Kim Kardashian hefur sótt um skilnað Sylvía Hall skrifar 19. febrúar 2021 20:28 Kanye West og Kim Kardashian. Getty/Mark Sagliocco Kim Kardashian West er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, rapparanum Kanye West. Hún fari fram á sameiginlegt forræði yfir fjórum börnum þeirra þar sem þau vilji skilja í sátt. Þetta herma heimildir slúðurmiðilsins TMZ, en í byrjun árs var greint frá því að skilnaður hjónanna væri yfirvofandi. Hjónin hafa verið gift í sjö ár og eiga saman fjögur börn; North, Saint, Psalm og Chicago. Þau eru sögð vera staðráðin í því að ala börnin upp saman og hvorugt geri athugasemdir við það að deila forræðinu. Hjónabandið hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarna mánuði, þá sérstaklega eftir að West bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna á síðasta ári. Greint var frá því að rapparinn glímdi við geðhvarfasýki og segja heimildarmenn TMZ að Kardashian hafi ekki viljað skilja við hann á svo viðkvæmum tíma. Stjórnmálaskoðanir og lífsviðhorf settu strik í reikninginn Kardashian og West hafa undanfarið eytt tíma í sundur, en rapparinn hefur dvalið í Wyoming á búgarði þeirra hjóna á meðan Kardashian var mestmegnis með börnin á heimili þeirra í Kaliforníu. Á meðal þess sem gerði út um hjónabandið voru ólíkar stjórnmálaskoðanir þeirra og mismunandi viðhorf til lífsins að sögn heimildarmanna. Kanye hafði áður lýst yfir stuðningi við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, en bauð sig líkt og áður sagði fram gegn honum sem sjálfstæður frambjóðandi. Kardashian vann sjálf með Trump að umbótum í fangelsismálum, en hefur þó aldrei lýst yfir beinum stuðningi við forsetann. Umtalaðasta par síðari ára Það er ekki ofsögum sagt að hjónin séu eitt frægasta par heimsins. Þau voru bæði tíðir gestir á síðum slúðurblaða vestanhafs áður en þau fóru að stinga saman nefjum en gerði svo samband sitt opinbert árið 2012. Árið 2013 kom frumburður þeirra North West í heiminn. Ári síðar giftu þau sig á Ítalíu við glæsilega athöfn. Þá heimsóttu þau Ísland í apríl árið 2016 og skoðuðu þekkta áfangastaði, til að mynda Gullfos og Geysi. Þá fóru þau upp í turn Hallgrímskirkju og skoðuðu Seljalandsfoss áður en þau snæddu kvöldverð á Grillmarkaðnum. Hollywood Tímamót Bandaríkin Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira
Þetta herma heimildir slúðurmiðilsins TMZ, en í byrjun árs var greint frá því að skilnaður hjónanna væri yfirvofandi. Hjónin hafa verið gift í sjö ár og eiga saman fjögur börn; North, Saint, Psalm og Chicago. Þau eru sögð vera staðráðin í því að ala börnin upp saman og hvorugt geri athugasemdir við það að deila forræðinu. Hjónabandið hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarna mánuði, þá sérstaklega eftir að West bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna á síðasta ári. Greint var frá því að rapparinn glímdi við geðhvarfasýki og segja heimildarmenn TMZ að Kardashian hafi ekki viljað skilja við hann á svo viðkvæmum tíma. Stjórnmálaskoðanir og lífsviðhorf settu strik í reikninginn Kardashian og West hafa undanfarið eytt tíma í sundur, en rapparinn hefur dvalið í Wyoming á búgarði þeirra hjóna á meðan Kardashian var mestmegnis með börnin á heimili þeirra í Kaliforníu. Á meðal þess sem gerði út um hjónabandið voru ólíkar stjórnmálaskoðanir þeirra og mismunandi viðhorf til lífsins að sögn heimildarmanna. Kanye hafði áður lýst yfir stuðningi við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, en bauð sig líkt og áður sagði fram gegn honum sem sjálfstæður frambjóðandi. Kardashian vann sjálf með Trump að umbótum í fangelsismálum, en hefur þó aldrei lýst yfir beinum stuðningi við forsetann. Umtalaðasta par síðari ára Það er ekki ofsögum sagt að hjónin séu eitt frægasta par heimsins. Þau voru bæði tíðir gestir á síðum slúðurblaða vestanhafs áður en þau fóru að stinga saman nefjum en gerði svo samband sitt opinbert árið 2012. Árið 2013 kom frumburður þeirra North West í heiminn. Ári síðar giftu þau sig á Ítalíu við glæsilega athöfn. Þá heimsóttu þau Ísland í apríl árið 2016 og skoðuðu þekkta áfangastaði, til að mynda Gullfos og Geysi. Þá fóru þau upp í turn Hallgrímskirkju og skoðuðu Seljalandsfoss áður en þau snæddu kvöldverð á Grillmarkaðnum.
Hollywood Tímamót Bandaríkin Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Sjá meira