Leicester gerði út um leikinn í fyrri hálfleik. James Maddison skoraði á 19. mínútu eftir sendingu Harvey Barnes.
Barnes skoraði svo sjálfur annað markið fjórum mínútum síðar og gestirnir leiddu 2-0 í hálfleik.
Heimamenn söknuðu Jack Grealish en Bertrand Traore minnkaði muninn á 48. mínútu.
Nær komust Villa menn ekki og lokatölur 1-2. Leicester er í öðru sætinu með 49 stig en Villa er í áttunda sæti með 36 stig.
FT: Aston Villa 1-2 Leicester
— BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2021
Early goals from James Maddison and Harvey Barnes are enough to give Leicester victory.
The Foxes move up to second.#AVLLEI #bbcfootball