Landin og samherjar hans eru komnir í sóttkví í annað sinn á leiktíðinni eftir að leikmaður liðsins smitaðist af kórónuveirunni um helgina. Leikjum liðsins gegn Leipzig í þýsku deildinni og HC Motor í Meistaradeildinni hefur verið frestað.
„Hvernig við klárum deildina er stórt spurningarmerki. Þetta verður meiri og meiri pressa með okkar dagskrá,“ sagði markvörðurinn í samtali við sjónvarpsstöðina NDR.
Schon zum zweiten Mal befindet sich der deutsche #Handball-Meister #THWKiel in dieser Saison in #Corona-Quarantäne. Die Terminhatz in der Bundesliga wird immer schwieriger. Weltmeister Niklas #Landin fürchtet einen erneuten Saisonabbruch. https://t.co/46P4KDBhWB pic.twitter.com/yXBsfStNqt
— NDR Sport (@NDRsport) February 8, 2021
„Ég vona að við þurfum ekki að blása tímabilið af. Það gæti, í verstu sviðsmyndinni, átt sér stað.“
Frank Bohmann, framkvæmdastjóri þýsku úrvalsdeildarinnar, segir að það gæti endað með því að ekki verði hægt að leika alla leiki deildarinnar.
„Það er áhætta á því að við getum ekki klárað leikina 38 fyrir hvert einasta lið.“
Melsungen, lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar, hefur farið verst út úr kórónuveirunni. Þeir hafa einungis spilað tíu af sextán leikjum sínum.