða bara hvað sem er. Og hringana. Ég kaupi allt gull.“ Þýfi yrði tilkynnt til lögreglu Viðbúið er að þjófar myndu vilja nýta sér starfsemi Kristjáns til að koma þýfi í verð. Kristján segist hafa hugsað fyrir því. „Þegar fólk kemur með hluti til mín tek ég niður nafn og kennitölu. Ég læt það skrifa undir hvaða hlut það kemur með. Ef það kemur í ljós að þetta er þýfi mun það þurfa að taka ábyrgð á því. Allt svoleiðis verður tilkynnt til lögreglu.“ Kristján og Birta Lind eru spennt fyrir komandi starfsemi.Vísir/Vilhelm „Þetta verður bara heiðarlegur business, ég nenni engu kjaftæði. Fólk kemur bara inn, fær pening, græjar hlutina og borgar svo aftur um mánaðamótin.“ Vissulega framið ljóta glæpi Vafalítið velta margir fyrir sér hvort Kristjáni, með sína sögu af ofbeldisbrotum í gegnum tíðina sé treystandi. Þeir bræður Stefán Logi hafa endurtekið komist í kast við lögin. Kristján svarar slíkum pælingum að bragði. „Það er voðalega leiðinlegt ef fólk er hrætt við mig, titlar mig illmenni. Ég hef vissulega framið ljóta glæpi sem maður þyrfti að vera illmenni til að framkvæma. En ég hef verið í mikilli neyslu og rugli,“ segir Kristján. „Þetta hefur aldrei verið fólk sem hefur komið saklaust inn í líf mitt,“ segir Kristján. Barnaníðingur og maður sem braust inn til mömmu hans hafi fengið að kenna á því. „En ég hef ekki brotið á saklausu fólki. Ég hef aldrei lamið neinn fyrir peninga, eða hækkað skuld við neinn. Þeir sem þekkja mig vita það.“ Nýlegur dómur í hryllilegu máli Kristján fékk í fyrra dóm fyrir að hafa brotið gegn lífi og líkama barnsmóður sinnar með því að koma henni ekki undir læknishendur er hún veiktist lífshættulega vegna kókaíneitrunar. Málinu var áfrýjað þar sem héraðssaksóknara taldi dóminn of vægan og er það á borði ríkissaksóknara. Kristján segir það hafa verið hryllilegt mál sem hafi þó orðið til þess að hann þurfti að manna sig upp til að vera til staðar fyrir börnin sín. „Þeir vildu meina að ég hefði verið of lengi,“ segir Kristján ósáttur við störf lögreglu í málinu. Hann hafi verið á skilorði og því ekki mátt vera í neyslu. Með því að hringja, sem hann segist þó hafa gert, hafi hann verið að viðurkenna skilorðsbrot. Kristján segist ekki hafa verið í neyslu í nokkurn tíma núna. Sjálfur hefði hann þegið að geta leitað til veðmangara á sínum tíma. „Það hefði verið rosalega gott ef ég hefði getað fengið lán og bjargað mér út úr vandræðum,“ segir Kristján. Reykjavík Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
„Ég er búinn að vera lengi með þessa hugmynd því þetta hefur vantað lengi á Íslandi,“ segir Kristján þegar blaðamaður slær á þráðinn. „Ég hef bara ekki verið maður til að framkvæma þetta fyrr en núna. Ég hef átt erfitt í gegnum tíðina eins og þið vitið sem hafið lesið um mig,“ segir Kristján. Hann sé þó ekki einn í rekstrinum því Birta Lind Hallgrímsdóttir, kærasta hans, sé hans öflugasti stuðningsmaður. Segist alltaf hafa verið úrræðagóður Veðlánastarfsemi gengur í grunninn út á að maður mætir með verðmæti í verslun og viðkomandi býður þér pening fyrir hlutinn. „Ég get látið fólk fá peninga og rukkað aukalega án þess að vera brotlegur við lög,“ segir Kristján Markús í samtali við Vísi. Fram kom í Fréttablaðinu á dögunum að vextirnir yrðu allt að fimmtíu prósent. „Fólk getur ráðið hvort það fái lánað eða bara selji mér hlutina,“ segir Kristján sem leitar þessa dagana að lítilli skrifstofuaðstöðu fyrir starfsemina. Hann hefur tekið á leigu rými hjá Geymslur.is. Kristján Markús og Birta Lind svara í símann hjá Pawnshop.is.Vísir/Vilhelm „Ég hef alltaf verið frekar úrræðagóður. Nú er búið að banna öll okurlán á Íslandi og tæknilega séð ætti þetta að vera ólöglegt. En ég er búinn að finna leið til að gera þetta löglega,“ segir Kristján en vill ekki fara nánar út í lausnina. „Fólk verður bara að koma til mín til að sjá nákvæmlega hvernig ég geri þetta,“ segir Kristján og fagnar því að sitja einn að veðlánabransanum. Ekkert sérstakt eftirlit með veðlánastarfsemi Fréttastofa hafði samband við Neytendastofu og spurðist fyrir um veðlánastarfsemi. Þar fengust þau svör að Neytendastofa hafi ekki sérstakt eftirlit með starfseminni en hún falli undir almennt eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu líkt og öll önnur fyrirtæki sem selja vörur og þjónustu. Stofnunin fari ekki með eftirlit samkvæmt lögum um samningsveð. Að sögn Breka Karlssonar, formanns Neytendasamtakana sem staðið hafa í harðri baráttu við smálánafyrirtæki undanfarin ár, hafa samtökin ekki fengið neinar ábendingar sem varða veðlánaverslanir og því ekki haft starfsemi þeirra til skoðunar. Segist taka við hverju sem er Kristján hefur komið upp heimasíðunni Pawnshop.is þar sem er að finna símanúmer sem fólk getur hringt í til að bjóða hluti til sölu. Pawnshops, eða veðmangarar, eru vel þekktir víða um heim. Þeir hafa tekjur af því að annaðhvort lána fólki gegn vörslu hluta í eigu þess eða að kaupa hlutina og selja þá á hærra verði. „Já já, við erum byrjuð - erum á fullu. Fólk er að versla við okkur alveg á milljón,“ segir Kristján. Fólk sé aðallega að koma með símana sína en hann leggur áherslu á að hann taki við hverju sem er. „Sjónvarp, gítar eða bara hvað sem er. Og hringana. Ég kaupi allt gull.“ Þýfi yrði tilkynnt til lögreglu Viðbúið er að þjófar myndu vilja nýta sér starfsemi Kristjáns til að koma þýfi í verð. Kristján segist hafa hugsað fyrir því. „Þegar fólk kemur með hluti til mín tek ég niður nafn og kennitölu. Ég læt það skrifa undir hvaða hlut það kemur með. Ef það kemur í ljós að þetta er þýfi mun það þurfa að taka ábyrgð á því. Allt svoleiðis verður tilkynnt til lögreglu.“ Kristján og Birta Lind eru spennt fyrir komandi starfsemi.Vísir/Vilhelm „Þetta verður bara heiðarlegur business, ég nenni engu kjaftæði. Fólk kemur bara inn, fær pening, græjar hlutina og borgar svo aftur um mánaðamótin.“ Vissulega framið ljóta glæpi Vafalítið velta margir fyrir sér hvort Kristjáni, með sína sögu af ofbeldisbrotum í gegnum tíðina sé treystandi. Þeir bræður Stefán Logi hafa endurtekið komist í kast við lögin. Kristján svarar slíkum pælingum að bragði. „Það er voðalega leiðinlegt ef fólk er hrætt við mig, titlar mig illmenni. Ég hef vissulega framið ljóta glæpi sem maður þyrfti að vera illmenni til að framkvæma. En ég hef verið í mikilli neyslu og rugli,“ segir Kristján. „Þetta hefur aldrei verið fólk sem hefur komið saklaust inn í líf mitt,“ segir Kristján. Barnaníðingur og maður sem braust inn til mömmu hans hafi fengið að kenna á því. „En ég hef ekki brotið á saklausu fólki. Ég hef aldrei lamið neinn fyrir peninga, eða hækkað skuld við neinn. Þeir sem þekkja mig vita það.“ Nýlegur dómur í hryllilegu máli Kristján fékk í fyrra dóm fyrir að hafa brotið gegn lífi og líkama barnsmóður sinnar með því að koma henni ekki undir læknishendur er hún veiktist lífshættulega vegna kókaíneitrunar. Málinu var áfrýjað þar sem héraðssaksóknara taldi dóminn of vægan og er það á borði ríkissaksóknara. Kristján segir það hafa verið hryllilegt mál sem hafi þó orðið til þess að hann þurfti að manna sig upp til að vera til staðar fyrir börnin sín. „Þeir vildu meina að ég hefði verið of lengi,“ segir Kristján ósáttur við störf lögreglu í málinu. Hann hafi verið á skilorði og því ekki mátt vera í neyslu. Með því að hringja, sem hann segist þó hafa gert, hafi hann verið að viðurkenna skilorðsbrot. Kristján segist ekki hafa verið í neyslu í nokkurn tíma núna. Sjálfur hefði hann þegið að geta leitað til veðmangara á sínum tíma. „Það hefði verið rosalega gott ef ég hefði getað fengið lán og bjargað mér út úr vandræðum,“ segir Kristján.
Reykjavík Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira