Fyrsti leikur Selfyssinga í 125 daga: Síðastir liðanna til að spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 16:00 Guðjón Baldur Ómarsson og félagar í Selfossliðnu fá loksins að spila leik í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þegar Selfyssingar léku síðast leik í Olís deild karla þá voru enn 84 dagar til jóla. Selfyssingar komast loksins út á gólfið í kvöld. Selfyssingar heimsækja Valsmenn í kvöld í Origo höllina á Hlíðarenda. Valsmenn hafa þegar spilað tvo leiki eftir að keppni hófst á nýjan leik. Öll hin ellefu liðin hafa þegar spilað leik eftir að banninu vegna kórónuveirunnar var aflýst. Haukarnir voru næstsíðasta liðið til að hefja leik um síðustu helgi. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfossliðsins, var upptekinn á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi þar sem hann stýrði landsliði Barein í 21. sæti eða í næsta sæti á eftir íslenska landsliðinu. Selfossliðið fagnaði sigri í síðasta leik sínum sem var á móti FH 2. október síðastliðinn. Selfoss vann leikinn 25-24 þar sem Nökkvi Dan Elliðason skoraði sigurmarkið. Síðan eru liðnir 125 dagar eða með öðrum orðum fjórir mánuðir og tveir dagar að auki. Milli síðasta leik Selfossliðsins vorið 2020 og þess fyrsta á þessu tímabili liðu 184 dagar en sú langa bið réðst náttúrulega af því að Íslandsmótinu var aflýst í mars. Selfyssingar þurftu hins vegar aðeins að bíða í 113 daga eftir fyrsta leik sínum eftir að liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn vorið 2019. Þetta er því lengri við en sumarfrí liðsins Íslandsmeistaraárið 2019. Leikur Vals og Selfoss verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.20. Áður verður leikur Aftureldingar og Hauka sýndur beint. Bið liðanna í Olís deild karla eftir leik: 113 dagar ÍBV (3. október 2020 - 24. janúar 2021) Fram (3. október 2020 - 24. janúar 2021) 114 dagar FH (2. október 2020 - 24. janúar 2021) Þór Ak. (3. október 2020 - 25. janúar 2021) 115 dagar Grótta (1. október 2020 - 24. janúar 2021) Valur (2. október 2020 - 25. janúar 2021) 117 dagar Stjarnan (2. október 2020 - 27. janúar 2021) ÍR (3. október 2020 - 28. janúar 2021) 118 dagar KA (2. október 2020 - 28. janúar 2021) 120 dagar Afturelding (1. október 2020 - 28. janúar 2021) 121 dagur Haukar (2. október 2020 - 30. janúar 2021) 125 dagar Selfoss (2. október 2020 - 3. febrúar 2021) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Selfyssingar heimsækja Valsmenn í kvöld í Origo höllina á Hlíðarenda. Valsmenn hafa þegar spilað tvo leiki eftir að keppni hófst á nýjan leik. Öll hin ellefu liðin hafa þegar spilað leik eftir að banninu vegna kórónuveirunnar var aflýst. Haukarnir voru næstsíðasta liðið til að hefja leik um síðustu helgi. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfossliðsins, var upptekinn á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi þar sem hann stýrði landsliði Barein í 21. sæti eða í næsta sæti á eftir íslenska landsliðinu. Selfossliðið fagnaði sigri í síðasta leik sínum sem var á móti FH 2. október síðastliðinn. Selfoss vann leikinn 25-24 þar sem Nökkvi Dan Elliðason skoraði sigurmarkið. Síðan eru liðnir 125 dagar eða með öðrum orðum fjórir mánuðir og tveir dagar að auki. Milli síðasta leik Selfossliðsins vorið 2020 og þess fyrsta á þessu tímabili liðu 184 dagar en sú langa bið réðst náttúrulega af því að Íslandsmótinu var aflýst í mars. Selfyssingar þurftu hins vegar aðeins að bíða í 113 daga eftir fyrsta leik sínum eftir að liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn vorið 2019. Þetta er því lengri við en sumarfrí liðsins Íslandsmeistaraárið 2019. Leikur Vals og Selfoss verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.20. Áður verður leikur Aftureldingar og Hauka sýndur beint. Bið liðanna í Olís deild karla eftir leik: 113 dagar ÍBV (3. október 2020 - 24. janúar 2021) Fram (3. október 2020 - 24. janúar 2021) 114 dagar FH (2. október 2020 - 24. janúar 2021) Þór Ak. (3. október 2020 - 25. janúar 2021) 115 dagar Grótta (1. október 2020 - 24. janúar 2021) Valur (2. október 2020 - 25. janúar 2021) 117 dagar Stjarnan (2. október 2020 - 27. janúar 2021) ÍR (3. október 2020 - 28. janúar 2021) 118 dagar KA (2. október 2020 - 28. janúar 2021) 120 dagar Afturelding (1. október 2020 - 28. janúar 2021) 121 dagur Haukar (2. október 2020 - 30. janúar 2021) 125 dagar Selfoss (2. október 2020 - 3. febrúar 2021) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Bið liðanna í Olís deild karla eftir leik: 113 dagar ÍBV (3. október 2020 - 24. janúar 2021) Fram (3. október 2020 - 24. janúar 2021) 114 dagar FH (2. október 2020 - 24. janúar 2021) Þór Ak. (3. október 2020 - 25. janúar 2021) 115 dagar Grótta (1. október 2020 - 24. janúar 2021) Valur (2. október 2020 - 25. janúar 2021) 117 dagar Stjarnan (2. október 2020 - 27. janúar 2021) ÍR (3. október 2020 - 28. janúar 2021) 118 dagar KA (2. október 2020 - 28. janúar 2021) 120 dagar Afturelding (1. október 2020 - 28. janúar 2021) 121 dagur Haukar (2. október 2020 - 30. janúar 2021) 125 dagar Selfoss (2. október 2020 - 3. febrúar 2021)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða