Síðan í sumar hafa ensk félög farið á hnéð fyrir leiki í baráttunni gegn kynþáttafordómum en nú verður það ekki oftar uppi á teningnum hjá Brentford.
„Við tökum þessa ákvörðun eftir langa íhugun sem leikmannahópur. Við höfum gert þetta síðan í júní en eins og margir aðrir leikmenn í öðrum félögum höldum við að þetta skili ekki tilætluðum árangri,“ sagði í tilkynningunni.
„Við höldum að við getum beitt tíma okkar og kröftum meira á öðruvísi hátt í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Við erum stoltir af því að Brentford verði fremstir í baráttunni gegn jafnrétti undir herferðinni #BeeTogether.“
Brentford er eins og áður segir í öðru sæti ensku B-deildarinnar. Þeir fóru í umspilið á síðustu leiktíð en náðu ekki að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu. Nú er hins vegar staðan góð hjá Thomas Frank og lærisveinum hans.
A statement from the #BrentfordFC dressing room
— Brentford FC (@BrentfordFC) February 13, 2021
Full statement 👉 https://t.co/yyF37QU4ee pic.twitter.com/HQqPUDwVT8