Tryggvi flytur á Blönduós og snýr aftur í þjálfun Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2021 10:00 Koma Trygga Guðmundssonar er hvalreki fyrir húnvetnskt íþróttalíf, segir í tilkynningu frá Kormáki/Hvöt. Tryggvi Guðmundsson, markahæsti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi, er orðinn þjálfari á nýjan leik en hann verður búsettur á Blönduósi í sumar og mun stýra liði Kormáks/Hvatar í 4. deild karla. Tryggvi viðurkenndi í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf fyrir skömmu að hann hefði áhuga á að snúa aftur í þjálfun og nú er það orðið að veruleika. Eftir einstakan feril sem leikmaður hefur Tryggvi reynt lítillega fyrir sér sem þjálfari. Hann var um tíma aðstoðarþjálfari ÍBV en var rekinn sumarið 2015 í kjölfar þess að hann mætti undir áhrifum áfengis á æfingu. Hann var svo aðalþjálfari Grafarvogsliðsins Vængja Júpiters í 3. deild sumarið 2019 en hefur ekki þjálfað síðan. „Ef að einhver vill prófa að láta mig taka við, þá er bara að hafa samband. En ég veit að það eru rosalega margir sem hafa áhyggjur af því að ég gæti runnið til á svellinu. Menn eru kannski hræddir við að ráða mig, og það er bara sanngjarnt,“ sagði Tryggvi í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti. Ætla sér upp í þriðju deild Þar tók Tryggvi reyndar fram að hann hygðist áfram búa í Reykjavík. Það breyttist þegar forráðamenn Kormáks/Hvatar höfðu samband en í tilkynningu hins sameinaða félags, sem staðsett er á Blönduósi og Hvammstanga, segir að Tryggvi muni búa á Blönduósi. Þar segir einnig að hann hafi þegar tekið til starfa og vonir standi til þess að undir stjórn Tryggva nái Kormákur/Hvöt því markmiði sínu að komast upp í 3. deild eftir að hafa verið nærri því tvö síðustu ár. Tryggvi átti afar farsælan feril sem leikmaður og er sá íslenski leikmaður sem skorað hefur flest mörk í deildakeppni ef horft er til leikja innanlands og erlendis, eða 223 mörk. Hann er jafnframt markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi með 131 mark en önnur mörk skoraði hann í neðri deildum á Íslandi og í norsku og sænsku úrvalsdeildinni. Íslenski boltinn Blönduós Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Tryggvi viðurkenndi í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf fyrir skömmu að hann hefði áhuga á að snúa aftur í þjálfun og nú er það orðið að veruleika. Eftir einstakan feril sem leikmaður hefur Tryggvi reynt lítillega fyrir sér sem þjálfari. Hann var um tíma aðstoðarþjálfari ÍBV en var rekinn sumarið 2015 í kjölfar þess að hann mætti undir áhrifum áfengis á æfingu. Hann var svo aðalþjálfari Grafarvogsliðsins Vængja Júpiters í 3. deild sumarið 2019 en hefur ekki þjálfað síðan. „Ef að einhver vill prófa að láta mig taka við, þá er bara að hafa samband. En ég veit að það eru rosalega margir sem hafa áhyggjur af því að ég gæti runnið til á svellinu. Menn eru kannski hræddir við að ráða mig, og það er bara sanngjarnt,“ sagði Tryggvi í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti. Ætla sér upp í þriðju deild Þar tók Tryggvi reyndar fram að hann hygðist áfram búa í Reykjavík. Það breyttist þegar forráðamenn Kormáks/Hvatar höfðu samband en í tilkynningu hins sameinaða félags, sem staðsett er á Blönduósi og Hvammstanga, segir að Tryggvi muni búa á Blönduósi. Þar segir einnig að hann hafi þegar tekið til starfa og vonir standi til þess að undir stjórn Tryggva nái Kormákur/Hvöt því markmiði sínu að komast upp í 3. deild eftir að hafa verið nærri því tvö síðustu ár. Tryggvi átti afar farsælan feril sem leikmaður og er sá íslenski leikmaður sem skorað hefur flest mörk í deildakeppni ef horft er til leikja innanlands og erlendis, eða 223 mörk. Hann er jafnframt markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi með 131 mark en önnur mörk skoraði hann í neðri deildum á Íslandi og í norsku og sænsku úrvalsdeildinni.
Íslenski boltinn Blönduós Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira