Skuggi Firmino virðist hafa „platað“ VAR til að dæma mark Leicester gilt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2021 09:31 Eins og sést á þessari mynd þá snýr skór Roberto Firmino ekki í átt að markinu eins og Varsjáin teiknaði heldur í átt að James Maddison sem tók aukaspyrnuna. Samsett/Getty/Carl Recine Það gengur flest Englandsmeisturum Liverpol í óhag þessa dagana og markið sem breytti öllu í leik liðsins um helgina var mjög vafasamt. Liverpool menn voru mjög ósáttir með Varsjána í jöfnunarmarki Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og við nánari skoðun lítur út fyrir að þeir hafi haft mikið til síns máls. Liverpool var í góðum málum á móti Leicester, 1-0 yfir í leiknum og búið að vera með yfirburði nær allan leikinn. Jöfnunarmarkið breytti hins vegar öllu, Liverpool menn virtust hálfvankaðir í framhaldinu, Leicester skoraði tvö mörk til viðbótar og vann 3-1 sigur. Í stað þess að rífa sig aftur í gang þá þurftu Liverpool menn að sætta sig við þriðja tapið í röð og krísan herjar enn frekar á menn á Anfield. Jürgen Klopp var mjög óhress með jöfnunarmarkið. Þar dæmdi aðstoðardómarinn rangstöðu og þar með markið af. Varsjáin breytti aftur á móti þeim dómi. "The blue line that defines Firmino offside appears to be drawn on his foot's shadow" No wonder Jurgen Klopp said: "VAR should be completely objective, but it s not." Posted by GiveMeSport on Laugardagur, 13. febrúar 2021 Flestir sem sáu endursýninguna af markinu gátu ekki séð betur en að Daniel Amartey hafi réttilega verið dæmdur rangstæður þar sem Amartey var fyrir utan fót Roberto Firmino. Þá birtust hins vegar línurnar frægu hjá Varsjánni og umræddur fótur Roberto Firmino var „teiknaður“ til að gera Amartey réttstæðan. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði eftir leikinn að lið sitt hafa fengið á sig skrýtið mark og þó að Varsjáin eigi að vera hlutlaus þá sé hún það ekki alltaf. Klopp hélt því líka fram að Varsjáin hafi dæmt rangstöðuna áður en James Maddison hafði í raun snert boltann. Við nánari skoðun lítur einnig út fyrir það að Varsjáin hafi notast við skuggann af skó Firmino en ekki sjálfan skóinn til að gera Daniel Amartey réttstæðan. Eins sorglega og það hljómar þá viðist það hafa verið skuggi af skó Firmino sem „plataði“ þarna VAR til að dæma mark Leicester gilt. Enski boltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Sjá meira
Liverpool menn voru mjög ósáttir með Varsjána í jöfnunarmarki Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og við nánari skoðun lítur út fyrir að þeir hafi haft mikið til síns máls. Liverpool var í góðum málum á móti Leicester, 1-0 yfir í leiknum og búið að vera með yfirburði nær allan leikinn. Jöfnunarmarkið breytti hins vegar öllu, Liverpool menn virtust hálfvankaðir í framhaldinu, Leicester skoraði tvö mörk til viðbótar og vann 3-1 sigur. Í stað þess að rífa sig aftur í gang þá þurftu Liverpool menn að sætta sig við þriðja tapið í röð og krísan herjar enn frekar á menn á Anfield. Jürgen Klopp var mjög óhress með jöfnunarmarkið. Þar dæmdi aðstoðardómarinn rangstöðu og þar með markið af. Varsjáin breytti aftur á móti þeim dómi. "The blue line that defines Firmino offside appears to be drawn on his foot's shadow" No wonder Jurgen Klopp said: "VAR should be completely objective, but it s not." Posted by GiveMeSport on Laugardagur, 13. febrúar 2021 Flestir sem sáu endursýninguna af markinu gátu ekki séð betur en að Daniel Amartey hafi réttilega verið dæmdur rangstæður þar sem Amartey var fyrir utan fót Roberto Firmino. Þá birtust hins vegar línurnar frægu hjá Varsjánni og umræddur fótur Roberto Firmino var „teiknaður“ til að gera Amartey réttstæðan. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði eftir leikinn að lið sitt hafa fengið á sig skrýtið mark og þó að Varsjáin eigi að vera hlutlaus þá sé hún það ekki alltaf. Klopp hélt því líka fram að Varsjáin hafi dæmt rangstöðuna áður en James Maddison hafði í raun snert boltann. Við nánari skoðun lítur einnig út fyrir það að Varsjáin hafi notast við skuggann af skó Firmino en ekki sjálfan skóinn til að gera Daniel Amartey réttstæðan. Eins sorglega og það hljómar þá viðist það hafa verið skuggi af skó Firmino sem „plataði“ þarna VAR til að dæma mark Leicester gilt.
Enski boltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Sjá meira