Leikmenn ÍBV gagnrýna fréttaflutning: Hissa á lágkúrulegri umfjöllun Arnar Geir Halldórsson skrifar 13. febrúar 2021 21:00 Sunna Jónsdóttir í leik með ÍBV. vísir/bára Leikmenn Olís-deildar liðs ÍBV furða sig á umfjöllun fjölmiðla um ásakanir Britney Cots, leikmanns FH, í garð þjálfara Eyjakvenna. Í viðtali sem birt var á vef Morgunblaðsins seint á fimmtudagskvöld fór Britney Cots um víðan völl þar sem hún sagði frá því að hún fái almennt ósanngjarna meðferð frá dómurum Olís-deildarinnar. Í viðtalinu sagði hún einnig frá því að þjálfari ÍBV, Sigurður Bragason, hefði ýtt sér harkalega í leik liðanna fyrir rúmum þremur vikum síðan. Myndband af þessari meintu hrindingu má sjá hér. Í dag sendu leikmenn ÍBV frá sér tilkynningu sem lesa má í heild hér fyrir neðan. „Okkur langar aðeins að velta upp nokkrum punktum eftir frétt sem kom í fjölmiðlum í gær og hefur farið eins og eldur um sinu um miðlana. Við í meistaraflokki kvenna hjá ÍBV undir stjórn Sigurðs Bragasonar erum hissa á umfjölluninni og teljum þetta einungis vera til að skaða mannorð hans og þá okkar í leiðinni. Við stöndum 100% með honum og okkur finnst fréttamennskan til skammar, lágkúruleg og virðist vera að þarna sé einungis verið að reyna sækja klikk á fréttina. Við skiljum ekki af hverju hann fékk ekki að segja sína hlið áður en þetta fór í fjölmiðla og þess þá heldur að leikmaðurinn eða klúbburinn hennar hafi ekki bara haft samband beint við Sigga áður en farið var með þetta í loftið, ef þetta fór svona fyrir brjóstið á henni. Einnig viljum við nefna að leikurinn var leikinn fyrir 3 vikum síðan og Siggi eða við vissum ekki af þessum eftirmálum. Siggi á fjölskyldu og að vita til þess að dætur hans lesi svona fréttir um hann sem eiga ekki rétt á sér skaðar til dæmis bæði hann og þær. Siggi er mikill keppnismaður, með mikla réttlætiskennd, ástríðufullur, skemmtilegur, brennir fyrir handbolta og stendur við bakið á sínu fólki. Við erum heppnar að hann sé búinn að færa sig yfir í kvennaboltann og er all in þar eins og honum er einum lagið. Ef talað er um einhversskonar kynþáttafordóma í umtöluðum fréttum þá má nefna að við í ÍBV erum með leikmenn frá 4 löndum þar sem allir eru með hlutverk, fá að njóta sín og líður vel. Stemmningin í hópnum er góð, Siggi á stóran þátt í því og hann stendur við bakið á okkur öllum. Einnig viljum við koma á framfæri að við sem spiluðum leikinn fannst eins og Siggi hefði gefið leikmanninum vinalegt klapp og sagt don’t worry á meðan ein af okkur lá eftir samstuð, en það eru okkar svör við þessu atviki. Leikmaðurinn hefði einnig getað beðið leikmanninn okkar afsökunar eftir leik ef það var það sem hún ætlaði að gera en það gerði hún ekki. Svona fréttir skapa leiðinlegt umtal og skaða mannorð. Réttast væri einnig að heyra allar hliðar málsins áður en svona fréttir eru settar út með einhverjum dúndurfyrirsögnum. Leyfið okkur frekar að spila leikinn sem við öll elskum og reynum að gera okkar besta í og vinsamlegast fjallið faglega um það. Með fyrirfram þökk. Áfram handbolti og ÍBV. Fyrir hönd meistaraflokks kvenna, Sunna Jónsdóttir.“ Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Sjá meira
Í viðtali sem birt var á vef Morgunblaðsins seint á fimmtudagskvöld fór Britney Cots um víðan völl þar sem hún sagði frá því að hún fái almennt ósanngjarna meðferð frá dómurum Olís-deildarinnar. Í viðtalinu sagði hún einnig frá því að þjálfari ÍBV, Sigurður Bragason, hefði ýtt sér harkalega í leik liðanna fyrir rúmum þremur vikum síðan. Myndband af þessari meintu hrindingu má sjá hér. Í dag sendu leikmenn ÍBV frá sér tilkynningu sem lesa má í heild hér fyrir neðan. „Okkur langar aðeins að velta upp nokkrum punktum eftir frétt sem kom í fjölmiðlum í gær og hefur farið eins og eldur um sinu um miðlana. Við í meistaraflokki kvenna hjá ÍBV undir stjórn Sigurðs Bragasonar erum hissa á umfjölluninni og teljum þetta einungis vera til að skaða mannorð hans og þá okkar í leiðinni. Við stöndum 100% með honum og okkur finnst fréttamennskan til skammar, lágkúruleg og virðist vera að þarna sé einungis verið að reyna sækja klikk á fréttina. Við skiljum ekki af hverju hann fékk ekki að segja sína hlið áður en þetta fór í fjölmiðla og þess þá heldur að leikmaðurinn eða klúbburinn hennar hafi ekki bara haft samband beint við Sigga áður en farið var með þetta í loftið, ef þetta fór svona fyrir brjóstið á henni. Einnig viljum við nefna að leikurinn var leikinn fyrir 3 vikum síðan og Siggi eða við vissum ekki af þessum eftirmálum. Siggi á fjölskyldu og að vita til þess að dætur hans lesi svona fréttir um hann sem eiga ekki rétt á sér skaðar til dæmis bæði hann og þær. Siggi er mikill keppnismaður, með mikla réttlætiskennd, ástríðufullur, skemmtilegur, brennir fyrir handbolta og stendur við bakið á sínu fólki. Við erum heppnar að hann sé búinn að færa sig yfir í kvennaboltann og er all in þar eins og honum er einum lagið. Ef talað er um einhversskonar kynþáttafordóma í umtöluðum fréttum þá má nefna að við í ÍBV erum með leikmenn frá 4 löndum þar sem allir eru með hlutverk, fá að njóta sín og líður vel. Stemmningin í hópnum er góð, Siggi á stóran þátt í því og hann stendur við bakið á okkur öllum. Einnig viljum við koma á framfæri að við sem spiluðum leikinn fannst eins og Siggi hefði gefið leikmanninum vinalegt klapp og sagt don’t worry á meðan ein af okkur lá eftir samstuð, en það eru okkar svör við þessu atviki. Leikmaðurinn hefði einnig getað beðið leikmanninn okkar afsökunar eftir leik ef það var það sem hún ætlaði að gera en það gerði hún ekki. Svona fréttir skapa leiðinlegt umtal og skaða mannorð. Réttast væri einnig að heyra allar hliðar málsins áður en svona fréttir eru settar út með einhverjum dúndurfyrirsögnum. Leyfið okkur frekar að spila leikinn sem við öll elskum og reynum að gera okkar besta í og vinsamlegast fjallið faglega um það. Með fyrirfram þökk. Áfram handbolti og ÍBV. Fyrir hönd meistaraflokks kvenna, Sunna Jónsdóttir.“
Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Sjá meira