„Mál Britney Cots er á borði HSÍ” Andri Már Eggertsson skrifar 13. febrúar 2021 15:54 Brittney í leiknum gegn Haukum í dag. Þar náði hún sér alls ekki á strik og skoraði einungs þrjú mörk úr tólf skotum. vísir/hulda margrét Haukar gengu frá FH í nágrannaslag í Hafnafirði í dag. Haukar tóku frumkvæði strax í upphafi leiks og litu aldrei um öxl eftir það. Lokatölur 33-19. Guðmundur Pedersen, þjálfari FH, var svekktur í leikslok. „Þetta var slakur leikur hjá okkur í dag. Ég á erfitt með að leggja fingurinn á það hvers vegna við mætum ekki strax til leiks, við fengum fín færi sem okkur tókst ekki að nýta nógu vel,” sagði Guðmundur svekktur. Vörn Hauka var mjög góð í dag sem gerði FH mjög erfitt fyrir og áttu þær í erfiðleikum með að skora á löngum köflum. Guðmundur sagði að uppleggið fyrir leik var að reyna hreyfa vörn Hauka sem þeim tókst síðan aldrei að gera og var niðurstaða leiksins eftir því. „Í hálfleik ræddum við um að snúa lélegum fyrri hálfleik við, ég reyndi að stappa stálinu í stelpurnar en það virtist ekki hafa gengið heldur sem er hægt að skrifa á mig sem þjálfara liðsins.” Mikið hefur verið rætt og ritað um Britney Cots leikmann FH þar sem hún fór í fjölmiðla og lét Sigurð Bragason þjálfara ÍBV heyra það eftir að hafa stjakað við henni í leik milli FH og ÍBV fyrir tæpum tveimur vikum. „Ég vissi af vanlíðan hennar eftir leikinn á móti ÍBV. Þetta mál var komið á borð hjá HSÍ áður en þetta fór í fjölmiðla og vona ég að það komi á endanum farsæl niðurstaða í málið.” „Við verðum að bera virðingu fyrir viðbrögðum einstaklinga en þó set ég ekki þann stimpil að Siggi Braga hafi ætlað sér að vera með árás á Britney. Að mínu mati á þjálfari ekki að snerta leikmann andstæðings inn á vellinum.” Guðmundur er búinn að ræða við Sigurð Bragason eftir atvikið og hefur fengið hans hlið á málinu umdeilda og talar Guðmundur um að það hafi aldrei verið ætlunin hjá Sigga að særa Britney. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Haukar 19-33 | Burst í Krikanum Hafnarfjarðar slagurinn varð aldrei spennandi. Haukar gengu frá leiknum með góðum leik á báðum endum vallarins og endaði leikurinn með 19-33 sigri Hauka. 13. febrúar 2021 15:50 Í áfalli eftir að þjálfari ÍBV stjakaði við henni Britney Cots, leikmaður handboltaliðs FH, var afar ósátt við Sigurð Bragason, þjálfara ÍBV, eftir að hann stjakaði við henni í leik liðanna í Olís-deildinni 30. janúar. 12. febrúar 2021 11:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
„Þetta var slakur leikur hjá okkur í dag. Ég á erfitt með að leggja fingurinn á það hvers vegna við mætum ekki strax til leiks, við fengum fín færi sem okkur tókst ekki að nýta nógu vel,” sagði Guðmundur svekktur. Vörn Hauka var mjög góð í dag sem gerði FH mjög erfitt fyrir og áttu þær í erfiðleikum með að skora á löngum köflum. Guðmundur sagði að uppleggið fyrir leik var að reyna hreyfa vörn Hauka sem þeim tókst síðan aldrei að gera og var niðurstaða leiksins eftir því. „Í hálfleik ræddum við um að snúa lélegum fyrri hálfleik við, ég reyndi að stappa stálinu í stelpurnar en það virtist ekki hafa gengið heldur sem er hægt að skrifa á mig sem þjálfara liðsins.” Mikið hefur verið rætt og ritað um Britney Cots leikmann FH þar sem hún fór í fjölmiðla og lét Sigurð Bragason þjálfara ÍBV heyra það eftir að hafa stjakað við henni í leik milli FH og ÍBV fyrir tæpum tveimur vikum. „Ég vissi af vanlíðan hennar eftir leikinn á móti ÍBV. Þetta mál var komið á borð hjá HSÍ áður en þetta fór í fjölmiðla og vona ég að það komi á endanum farsæl niðurstaða í málið.” „Við verðum að bera virðingu fyrir viðbrögðum einstaklinga en þó set ég ekki þann stimpil að Siggi Braga hafi ætlað sér að vera með árás á Britney. Að mínu mati á þjálfari ekki að snerta leikmann andstæðings inn á vellinum.” Guðmundur er búinn að ræða við Sigurð Bragason eftir atvikið og hefur fengið hans hlið á málinu umdeilda og talar Guðmundur um að það hafi aldrei verið ætlunin hjá Sigga að særa Britney. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Haukar 19-33 | Burst í Krikanum Hafnarfjarðar slagurinn varð aldrei spennandi. Haukar gengu frá leiknum með góðum leik á báðum endum vallarins og endaði leikurinn með 19-33 sigri Hauka. 13. febrúar 2021 15:50 Í áfalli eftir að þjálfari ÍBV stjakaði við henni Britney Cots, leikmaður handboltaliðs FH, var afar ósátt við Sigurð Bragason, þjálfara ÍBV, eftir að hann stjakaði við henni í leik liðanna í Olís-deildinni 30. janúar. 12. febrúar 2021 11:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Leik lokið: FH - Haukar 19-33 | Burst í Krikanum Hafnarfjarðar slagurinn varð aldrei spennandi. Haukar gengu frá leiknum með góðum leik á báðum endum vallarins og endaði leikurinn með 19-33 sigri Hauka. 13. febrúar 2021 15:50
Í áfalli eftir að þjálfari ÍBV stjakaði við henni Britney Cots, leikmaður handboltaliðs FH, var afar ósátt við Sigurð Bragason, þjálfara ÍBV, eftir að hann stjakaði við henni í leik liðanna í Olís-deildinni 30. janúar. 12. febrúar 2021 11:30