Danir vörðu heimsmeistaratitil sinn með því að vinna Svía, 26-24, í úrslitaleik í Kairó í gær. Í leikslok virtist Jacobsen algjörlega úrvinda sem er kannski ekki furða því hann hefur glímt við magakveisu undanfarna daga.
#Håndbold | #GODenmark | @dhf_haandbold | #Egypt2021 pic.twitter.com/Sh9LiyLyvR
— Handball Egypt2021 (@Egypt2021) February 1, 2021
„Maginn á mér er ekki enn kominn í lag. Síðustu fjóra daga hef ég lifað á niðurgangslyfjum og sykurlausu kóki svo ég var þreyttur eftir leikinn. Mér hefur verið illt í maganum,“ sagði Jacobsen eftir úrslitaleikinn í gær.
Hann reyndi samt að leiða hugann ekki að magaverknum á meðan úrslitaleiknum stóð.
„Ég hugsaði ekki um þetta í leiknum. Ég var bara í minni litlu búbblu og reyna að finna lausnir,“ sagði Jacobsen. „Síðustu dagar hafa verið mjög krefjandi.“
Jacobsen hefur gert Dani tvisvar að heimsmeisturum en danska liðið tapaði hvorki leik á HM 2019 né HM 2021. Hann tók við danska landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni fyrir fjórum árum.