Stuðningsmenn Liverpool skotspónn á samfélagmiðlum vegna áforma sinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 09:00 Liverpool fólk fagnaði sigri í Meistaradeildinni í júní 2010 en máttu ekki fagna Englandsmeistaratitlinum í fyrra. Getty/Nigel Roddis Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Liverpool fái að heyra það á samfélagsmiðlum fyrir það að þrjóskast við að fá að halda sína sigurhátíð í sumar þó að hún verði ári of seint og mögulega eftir sannkallað martraðartímabil. Liverpool er ennþá Englandsmeistari en það styttist í það að félagið missi krúnuna aftur til Manchester City. Titilvörnin hefur gengið það illa upp á síðkastið að Liverpool er ekki aðeins að missa meistaratitilinn heldur á góðri leik með því að missa Meistaradeildarsæti líka. Liverpool endaði þrjátíu ára bið eftir Englandsmeistaratitlinum síðasta sumar en fegna sóttvarnarreglna þá máttu stuðningsmennirnir ekki halda upp á það með hefðbundni sigurhátíð. Góður hópur fagnaði vissulega í óleyfi fyrir utan Anfield en stuðningsmennirnir fengu ekki að halda upp á þetta saman. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, biðlaði til stuðningsmanna sinna i júní að bíða með fagnaðarlætin og í staðinn myndu allir halda upp á titilinn þegar það væri leyfilegt. 'That will be one of the most embarrassing things the club has ever done'Liverpool fans are wanting to hold a Premier League title parade in June. https://t.co/7kiEsBWaSg— SPORTbible (@sportbible) February 23, 2021 „Það mun renna upp sá dagur þegar allt verður eðlilegt á ný,“ sagði Jürgen Klopp og bætti við: „Þegar einhver hefur búið til bóluefni, þegar einhver hefur fundið lausnina á vandamálinu og þegar smitunum hefur verið útrýmt. Sá dagur mun koma á endanum. Þá höfum við okkar rétt til að fagna því sem viljum fagna,“ sagði Klopp. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir í gær að áhorfendur mættu mæta aftur á völlinn um miðjan maí. Stuðningsmannasíða Liverpool á Twitter sagði frá því að 21. júní næstkomandi er búist við að verði búið að létta á öllum hömlum vegna kórónuveirunnar í Bretlandi. „Það þýðir líka að við getum haldið sigurskrúðgönguna sem Jürgen lofaði okkur,“ sagði í færslunni á stuðningsmannasíðunni. Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Liverpool hafi orðið fyrir athlægi og verið skotspónn á samfélagsmiðlum þegar fréttist af því að þeir vilji enn halda sigurhátíð þrátt fyrir hörmungargengi liðsins á þessari leiktíð. Menn finnst það heldur hjákátlegt að ætla að halda sigurhátíð á sama tíma og liðið sem var að tryggja sér titilinn og eftir tímabil þegar engin ástæða er til að fagna einu eða neinu. Titilvörn Liverpool er búin þótt að það sé aðeins febrúar, liðið er bara í sjötta sætinu og úr leik í báðum bikarkeppnum. Einu möguleikinn á titli er í Meistaradeildinni en miðað við spilamennskuna að undanförnu þá eru sigurlíkurnar ekki miklar þar. Hvort stuðningsmenn Liverpool standi að sér háðsglósurnar og brandarana verður bara að koma í ljós. Það var sárt fyrir þá flesta að geta ekki haldið almennilega upp á fyrsta Englandsmeistaratitilinn í þrjátíu ár. Enski boltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira
Liverpool er ennþá Englandsmeistari en það styttist í það að félagið missi krúnuna aftur til Manchester City. Titilvörnin hefur gengið það illa upp á síðkastið að Liverpool er ekki aðeins að missa meistaratitilinn heldur á góðri leik með því að missa Meistaradeildarsæti líka. Liverpool endaði þrjátíu ára bið eftir Englandsmeistaratitlinum síðasta sumar en fegna sóttvarnarreglna þá máttu stuðningsmennirnir ekki halda upp á það með hefðbundni sigurhátíð. Góður hópur fagnaði vissulega í óleyfi fyrir utan Anfield en stuðningsmennirnir fengu ekki að halda upp á þetta saman. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, biðlaði til stuðningsmanna sinna i júní að bíða með fagnaðarlætin og í staðinn myndu allir halda upp á titilinn þegar það væri leyfilegt. 'That will be one of the most embarrassing things the club has ever done'Liverpool fans are wanting to hold a Premier League title parade in June. https://t.co/7kiEsBWaSg— SPORTbible (@sportbible) February 23, 2021 „Það mun renna upp sá dagur þegar allt verður eðlilegt á ný,“ sagði Jürgen Klopp og bætti við: „Þegar einhver hefur búið til bóluefni, þegar einhver hefur fundið lausnina á vandamálinu og þegar smitunum hefur verið útrýmt. Sá dagur mun koma á endanum. Þá höfum við okkar rétt til að fagna því sem viljum fagna,“ sagði Klopp. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir í gær að áhorfendur mættu mæta aftur á völlinn um miðjan maí. Stuðningsmannasíða Liverpool á Twitter sagði frá því að 21. júní næstkomandi er búist við að verði búið að létta á öllum hömlum vegna kórónuveirunnar í Bretlandi. „Það þýðir líka að við getum haldið sigurskrúðgönguna sem Jürgen lofaði okkur,“ sagði í færslunni á stuðningsmannasíðunni. Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Liverpool hafi orðið fyrir athlægi og verið skotspónn á samfélagsmiðlum þegar fréttist af því að þeir vilji enn halda sigurhátíð þrátt fyrir hörmungargengi liðsins á þessari leiktíð. Menn finnst það heldur hjákátlegt að ætla að halda sigurhátíð á sama tíma og liðið sem var að tryggja sér titilinn og eftir tímabil þegar engin ástæða er til að fagna einu eða neinu. Titilvörn Liverpool er búin þótt að það sé aðeins febrúar, liðið er bara í sjötta sætinu og úr leik í báðum bikarkeppnum. Einu möguleikinn á titli er í Meistaradeildinni en miðað við spilamennskuna að undanförnu þá eru sigurlíkurnar ekki miklar þar. Hvort stuðningsmenn Liverpool standi að sér háðsglósurnar og brandarana verður bara að koma í ljós. Það var sárt fyrir þá flesta að geta ekki haldið almennilega upp á fyrsta Englandsmeistaratitilinn í þrjátíu ár.
Enski boltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira