Gylfi skoraði eitt mark úr vítaspyrnu og lagði síðan upp mörk fyrir Dominic Calvert-Lewin, Richarlison og loks Bernard þegar hann skoraði sigurmarkið í framlengingunni.
Gylfi kom þar með næstum því að jafnmörgum mörkum í þessum leik og í öllum deildarleikjunum til þessa í vetur.
Gylfi Sigurðsson's game by number vs. Spurs:
— Squawka Football (@Squawka) February 10, 2021
54 touches
4 shots
4 chances created
3 assists
2 aerial duels won
2 tackles made
1 goal
Ice-cool. pic.twitter.com/sIp48qIOHX
Þetta var líka langþráð stund fyrir Gylfa sem hefur ekki komist langt í enska bikarnum með sínum liðum undanfarin áratug.
Þetta verður í fyrsta sinn í ellefu ár þar sem lið Gylfa komast í átta liða úrslit enska bikarsins.
Gylfi spilaði síðast í átta liða úrslitunum árið 2010 þegar hann var leikmaður Reading. Reading liðið tapaði þá 4-2 á móti Aston Villa í átta liða úrslitunum eftir að hafa meðal annars slegið út Liverpool á leið sinni þangað.
Fyrir þetta tímabil höfðu lið Gylfa tapað átta af síðustu tíu leikjum sínum í ensku bikarkeppninni.
Gylfi hafði ennfremur komið samtals að sex mörkum í sautján leikjum í ensku bikarkeppninni (5 mörk og 1 stoðsending) fyrir leikinn sögulega í gær en bætti þá tölfræði sína verulega með frammistöðu sinni á Goodison Park.
Watching this Sigurdsson assist on repeat #EmiratesFACup @Everton pic.twitter.com/4eqlgkkVRr
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 11, 2021
Lið Gylfa Þór Sigurðssonar og enski bikarinn
- 2009 með Reading - Þriðja umferð (64 liða úrslit)
- 2010 með Reading - Átta liða úrslit
- 2012 með Swansea - 32 liða úrslit
- 2013 með Tottenham - 32 liða úrslit
- 2014 með Tottenham - Þriðja umferð (64 liða úrslit)
- 2015 með Swansea - 32 liða úrslit
- 2016 með Swansea - Þriðja umferð (64 liða úrslit)
- 2017 með Swansea - Þriðja umferð (64 liða úrslit)
- 2018 með Everton - Þriðja umferð (64 liða úrslit)
- 2019 með Everton - 32 liða úrslit
- 2020 með Everton - Þriðja umferð (64 liða úrslit)
- 2021 með Everton - Eiga leik í átta liða úrslitunum