Stefán Darri breyttist úr skúrk í hetju undir lokin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2021 16:00 Stefán Darri Þórsson tryggði Fram stig gegn Stjörnunni. vísir/hulda margrét Mikil spenna var á lokakafla leiks Fram og Stjörnunnar í Olís-deild karla í gær þar sem Frammarinn Stefán Darri Þórsson kom mikið við sögu. Starri Friðriksson jafnaði í 28-28 fyrir Stjörnuna með sínu áttunda marki. Fram fór í sókn sem endaði með skoti Stefáns Darra framhjá þegar hálf mínúta var eftir. Leiktöf var vissulega yfirvofandi en skot Stefáns Darra var víðsfjarri markinu. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, tók umsvifalaust leikhlé og stillti upp í lokasókn liðsins. Hún gekk vel upp og Tandri Már Konráðsson skoraði og kom Garðbæingum yfir í fyrsta sinn í leiknum, 28-29. Fram tók miðjuna í flýti, Stefán Darri fékk boltann, fór framhjá Tandra og skoraði með góðu skoti framhjá Adam Thorstensen í marki Stjörnunnar í þann mund sem leiktíminn rann út. Lokatölur 29-29 og Stefán Darri eflaust manna fegnastur með þá niðurstöðu. Lokakafla leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokakaflinn hjá Fram og Stjörnunni Þrátt fyrir að Fram hefði jafnað á elleftu stundu hefði þjálfari liðsins, Sebastian Alexandersson, viljað fá stigin tvö enda leiddu hans menn nánast allan tímann. „Við vorum í bílstjórasætinu og mér fannst við spila mjög vel stærsta hluta leiksins. Jújú við jöfnuðum en mér fannst við eiga að vinna þennan leik,“ sagði Sebastian eftir leikinn. Patrekur sagði að Stjörnumenn hefðu ekki átt skilið meira en eitt stig út úr leiknum. „Ég hefði nú viljað tvö stig, út af því að við erum með boltann og gerðum allt rétt. Ég vildi fá skot þegar 5 sekúndur voru eftir. Síðan í restina þá er það líka þannig að ef þú brýtur geturðu fengið víti og rautt svo þetta var bara vel gert hjá Stefáni að skora í restina. Auðvitað vildi ég tvö stig, en miðað við hvernig leikurinn var þá er þetta bara sanngjarnt. Framararnir voru miklu, miklu betri en við í byrjun en þetta var ennþá leikur í hálfleik. Ég held að bæði lið séu bara pínu svekkt,“ sagði Patrekur. Fram er í 9. sæti Olís-deildarinnar með tíu stig en Stjarnan í því fimmta með tólf stig. Í næstu umferð mætir Fram KA á heimavelli á meðan Stjarnan sækir Íslandsmeistara Selfoss heim. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Fram Stjarnan Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Starri Friðriksson jafnaði í 28-28 fyrir Stjörnuna með sínu áttunda marki. Fram fór í sókn sem endaði með skoti Stefáns Darra framhjá þegar hálf mínúta var eftir. Leiktöf var vissulega yfirvofandi en skot Stefáns Darra var víðsfjarri markinu. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, tók umsvifalaust leikhlé og stillti upp í lokasókn liðsins. Hún gekk vel upp og Tandri Már Konráðsson skoraði og kom Garðbæingum yfir í fyrsta sinn í leiknum, 28-29. Fram tók miðjuna í flýti, Stefán Darri fékk boltann, fór framhjá Tandra og skoraði með góðu skoti framhjá Adam Thorstensen í marki Stjörnunnar í þann mund sem leiktíminn rann út. Lokatölur 29-29 og Stefán Darri eflaust manna fegnastur með þá niðurstöðu. Lokakafla leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokakaflinn hjá Fram og Stjörnunni Þrátt fyrir að Fram hefði jafnað á elleftu stundu hefði þjálfari liðsins, Sebastian Alexandersson, viljað fá stigin tvö enda leiddu hans menn nánast allan tímann. „Við vorum í bílstjórasætinu og mér fannst við spila mjög vel stærsta hluta leiksins. Jújú við jöfnuðum en mér fannst við eiga að vinna þennan leik,“ sagði Sebastian eftir leikinn. Patrekur sagði að Stjörnumenn hefðu ekki átt skilið meira en eitt stig út úr leiknum. „Ég hefði nú viljað tvö stig, út af því að við erum með boltann og gerðum allt rétt. Ég vildi fá skot þegar 5 sekúndur voru eftir. Síðan í restina þá er það líka þannig að ef þú brýtur geturðu fengið víti og rautt svo þetta var bara vel gert hjá Stefáni að skora í restina. Auðvitað vildi ég tvö stig, en miðað við hvernig leikurinn var þá er þetta bara sanngjarnt. Framararnir voru miklu, miklu betri en við í byrjun en þetta var ennþá leikur í hálfleik. Ég held að bæði lið séu bara pínu svekkt,“ sagði Patrekur. Fram er í 9. sæti Olís-deildarinnar með tíu stig en Stjarnan í því fimmta með tólf stig. Í næstu umferð mætir Fram KA á heimavelli á meðan Stjarnan sækir Íslandsmeistara Selfoss heim. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Fram Stjarnan Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira