Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2021 21:55 Særún Eydís Ásgeirsdóttir er flokksstjóri hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Egill Aðalsteinsson Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. Eyjamenn kættust mjög í fyrradag þegar Kap VE-4 landaði fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár. Þar með hófst loðnuvertíðin í Eyjum, eins og lýst var í þessari frétt: „Spennandi. Ég var alveg búin að ákveða að það yrði loðna,“ segir Eydís Ásgeirsdóttir, flokksstjóri hjá Vinnslustöðinni, í fréttum Stöðvar 2. „Þetta gefur bara líf í landið. Jákvætt. Gott að fá loðnu og gott að finna loðnulyktina aftur,“ segir hún. Fulltrúar japanskra kaupenda meta ástand loðnunnar með starfsmönnum Vinnslustöðvarinnar. Mesta spennan er um hrognin eða kavíarinn. Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni, ræðir við fréttamann. Fjær eru fulltrúar japanskra kaupenda ásamt starfsmanni Vinnslustöðvarinnar að kanna ástand loðnunnar.Egill Aðalsteinsson „Þeir eru að kaupa þetta þegar þetta er komið í svona sextán prósent hrognahlutfall af hrygnunni. Þá fara þeir að byrja að kaupa. Nú er þetta svona sautján,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs. „Fyrir hrygnumarkaðinn þá erum við bara á „prime time“. Nú er bara allt í botni,“ segir Sindri. Á skrifstofunni stýrir Lilja Björg Arngrímsdóttir starfsmannahaldinu. Lilja Björg Arngrímsdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og lögfræðimála hjá Vinnslustöðinni.Egill Aðalsteinsson „Það eru mikil uppgrip fyrir fólk að koma á svona loðnuvertíð. Og fyrir marga sem starfa hjá okkur nú þegar sem fá að fara á þessar vaktir, þá er þetta mikil búbót fyrir fólk. En það komast ekki allir á vaktir, því miður.“ -Er slegist um þetta? „Já, það er eftirsótt að komast á vaktir. Mjög svo,“ svarar Lilja Björg. Kap VE 4, skip Vinnslustöðvarinnar, varð í fyrradag fyrst íslenskra fiskiskipa til að landa loðnu hérlendis í þrjú ár.Egill Aðalsteinsson „Fólk fær meiri vinnu, meira útborgað. Við getum borgað bara betri skatta og gert ýmislegt jákvætt,“ segir Eydís. -Meiri laun? „Meiri laun auðvitað og mikil vinna. Mikil hlaup,“ segir flokksstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Eyjamenn kættust mjög í fyrradag þegar Kap VE-4 landaði fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár. Þar með hófst loðnuvertíðin í Eyjum, eins og lýst var í þessari frétt: „Spennandi. Ég var alveg búin að ákveða að það yrði loðna,“ segir Eydís Ásgeirsdóttir, flokksstjóri hjá Vinnslustöðinni, í fréttum Stöðvar 2. „Þetta gefur bara líf í landið. Jákvætt. Gott að fá loðnu og gott að finna loðnulyktina aftur,“ segir hún. Fulltrúar japanskra kaupenda meta ástand loðnunnar með starfsmönnum Vinnslustöðvarinnar. Mesta spennan er um hrognin eða kavíarinn. Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni, ræðir við fréttamann. Fjær eru fulltrúar japanskra kaupenda ásamt starfsmanni Vinnslustöðvarinnar að kanna ástand loðnunnar.Egill Aðalsteinsson „Þeir eru að kaupa þetta þegar þetta er komið í svona sextán prósent hrognahlutfall af hrygnunni. Þá fara þeir að byrja að kaupa. Nú er þetta svona sautján,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs. „Fyrir hrygnumarkaðinn þá erum við bara á „prime time“. Nú er bara allt í botni,“ segir Sindri. Á skrifstofunni stýrir Lilja Björg Arngrímsdóttir starfsmannahaldinu. Lilja Björg Arngrímsdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og lögfræðimála hjá Vinnslustöðinni.Egill Aðalsteinsson „Það eru mikil uppgrip fyrir fólk að koma á svona loðnuvertíð. Og fyrir marga sem starfa hjá okkur nú þegar sem fá að fara á þessar vaktir, þá er þetta mikil búbót fyrir fólk. En það komast ekki allir á vaktir, því miður.“ -Er slegist um þetta? „Já, það er eftirsótt að komast á vaktir. Mjög svo,“ svarar Lilja Björg. Kap VE 4, skip Vinnslustöðvarinnar, varð í fyrradag fyrst íslenskra fiskiskipa til að landa loðnu hérlendis í þrjú ár.Egill Aðalsteinsson „Fólk fær meiri vinnu, meira útborgað. Við getum borgað bara betri skatta og gert ýmislegt jákvætt,“ segir Eydís. -Meiri laun? „Meiri laun auðvitað og mikil vinna. Mikil hlaup,“ segir flokksstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39
Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56