Goðsögn snýr aftur á LGPA mótaröðina eftir þrettán ára fjarveru: Börnin spennt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 10:30 Annika Sörenstam er ein af bestu kylfingum sögunnar. Getty/Stuart Franklin Sænski kylfingurinn Annika Sörenstam ætlar að snúa aftur á bandarísku mótaröðina í lok mánaðarins. Annika Sörenstam er fimmtug og hefur ekkert keppt á LPGA mótaröðinni síðan 2008. Hún er ein sigursælasti kvenkylfingur sögunnar, vann á sínum tíma tíu risamót og alls 72 LPGA mót á ferlinum sem er það þriðja mesta í sögunni. Hún er orðin meðlimur í heiðurshöll LPGA mótaraðarinnar. Sörenstam var yfirburðarkona þegar hún var upp á sitt besta og var sem dæmdi átta sinnum kosin kylfingur ársins. Hún er eina konan sem hefur náð 59 högga hring í keppni og á auk þess fjölda meta frá frábærum ferli. She's baaack! 72x Tour winner Annika Sörenstam is committed to play in the upcoming @GainbridgeLPGA. pic.twitter.com/1nfI9VdIc9— LPGA (@LPGA) February 9, 2021 Sörenstam ætlar að keppa á Gainbridge mótinu sem fer fram 25. til 28. febrúar. Það verður hennar fyrsta LPGA-mót í þrettán ár. Mótið fer fram hjá Lake Nona Golf & Country klúbbnum í Orlando en það er einmitt golfklúbbur Anniku Sörenstam og fjölskyldu. „Þetta verður fyrsta LPGA mót mitt síðan ég hætti að keppa árið 2008 til að stofna fjölskyldu,“ skrifaði Annika Sörenstam í fréttabréfi sínu. Hún giftist Mike McGee árið 2009, eignaðist dótturina Avu Madelyn McGee í september 2009 og soninn William Nicholas McGee í mars 2011. Ten-time major winner Annika Sorenstam is back in the field at an LPGA Tour event after retiring 13 years ago: https://t.co/yX60Ug5HR9 pic.twitter.com/uwTLQ30Cuo— Golf Digest (@GolfDigest) February 9, 2021 „Margt hefur breyst til hins betra á þessum tíma og þá sérstaklega má nefna fæðingu barna minna. Ava og Will eru mjög spennt fyrir því að sjá mömmu sína keppa. Ég verð samt að viðurkenna ef að þetta mót hefði ekki verið haldið á heimavelli mínum þá hefði mér líklega aldrei dottið í hug að keppa,“ skrifaði Sörenstam. „Það er gott fyrir mig að taka þátt í þessu móti því það er markmið mitt að taka þátt í Opna bandaríska móti öldunga í sumar. Til að vinna að því markmiði þá þarf ég að taka þátt í mótum til að ná mínu besta fram. Ég býst ekki við miklu en hlakka til þessara áskorunnar,“ skrifaði Sörenstam. Golf Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Annika Sörenstam er fimmtug og hefur ekkert keppt á LPGA mótaröðinni síðan 2008. Hún er ein sigursælasti kvenkylfingur sögunnar, vann á sínum tíma tíu risamót og alls 72 LPGA mót á ferlinum sem er það þriðja mesta í sögunni. Hún er orðin meðlimur í heiðurshöll LPGA mótaraðarinnar. Sörenstam var yfirburðarkona þegar hún var upp á sitt besta og var sem dæmdi átta sinnum kosin kylfingur ársins. Hún er eina konan sem hefur náð 59 högga hring í keppni og á auk þess fjölda meta frá frábærum ferli. She's baaack! 72x Tour winner Annika Sörenstam is committed to play in the upcoming @GainbridgeLPGA. pic.twitter.com/1nfI9VdIc9— LPGA (@LPGA) February 9, 2021 Sörenstam ætlar að keppa á Gainbridge mótinu sem fer fram 25. til 28. febrúar. Það verður hennar fyrsta LPGA-mót í þrettán ár. Mótið fer fram hjá Lake Nona Golf & Country klúbbnum í Orlando en það er einmitt golfklúbbur Anniku Sörenstam og fjölskyldu. „Þetta verður fyrsta LPGA mót mitt síðan ég hætti að keppa árið 2008 til að stofna fjölskyldu,“ skrifaði Annika Sörenstam í fréttabréfi sínu. Hún giftist Mike McGee árið 2009, eignaðist dótturina Avu Madelyn McGee í september 2009 og soninn William Nicholas McGee í mars 2011. Ten-time major winner Annika Sorenstam is back in the field at an LPGA Tour event after retiring 13 years ago: https://t.co/yX60Ug5HR9 pic.twitter.com/uwTLQ30Cuo— Golf Digest (@GolfDigest) February 9, 2021 „Margt hefur breyst til hins betra á þessum tíma og þá sérstaklega má nefna fæðingu barna minna. Ava og Will eru mjög spennt fyrir því að sjá mömmu sína keppa. Ég verð samt að viðurkenna ef að þetta mót hefði ekki verið haldið á heimavelli mínum þá hefði mér líklega aldrei dottið í hug að keppa,“ skrifaði Sörenstam. „Það er gott fyrir mig að taka þátt í þessu móti því það er markmið mitt að taka þátt í Opna bandaríska móti öldunga í sumar. Til að vinna að því markmiði þá þarf ég að taka þátt í mótum til að ná mínu besta fram. Ég býst ekki við miklu en hlakka til þessara áskorunnar,“ skrifaði Sörenstam.
Golf Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti