Wolves vann annan leikinn í röð er liðið vann 1-0 sigur á Leeds í kvöld. Leikurinn var afar jafnur og einungis eitt mark skildi liðin að.
Bæði lið fengu sín færi í fyrri hálfleiknum en Úlfarnir ívið betri færi. Nelson Semedo fékk meðal annars tvö góð færi en markalaust í hálfleik.
Adama Traore var maðurinn á bak við sigurmarkið. Hann tók á rás, þrumaði boltanum að marki Leeds en það vildi ekki betur til fyrir Leeds að boltinn fór í slá, bakið á markverðinum Illan Meslier og inn.
Nýliðarnir reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna metin en allt kom fyrir ekki og afar sterkur 1-0 sigur Úlfanna í fyrsta leik helgarinnar.
Wolves er með 33 stig í ellefta sætinu og fór upp fyrir Leeds með sigrinum. Leeds er sæti neðar með stigi minna.
Wolves make it back-to-back wins 🙌#WOLLEE pic.twitter.com/NrLfCUKzQc
— Premier League (@premierleague) February 19, 2021