Á miðlinum kallar hún sig Hrafna og er hún með 270 þúsund fylgjendur. Hrafna setti inn myndband á rás sína í gær þar sem hún sýnir fylgjendum sínum alíslenskan mat og leyfir fólki að sjá hana smakka þorramat með föður sínum.
Aðdáendur hennar virðast nokkuð sáttir við innslagið í athugasemdakerfinu og skrifar einn til að mynda: „Íslendingar hafa greinilega alltaf náð að redda sér.“
Sumum þykir maturinn hreinlega viðbjóðslegur en Hrafna sjálf var oft á tíðum ekkert sérstaklega hrifin.
Feðgingin brögðuðu á hrútspungum, sviðakjamma, slátur, sviðasultu, hákarl og margt fleira séríslenskt.
Hrafna sýnir frá lífi sínu á YouTube-rásinni og fá fylgjendur hennar að sjá hvernig það er að vera Íslendingur.