Björgvin: Hálf súrrealískt að vera upp á hóteli að horfa á leik með sínu liði Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 20:19 Björgvin Páll Gústavsson er kominn aftur heim eftir að hafa verið í Egyptalandi með íslenska landsliðinu. vísir/vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Hauka í handbolta var að vonum sáttur með sigur sinna manna þegar Haukar unnu Aftureldingu 24-30 í Varmá í kvöld. Björgvin sem spilaði ekki síðasta leik með liðinu vegna þess að hann var í sóttkví eftir HM, var fegin að vera mættur aftur. „Mér líður mjög vel, við byrjum ekkert frábærlega en skiluðum þessu í hús. Sérstaklega í byrjun seinni þá mættum virkilega klárir og skiluðum þessu í tveimur fallegum stigum og spiluðum heilt yfir bara mjög vel,“ sagði Björgvin í leikslok. Björgvin er að spila sinn fyrsta leik í deildinni eftir ansi langa pásu og þurfti fyrri hálfleikinn til að koma sér í gang en kom svo tvíefldur inn í seinni hálfleikinn og endaði leikinn með 39% markvörslu. „Þetta er mjög gott eftir að vera nýbúinn að kominn heim. Ég held við séum bara í góðum gír og það er mikil breidd í liðinu. Andri kemur inná og tekur mikilvæga bolta þarna í lok fyrri hálfleiks.“ Haukar voru undir nánast allann fyrri hálfleikinn og voru tveimur mörkum undir þegar flautað var til hálfleiks en mættu svo töluvert sterkari í seinni hálfleik. „Við erum með tvo menn í öllum stöðum og getum skilað þessu heim eins og við gerðum, sérstaklega ef allir eru á fullu. Eins og í seinni hálfleik sýndum við hvað við erum góðir.“ Eins og áður sagði var Björgvin í sóttkví í síðasta leik og þurfti því að horfa á sína menn í sjónvarpinu. „Það var ógeðslega erfitt, hálf súrrealískt að vera upp á hóteli að horfa á leik með sínu liði. Svo tók ég þá skringilegu ákvörðun að fara út að hlaupa í sjö stiga frosti eftir leik, ég er ennþá stífur eftir það,“ sagði Björgvin. „Það var erfitt en kærkomið að sjá þá skila því inn í hús því að við erum að fara inn í langt tímabil, marga leiki og við þurfum að geta spilað einhverja leikmenn í einhverjum leikjum,“ sagði Björgvin að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira
„Mér líður mjög vel, við byrjum ekkert frábærlega en skiluðum þessu í hús. Sérstaklega í byrjun seinni þá mættum virkilega klárir og skiluðum þessu í tveimur fallegum stigum og spiluðum heilt yfir bara mjög vel,“ sagði Björgvin í leikslok. Björgvin er að spila sinn fyrsta leik í deildinni eftir ansi langa pásu og þurfti fyrri hálfleikinn til að koma sér í gang en kom svo tvíefldur inn í seinni hálfleikinn og endaði leikinn með 39% markvörslu. „Þetta er mjög gott eftir að vera nýbúinn að kominn heim. Ég held við séum bara í góðum gír og það er mikil breidd í liðinu. Andri kemur inná og tekur mikilvæga bolta þarna í lok fyrri hálfleiks.“ Haukar voru undir nánast allann fyrri hálfleikinn og voru tveimur mörkum undir þegar flautað var til hálfleiks en mættu svo töluvert sterkari í seinni hálfleik. „Við erum með tvo menn í öllum stöðum og getum skilað þessu heim eins og við gerðum, sérstaklega ef allir eru á fullu. Eins og í seinni hálfleik sýndum við hvað við erum góðir.“ Eins og áður sagði var Björgvin í sóttkví í síðasta leik og þurfti því að horfa á sína menn í sjónvarpinu. „Það var ógeðslega erfitt, hálf súrrealískt að vera upp á hóteli að horfa á leik með sínu liði. Svo tók ég þá skringilegu ákvörðun að fara út að hlaupa í sjö stiga frosti eftir leik, ég er ennþá stífur eftir það,“ sagði Björgvin. „Það var erfitt en kærkomið að sjá þá skila því inn í hús því að við erum að fara inn í langt tímabil, marga leiki og við þurfum að geta spilað einhverja leikmenn í einhverjum leikjum,“ sagði Björgvin að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira