„Hefði viljað ná henni núna því ég er ekki viss um að við náum henni seinna“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. janúar 2021 19:04 Helena ræddi um komandi landsliðsþjálfara í viðtali á Stöð 2 í kvöld. vísir/skjáskot Helena Ólafsdóttir, spekingur Stöð 2 Sport og fyrrum landsliðsþjálfari kvenna, hefði viljað sjá Elísabetu Gunnarsdóttur taka við kvennalandsliðinu í fótbolta. Þetta sagði hún í Sportpakkanum á Stöð 2. Það kom ljós í síðustu viku að Elísabet myndi ekki taka við íslenska landsliðinu. Samningaviðræður KSÍ og hennar gengu ekki upp og sagði Elísabet sjálf að hún hefði verið verulega óhress með það. „Það er verið að ræða um tvo frábæra þjálfara. Maður sá ákveðinn sjarma í að að Beta yrði ráðin í starfið. Í upphafi viðræðna hafa menn væntanlega gert sér grein fyrir því að hún er nýbúin að skrifa undir samning við Kristianstad og því þyrfti að leysa þetta ár sem hún væri að stýra tveimur liðum. Ég var því hissa á að þetta hafi ekki gengið upp því þeir fóru í viðræðurnar með þessa vitneskju. Að mati KSÍ hefur hún of mikið á sinni könnu,“ sagði Helena. „Í þessu tilfelli þá ætlaði hún bara að klára árið í Svíþjóð. Það eru æfingaleikir með landsliðinu í vor og undankeppni í haust en ég hefði haldið, með góðum aðstoðarmanni, að þá væri hægt að bjarga þessu þar sem hún hefur mikinn áhuga á landsliðsstarfinu. Ég sá fyrir mér að hún yrði næstu fimm árin með þetta landslið.“ Elísabet hefur lengi verið við störf í sænska boltanum þar sem hún þjálfar lið Kristianstad og hefur gert þar frábæra hluti. „Ég held að það hefði verið hægt að leysa þetta því það eru fordæmi fyrir því. Það sem hræðir mig er að ég hefði viljað ná henni núna því ég er ekki viss um að við náum henni seinna.“ „Hún er að fara í Meistaradeildina með Kristianstad og er búin að vinna þrekvirki þar. Ég get séð hana fara í eitthvað stærra og meira og ég veit ekki hvar við yrðum í röðinni þegar þar að kemur. Það er framtíðin og enginn veit hver hún verður.“ Næstur á blaði, að mati Helenu og svo margra annarra, er margfaldi Íslandmeistarinn Þorsteinn Halldórsson. Þorsteinn þjálfar í dag lið Breiðabliks. „Það lítur allt út fyrir að það verði Þorsteinn og ég fagna því að það verði maður sem gjörþekkir íslenska fótboltann. Bæði hefur hann þjálfað marga hér heima og erlendis. Það er það sem skiptir máli.“ „Það er ekkert alltaf sem eins góðir kostir hafa verið í boði. Það sem er svekkjandi við að hafa misst af Betu er að hún er hámenntuð, búin að taka hæstu gráðuna í þjálfum og er tilbúin. En það er Steini líka. Hann hefur verið lengi með Blika og þetta er kannski sjálfsagt skref á hans ferli.“ Klippa: Sportpakkinn - Helena um landsliðsþjálfarastarfið KSÍ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Nýr landsliðsþjálfari byrjar á leik gegn Frökkum Fyrsti leikur nýs þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta verður gegn ógnarsterku liði Frakka. 26. janúar 2021 11:16 Ekki ásættanlegt að gera landsliðsþjálfarastarfið að hlutastarfi „Ég held að við værum ekki einu sinni að ræða þetta ef að um karlalandsliðið væri að ræða,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um þá niðurstöðu að ráða ekki Elísabetu Gunnarsdóttur í starf landsliðsþjálfara samhliða starfi hennar sem þjálfari Kristianstad. 25. janúar 2021 12:54 Elísabet drullusvekkt með að verða ekki landsliðsþjálfari Ekkert verður af því að Elísabet Gunnarsdóttir taki við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Samningaviðræður hennar og KSÍ sigldu í strand. 25. janúar 2021 11:25 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Það kom ljós í síðustu viku að Elísabet myndi ekki taka við íslenska landsliðinu. Samningaviðræður KSÍ og hennar gengu ekki upp og sagði Elísabet sjálf að hún hefði verið verulega óhress með það. „Það er verið að ræða um tvo frábæra þjálfara. Maður sá ákveðinn sjarma í að að Beta yrði ráðin í starfið. Í upphafi viðræðna hafa menn væntanlega gert sér grein fyrir því að hún er nýbúin að skrifa undir samning við Kristianstad og því þyrfti að leysa þetta ár sem hún væri að stýra tveimur liðum. Ég var því hissa á að þetta hafi ekki gengið upp því þeir fóru í viðræðurnar með þessa vitneskju. Að mati KSÍ hefur hún of mikið á sinni könnu,“ sagði Helena. „Í þessu tilfelli þá ætlaði hún bara að klára árið í Svíþjóð. Það eru æfingaleikir með landsliðinu í vor og undankeppni í haust en ég hefði haldið, með góðum aðstoðarmanni, að þá væri hægt að bjarga þessu þar sem hún hefur mikinn áhuga á landsliðsstarfinu. Ég sá fyrir mér að hún yrði næstu fimm árin með þetta landslið.“ Elísabet hefur lengi verið við störf í sænska boltanum þar sem hún þjálfar lið Kristianstad og hefur gert þar frábæra hluti. „Ég held að það hefði verið hægt að leysa þetta því það eru fordæmi fyrir því. Það sem hræðir mig er að ég hefði viljað ná henni núna því ég er ekki viss um að við náum henni seinna.“ „Hún er að fara í Meistaradeildina með Kristianstad og er búin að vinna þrekvirki þar. Ég get séð hana fara í eitthvað stærra og meira og ég veit ekki hvar við yrðum í röðinni þegar þar að kemur. Það er framtíðin og enginn veit hver hún verður.“ Næstur á blaði, að mati Helenu og svo margra annarra, er margfaldi Íslandmeistarinn Þorsteinn Halldórsson. Þorsteinn þjálfar í dag lið Breiðabliks. „Það lítur allt út fyrir að það verði Þorsteinn og ég fagna því að það verði maður sem gjörþekkir íslenska fótboltann. Bæði hefur hann þjálfað marga hér heima og erlendis. Það er það sem skiptir máli.“ „Það er ekkert alltaf sem eins góðir kostir hafa verið í boði. Það sem er svekkjandi við að hafa misst af Betu er að hún er hámenntuð, búin að taka hæstu gráðuna í þjálfum og er tilbúin. En það er Steini líka. Hann hefur verið lengi með Blika og þetta er kannski sjálfsagt skref á hans ferli.“ Klippa: Sportpakkinn - Helena um landsliðsþjálfarastarfið
KSÍ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Nýr landsliðsþjálfari byrjar á leik gegn Frökkum Fyrsti leikur nýs þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta verður gegn ógnarsterku liði Frakka. 26. janúar 2021 11:16 Ekki ásættanlegt að gera landsliðsþjálfarastarfið að hlutastarfi „Ég held að við værum ekki einu sinni að ræða þetta ef að um karlalandsliðið væri að ræða,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um þá niðurstöðu að ráða ekki Elísabetu Gunnarsdóttur í starf landsliðsþjálfara samhliða starfi hennar sem þjálfari Kristianstad. 25. janúar 2021 12:54 Elísabet drullusvekkt með að verða ekki landsliðsþjálfari Ekkert verður af því að Elísabet Gunnarsdóttir taki við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Samningaviðræður hennar og KSÍ sigldu í strand. 25. janúar 2021 11:25 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Nýr landsliðsþjálfari byrjar á leik gegn Frökkum Fyrsti leikur nýs þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta verður gegn ógnarsterku liði Frakka. 26. janúar 2021 11:16
Ekki ásættanlegt að gera landsliðsþjálfarastarfið að hlutastarfi „Ég held að við værum ekki einu sinni að ræða þetta ef að um karlalandsliðið væri að ræða,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um þá niðurstöðu að ráða ekki Elísabetu Gunnarsdóttur í starf landsliðsþjálfara samhliða starfi hennar sem þjálfari Kristianstad. 25. janúar 2021 12:54
Elísabet drullusvekkt með að verða ekki landsliðsþjálfari Ekkert verður af því að Elísabet Gunnarsdóttir taki við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Samningaviðræður hennar og KSÍ sigldu í strand. 25. janúar 2021 11:25
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn