Þetta er það sem stuðningsmenn Everton voru að vonast eftir frá Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið að spila vel með Everton undanfarin mánuði. AP/Martin Rickett Stoðsendingaþrenna Gylfa Þórs Sigurðssonar á móti Tottenham var sú fyrsta hjá Everton í næstum því níu ár. Leon Osman, fyrrum leikmaður Everton, er einn af þeim sem hrósar Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir frammistöðu sína með Everton liðinu að undanförnu. Gylfi hefur verið að skora reglulega að undanförnu og kom með beinum hætti að fjórum af fimm mörkum Everton í 5-4 bikarsigri á Tottenham. Leon Osman makes Everton fan admission over Gylfi Sigurdsson - https://t.co/NOK0xkF0gk #EvertonFC #EFC pic.twitter.com/AOg29aTMRG— Toffee News (@TOFnews) February 11, 2021 Gylfi náði þar stoðsendingaþrennu og allar sendingarnar komu í opnum leik en Gylfi hefur meira verið að gefa stoðsendingar sínar úr hornum eða aukaspyrnum. Gylfi varð þarna fyrsti leikmaður Everton til að gefa stoðsendingaþrennu í leik síðan að Steven Pienaar náði því í apríl 2012. Gylfi Sigurdsson provided 3 assists against Tottenham - the first #EFC player to provide a hat-trick of assists in a game since Steven Pienaar against Fulham in April 2012.— EFC Statto (@EFC_Statto) February 11, 2021 „Hann gaf þrjár stoðsendingar, skoraði mark og átti þátt í öðru góðu sem gerðist og mér fannst hann vera frábær,“ sagði Leon Osman í bikarþætti breska ríkisútvarpsins. Osmon þekkir vel til hjá Everton enda lék hann með félaginu í sextán ár. „Hann hefur verið að vinna sig upp til meiri áhrifa innan Everton liðsins. Þetta byrjaði ekki vel hjá honum í leiknum því hann var átti að vera að gæta Davinson Sanchez í fyrsta marki Tottenham í leiknum,“ sagði Osman. Gylfi var fljótur að bæta fyrir þau mistök með laglegri stoðsendingu á Dominic Calvert-Lewin og var síðan búinn að skora sjálfur fyrir hálfleik. „Frá þeirri stundu tók hann hins vegar þátt í öllu því jákvæða sem gerðist hjá Everton í leiknum,“ sagði Osman. Gylfi Sigurdsson scored 1 goal and assisted 3 yesterday in #EVETOT. He only had 4 goals and 4 assists all season before the match. Armband. pic.twitter.com/BjevKOOIh0— (@thehomeofstats) February 11, 2021 Gylfi byrjaði tímabilið rólega en hefur nú komið að átta mörkum í síðustu fjórtán leikjum í öllum keppnum. Hann kom að fjórum mörkum í fyrstu þrettán leikjunum þar af tveimur í sigri á D-deildarliði Salford. „Hann er fullur sjálfstrausts. Það voru svolitlir galdrar í gangi hjá honum í sigurmarkinu. Þetta er það sem stuðningsmenn Everton voru að vonast eftir frá Gylfa í hverri viku þegar hann kom til félagsins,“ sagði Leon Osman á BBC Enski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Fleiri fréttir Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira
Leon Osman, fyrrum leikmaður Everton, er einn af þeim sem hrósar Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir frammistöðu sína með Everton liðinu að undanförnu. Gylfi hefur verið að skora reglulega að undanförnu og kom með beinum hætti að fjórum af fimm mörkum Everton í 5-4 bikarsigri á Tottenham. Leon Osman makes Everton fan admission over Gylfi Sigurdsson - https://t.co/NOK0xkF0gk #EvertonFC #EFC pic.twitter.com/AOg29aTMRG— Toffee News (@TOFnews) February 11, 2021 Gylfi náði þar stoðsendingaþrennu og allar sendingarnar komu í opnum leik en Gylfi hefur meira verið að gefa stoðsendingar sínar úr hornum eða aukaspyrnum. Gylfi varð þarna fyrsti leikmaður Everton til að gefa stoðsendingaþrennu í leik síðan að Steven Pienaar náði því í apríl 2012. Gylfi Sigurdsson provided 3 assists against Tottenham - the first #EFC player to provide a hat-trick of assists in a game since Steven Pienaar against Fulham in April 2012.— EFC Statto (@EFC_Statto) February 11, 2021 „Hann gaf þrjár stoðsendingar, skoraði mark og átti þátt í öðru góðu sem gerðist og mér fannst hann vera frábær,“ sagði Leon Osman í bikarþætti breska ríkisútvarpsins. Osmon þekkir vel til hjá Everton enda lék hann með félaginu í sextán ár. „Hann hefur verið að vinna sig upp til meiri áhrifa innan Everton liðsins. Þetta byrjaði ekki vel hjá honum í leiknum því hann var átti að vera að gæta Davinson Sanchez í fyrsta marki Tottenham í leiknum,“ sagði Osman. Gylfi var fljótur að bæta fyrir þau mistök með laglegri stoðsendingu á Dominic Calvert-Lewin og var síðan búinn að skora sjálfur fyrir hálfleik. „Frá þeirri stundu tók hann hins vegar þátt í öllu því jákvæða sem gerðist hjá Everton í leiknum,“ sagði Osman. Gylfi Sigurdsson scored 1 goal and assisted 3 yesterday in #EVETOT. He only had 4 goals and 4 assists all season before the match. Armband. pic.twitter.com/BjevKOOIh0— (@thehomeofstats) February 11, 2021 Gylfi byrjaði tímabilið rólega en hefur nú komið að átta mörkum í síðustu fjórtán leikjum í öllum keppnum. Hann kom að fjórum mörkum í fyrstu þrettán leikjunum þar af tveimur í sigri á D-deildarliði Salford. „Hann er fullur sjálfstrausts. Það voru svolitlir galdrar í gangi hjá honum í sigurmarkinu. Þetta er það sem stuðningsmenn Everton voru að vonast eftir frá Gylfa í hverri viku þegar hann kom til félagsins,“ sagði Leon Osman á BBC
Enski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Fleiri fréttir Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira