Föst í Boston þegar bréfið örlagaríka kom frá Skúla Mogensen Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2021 12:31 Helga fór um víðan völl í viðtalinu við Sölva Tryggvason. Helga Braga Jónsdóttir, leikkona og skemmtikraftur, hefur um árabil verið einn farsælasti grínisti Íslands. Hún ákvað strax sem ungabarn að verða leikkona og það má sannarlega segja að hún hafi látið drauminn rætast en Helga Braga er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. „Ég var alltaf með drauma um að verða leikkona og ætlaði að verða fastráðin hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Það var eiginlega vandræðalegt að ég ætlaði að verða leikkona frá því ég lærði að tala. Það var gert grín að því í fjölskyldunni þegar ég var að segja þetta sem ungabarn. Svo kom smá efi þegar ég var fjögurra ára og ætlaði að verða búðarkona, af því að þá gæti ég fengið svo mikið nammi,“ segir Helga Braga og heldur áfram. „Ég sá fyrir mér fullan bílskúr af nammi sem ég myndi sitja ofan á og ná upp í loft og borða mig niður. Það er spurning hvort ég hafi náð að borða þennan fulla bílskúr af nammi í gegnum tíðina. En búðarkonudraumurinn rættist þegar ég var að í flugi og var að bjóða veitingar á frönsku, að þá fattaði ég allt í einu að ég væri í raun orðin fína búðarkonan sem mig dreymdi um að vera þegar ég var fjögurra ára. En leiklistarferillinn byrjaði svolítið með fyrsta stóra hlutverkinu, þegar ég lék Línu Langsokk. Það var frábært hlutverk fyrir 15 ára stelpu og hafði mjög góð áhrif á sjálfstraustið og gerði mér mjög gott á allan hátt.“ Grenjaði alla Hellisheiðina En það hafa komið augnablik þar sem sjálfstraustið var ekki í toppi hjá Helgu og hún rifjar í þættinum upp eitt af fyrstu skiptunum sem hún var ein með uppistand. „Ég man eftir því þegar ég var einu sinni úti á landi að skemmta. Meiri hlutinn af áhorfendum voru karlar og einhverjir í glasi og þeir byrjuðu að kalla upp hvort það hefði ekki verið hægt að fá einhvern betri. Einn gólaði að hann vildi klámbrandara og ég var ekki komin með sjálfstraustið og trixin til að eiga við þetta, eins og að svara til baka og segja hluti eins og „þarna erum við með lítinn klámkall“ eða eitthvað svipað. Ég grenjaði alla Hellisheiðina og ætlaði aldrei að gera þetta aftur. En svo talaði ég við Stein Ármann og fleiri sem voru reyndir í þessu og þá lærði ég að snúa þessu á þann sem er að kalla fram í og með leiðindi og það kemur með æfingunni. Steinn gaf mér nokkra one-linera sem ég gæti notað á svona einstaklinga eins og til dæmis: „Það er búið að þrífa búrið þitt. Þú mátt fara heim.” Helga segist hafa lært það í gegnum tíðina að fara ekki fram úr sér í vinnu eftir að hafa brennt sig á því. „Það er eitur í mínum beinum að hafa brjálað að gera, sennilega af því að ég hef tvisvar farið í væga kulnun. Fyrst 2001 og síðan aftur eftir að WOW AIR fór í þrot. En fyrra skiptið var mjög skrýtið. Ég var með spjallþátt sem var alveg nýtt fyrir mig, svo var ég að klára tökur á fóstbræðrum og líka að gigga, þannig að ég var eiginlega í þrefaldri vinnu. Svo var ég að vakna einn morguninn og ég gat ekki lyft höndunum,“ segir Helga sem upplifði sig eins og hún væri með blý í höndunum og hreinlega lömuð. „Það var búið að plana tökur, þar sem ég átti að fara í Kringluna að spyrja fólk um guð, en það endaði með því að pródusentinn þurfti að spyrja um guð fyrir mig. Svo fór ég til læknis og endaði á að fá Sobril og ég borðaði það í viku, þar til vinkona mín, sem var að kenna líföndun sagði mér að ég ætti að fara að gera það og ég henti töflunum og lífandaði mig í gegnum þetta. En þetta var ekki alvarleg kulnun, af því að það getur verið margra ára dæmi og ég geri ekki lítið úr því.“ „Takk og bless“ Helga Braga vann sem flugfreyja um árabil og segir í þættinum meðal annars sögu af því þegar Wow Air fór í þrot og hún var strandaglópur í Boston. „Þetta voru rosalega skrýtnir dagar þarna á undan og miklar sveiflur. Þetta var búið að vera svo mikill hvirfilbylur. Á afmælisdeginum mínum var búið að selja Wow Air til Icelandair, en maður vonaði alltaf svo mikið að þetta myndi ganga upp og það gerði það næstum því. En svo veit náttúrulega enginn hvað hefði gerst í Covid. En ég man vel eftir síðasta fluginu, þegar við fórum til Boston og þá vorum við öll mjög bjartsýn, fórum saman út að borða, en svo man ég að ég var með eitthvað í maganum þarna um nóttina og átti erfitt með að sofna. Ég var mjög þreytt, en gat einhverra hluta vegna ekki sofnað og var með ónotatilfinningu. Svo klukkan hálf fimm um morguninn, þá fengum við bréfið frá Skúla sem sagði: ,,Takk og bless”, klukkan hálf níu að íslenskum tíma. Þá vissum við að þetta væri búið og áhöfnin fór bara í að skrá sig atvinnulausa. En við vorum heppin með hótel, af því að okkur var ekki hent út.” Helga segir mikla samstöðu hafa einkenni alla starfsmennina í gegnum allt þetta tímabil. „Skúli kann að búa til stemmingu og það var bara svo svakalega gaman að vinna fyrir þetta flugfélag. Það sem einkenndi þetta allt saman var gleðin hjá starfsfólkinu og ég held að það hafi spilað stóran þátt í því hvað fólk var tilbúið að standa með félaginu undir lokin. Gleðin var ríkjandi hjá Wow air og ég held að gleðin sé það sem virkjar sköpunarkraftinn og þannig gerast frábærir hlutir.” Í þættinum fara Sölvi og Helga yfir magnaðan feril Helgu, andlega ferðalagið, árin hjá Wow Air, ferðalögin um allan heim og margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva WOW Air Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
„Ég var alltaf með drauma um að verða leikkona og ætlaði að verða fastráðin hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Það var eiginlega vandræðalegt að ég ætlaði að verða leikkona frá því ég lærði að tala. Það var gert grín að því í fjölskyldunni þegar ég var að segja þetta sem ungabarn. Svo kom smá efi þegar ég var fjögurra ára og ætlaði að verða búðarkona, af því að þá gæti ég fengið svo mikið nammi,“ segir Helga Braga og heldur áfram. „Ég sá fyrir mér fullan bílskúr af nammi sem ég myndi sitja ofan á og ná upp í loft og borða mig niður. Það er spurning hvort ég hafi náð að borða þennan fulla bílskúr af nammi í gegnum tíðina. En búðarkonudraumurinn rættist þegar ég var að í flugi og var að bjóða veitingar á frönsku, að þá fattaði ég allt í einu að ég væri í raun orðin fína búðarkonan sem mig dreymdi um að vera þegar ég var fjögurra ára. En leiklistarferillinn byrjaði svolítið með fyrsta stóra hlutverkinu, þegar ég lék Línu Langsokk. Það var frábært hlutverk fyrir 15 ára stelpu og hafði mjög góð áhrif á sjálfstraustið og gerði mér mjög gott á allan hátt.“ Grenjaði alla Hellisheiðina En það hafa komið augnablik þar sem sjálfstraustið var ekki í toppi hjá Helgu og hún rifjar í þættinum upp eitt af fyrstu skiptunum sem hún var ein með uppistand. „Ég man eftir því þegar ég var einu sinni úti á landi að skemmta. Meiri hlutinn af áhorfendum voru karlar og einhverjir í glasi og þeir byrjuðu að kalla upp hvort það hefði ekki verið hægt að fá einhvern betri. Einn gólaði að hann vildi klámbrandara og ég var ekki komin með sjálfstraustið og trixin til að eiga við þetta, eins og að svara til baka og segja hluti eins og „þarna erum við með lítinn klámkall“ eða eitthvað svipað. Ég grenjaði alla Hellisheiðina og ætlaði aldrei að gera þetta aftur. En svo talaði ég við Stein Ármann og fleiri sem voru reyndir í þessu og þá lærði ég að snúa þessu á þann sem er að kalla fram í og með leiðindi og það kemur með æfingunni. Steinn gaf mér nokkra one-linera sem ég gæti notað á svona einstaklinga eins og til dæmis: „Það er búið að þrífa búrið þitt. Þú mátt fara heim.” Helga segist hafa lært það í gegnum tíðina að fara ekki fram úr sér í vinnu eftir að hafa brennt sig á því. „Það er eitur í mínum beinum að hafa brjálað að gera, sennilega af því að ég hef tvisvar farið í væga kulnun. Fyrst 2001 og síðan aftur eftir að WOW AIR fór í þrot. En fyrra skiptið var mjög skrýtið. Ég var með spjallþátt sem var alveg nýtt fyrir mig, svo var ég að klára tökur á fóstbræðrum og líka að gigga, þannig að ég var eiginlega í þrefaldri vinnu. Svo var ég að vakna einn morguninn og ég gat ekki lyft höndunum,“ segir Helga sem upplifði sig eins og hún væri með blý í höndunum og hreinlega lömuð. „Það var búið að plana tökur, þar sem ég átti að fara í Kringluna að spyrja fólk um guð, en það endaði með því að pródusentinn þurfti að spyrja um guð fyrir mig. Svo fór ég til læknis og endaði á að fá Sobril og ég borðaði það í viku, þar til vinkona mín, sem var að kenna líföndun sagði mér að ég ætti að fara að gera það og ég henti töflunum og lífandaði mig í gegnum þetta. En þetta var ekki alvarleg kulnun, af því að það getur verið margra ára dæmi og ég geri ekki lítið úr því.“ „Takk og bless“ Helga Braga vann sem flugfreyja um árabil og segir í þættinum meðal annars sögu af því þegar Wow Air fór í þrot og hún var strandaglópur í Boston. „Þetta voru rosalega skrýtnir dagar þarna á undan og miklar sveiflur. Þetta var búið að vera svo mikill hvirfilbylur. Á afmælisdeginum mínum var búið að selja Wow Air til Icelandair, en maður vonaði alltaf svo mikið að þetta myndi ganga upp og það gerði það næstum því. En svo veit náttúrulega enginn hvað hefði gerst í Covid. En ég man vel eftir síðasta fluginu, þegar við fórum til Boston og þá vorum við öll mjög bjartsýn, fórum saman út að borða, en svo man ég að ég var með eitthvað í maganum þarna um nóttina og átti erfitt með að sofna. Ég var mjög þreytt, en gat einhverra hluta vegna ekki sofnað og var með ónotatilfinningu. Svo klukkan hálf fimm um morguninn, þá fengum við bréfið frá Skúla sem sagði: ,,Takk og bless”, klukkan hálf níu að íslenskum tíma. Þá vissum við að þetta væri búið og áhöfnin fór bara í að skrá sig atvinnulausa. En við vorum heppin með hótel, af því að okkur var ekki hent út.” Helga segir mikla samstöðu hafa einkenni alla starfsmennina í gegnum allt þetta tímabil. „Skúli kann að búa til stemmingu og það var bara svo svakalega gaman að vinna fyrir þetta flugfélag. Það sem einkenndi þetta allt saman var gleðin hjá starfsfólkinu og ég held að það hafi spilað stóran þátt í því hvað fólk var tilbúið að standa með félaginu undir lokin. Gleðin var ríkjandi hjá Wow air og ég held að gleðin sé það sem virkjar sköpunarkraftinn og þannig gerast frábærir hlutir.” Í þættinum fara Sölvi og Helga yfir magnaðan feril Helgu, andlega ferðalagið, árin hjá Wow Air, ferðalögin um allan heim og margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva WOW Air Mest lesið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira