Segir Tiger áfram geta haft mikil áhrif þó að ferlinum ljúki Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2021 16:30 Tiger Woods er talinn heppinn að vera á lífi eftir bílslysið skelfilega á þriðjudag. Getty/Mike Ehrmann Framtíðin verður að leiða í ljós hvort Tiger Woods geti spilað golf á hæsta stigi á nýjan leik eftir bílslysið á þriðjudaginn. Rory McIlroy segir að Woods muni áfram geta haft mikil áhrif á golfíþróttina. Woods, sem unnið hefur fimmtán risamót, er enn á sjúkrahúsi í Kaliforníu en með fullri meðvitund og sýnir viðbrögð eftir slysið. Hann slasaðist illa í hægri fæti og það er „ekkert minna en kraftaverk“ að hann sé á lífi, að sögn Alex Villanueva lögreglustjóra í Los Angeles. Ljóst er að Woods, sem í vetur fór í fimmtu aðgerðina vegna bakmeiðsla, verður að minnsta kosti lengi frá keppni. McIlroy var spurður út í þá staðreynd að ferli Woods gæti verið lokið: „Hann er þrátt fyrir allt mannlegur og hefur þegar gengið í gegnum svo margt. Á þessu stigi held ég að allir ættu bara að gleðjast yfir því að hann sé enn meðal vor – að börnin hans hafi ekki misst pabba sinn. Það er mikilvægast. Golf er svo langt frá því að vera það sem skiptir máli núna,“ sagði McIlroy sem hefur í dag leik á fyrsta heimsmóti ársins, World Golf Championship. Spurður nánar út í muninn á golfmótum með og án Woods svaraði McIlroy: „Það er óhjákvæmilegt að einn daginn verði hann ekki með og það er eitthvað sem að golfíþróttin og PGA-mótaröðin verða að venjast. Auðvitað snýr hann vonandi aftur en ef ekki þá held ég að hann hafi áfram áhrif á íþróttina, hvort sem það er í gegnum golfvallahönnun sína, samtökin sín, með því að halda golfmót eða hvað. Kannski er þeim tíma lokið að við sjáum snillinginn með kylfu í höndunum en hann getur enn haft gríðarleg áhrif á íþróttina með ýmsum hætti,“ sagði McIlroy. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Bandaríkin Golf Bílslys Tigers Woods Tengdar fréttir Tiger Woods var ekki fullur þegar hann klessti bílinn Lögreglustjórinn í Los Angeles sýslu hefur staðfest það að Tiger Woods var ekki drukkinn þegar hann missti stjórn á bíl sínum á þriðjudagsmorguninn. 25. febrúar 2021 09:31 Stjörnurnar senda hlýja strauma til Tiger Woods Tiger Woods var með meðvitund er fólk kom að bíl hans eftir skelfilegt bílslys í gær. Hann var illa slasaður á báðum fótleggjum. 24. febrúar 2021 12:31 Woods með meðvitund og bregst við áreiti eftir aðgerð Golfstjarnan Tiger Woods er með meðvitund og bregst við áreiti eftir aðgerð sem hann undirgekkst í gærkvöld eftir að hafa slasast alvarlega í bílslysi í Los Angeles. 24. febrúar 2021 07:07 Tiger var með meðvitund en alvarlega slasaður á báðum fótum Tiger Woods var með meðvitund er fólk kom að bíl hans eftir skelfilegt bílslys í kvöld. Hann var illa slasaður á báðum fótleggjum segir í frétt Independent um málið. 23. febrúar 2021 23:44 Óska Tiger skjóts og góðs bata Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, lenti í skelfilegu bílslysi fyrr í kvöld. Hann þurfti í kjölfarið að fara í aðgerð vegna meiðsla á fæti eða fótum. Ekki hefur enn komið í ljós hversu alvarleg meiðslin eru en Tiger ku ekki vera í lífshættu. 23. febrúar 2021 23:15 Tiger Woods í aðgerð vegna meiðslanna sem hann hlaut í bílslysinu Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods, hefur staðfest að kylfingurinn sé í aðgerð eftir að hafa lent í bílslysi fyrr í kvöld. 23. febrúar 2021 20:39 Tiger Woods slasaður eftir bílslys | Klippa þurfti hurðina af bílnum til að ná honum út Tiger Woods, einn sigursælasti kylfingur allra tíma, lenti í bilslysi í kvöld. Bíll hans valt og þurfti að nota járnklippur til að klippa hurðina af bíl hans svo hægt væri að koma honum út úr bílnum. 23. febrúar 2021 19:44 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta Sjá meira
Woods, sem unnið hefur fimmtán risamót, er enn á sjúkrahúsi í Kaliforníu en með fullri meðvitund og sýnir viðbrögð eftir slysið. Hann slasaðist illa í hægri fæti og það er „ekkert minna en kraftaverk“ að hann sé á lífi, að sögn Alex Villanueva lögreglustjóra í Los Angeles. Ljóst er að Woods, sem í vetur fór í fimmtu aðgerðina vegna bakmeiðsla, verður að minnsta kosti lengi frá keppni. McIlroy var spurður út í þá staðreynd að ferli Woods gæti verið lokið: „Hann er þrátt fyrir allt mannlegur og hefur þegar gengið í gegnum svo margt. Á þessu stigi held ég að allir ættu bara að gleðjast yfir því að hann sé enn meðal vor – að börnin hans hafi ekki misst pabba sinn. Það er mikilvægast. Golf er svo langt frá því að vera það sem skiptir máli núna,“ sagði McIlroy sem hefur í dag leik á fyrsta heimsmóti ársins, World Golf Championship. Spurður nánar út í muninn á golfmótum með og án Woods svaraði McIlroy: „Það er óhjákvæmilegt að einn daginn verði hann ekki með og það er eitthvað sem að golfíþróttin og PGA-mótaröðin verða að venjast. Auðvitað snýr hann vonandi aftur en ef ekki þá held ég að hann hafi áfram áhrif á íþróttina, hvort sem það er í gegnum golfvallahönnun sína, samtökin sín, með því að halda golfmót eða hvað. Kannski er þeim tíma lokið að við sjáum snillinginn með kylfu í höndunum en hann getur enn haft gríðarleg áhrif á íþróttina með ýmsum hætti,“ sagði McIlroy. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Bandaríkin Golf Bílslys Tigers Woods Tengdar fréttir Tiger Woods var ekki fullur þegar hann klessti bílinn Lögreglustjórinn í Los Angeles sýslu hefur staðfest það að Tiger Woods var ekki drukkinn þegar hann missti stjórn á bíl sínum á þriðjudagsmorguninn. 25. febrúar 2021 09:31 Stjörnurnar senda hlýja strauma til Tiger Woods Tiger Woods var með meðvitund er fólk kom að bíl hans eftir skelfilegt bílslys í gær. Hann var illa slasaður á báðum fótleggjum. 24. febrúar 2021 12:31 Woods með meðvitund og bregst við áreiti eftir aðgerð Golfstjarnan Tiger Woods er með meðvitund og bregst við áreiti eftir aðgerð sem hann undirgekkst í gærkvöld eftir að hafa slasast alvarlega í bílslysi í Los Angeles. 24. febrúar 2021 07:07 Tiger var með meðvitund en alvarlega slasaður á báðum fótum Tiger Woods var með meðvitund er fólk kom að bíl hans eftir skelfilegt bílslys í kvöld. Hann var illa slasaður á báðum fótleggjum segir í frétt Independent um málið. 23. febrúar 2021 23:44 Óska Tiger skjóts og góðs bata Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, lenti í skelfilegu bílslysi fyrr í kvöld. Hann þurfti í kjölfarið að fara í aðgerð vegna meiðsla á fæti eða fótum. Ekki hefur enn komið í ljós hversu alvarleg meiðslin eru en Tiger ku ekki vera í lífshættu. 23. febrúar 2021 23:15 Tiger Woods í aðgerð vegna meiðslanna sem hann hlaut í bílslysinu Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods, hefur staðfest að kylfingurinn sé í aðgerð eftir að hafa lent í bílslysi fyrr í kvöld. 23. febrúar 2021 20:39 Tiger Woods slasaður eftir bílslys | Klippa þurfti hurðina af bílnum til að ná honum út Tiger Woods, einn sigursælasti kylfingur allra tíma, lenti í bilslysi í kvöld. Bíll hans valt og þurfti að nota járnklippur til að klippa hurðina af bíl hans svo hægt væri að koma honum út úr bílnum. 23. febrúar 2021 19:44 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta Sjá meira
Tiger Woods var ekki fullur þegar hann klessti bílinn Lögreglustjórinn í Los Angeles sýslu hefur staðfest það að Tiger Woods var ekki drukkinn þegar hann missti stjórn á bíl sínum á þriðjudagsmorguninn. 25. febrúar 2021 09:31
Stjörnurnar senda hlýja strauma til Tiger Woods Tiger Woods var með meðvitund er fólk kom að bíl hans eftir skelfilegt bílslys í gær. Hann var illa slasaður á báðum fótleggjum. 24. febrúar 2021 12:31
Woods með meðvitund og bregst við áreiti eftir aðgerð Golfstjarnan Tiger Woods er með meðvitund og bregst við áreiti eftir aðgerð sem hann undirgekkst í gærkvöld eftir að hafa slasast alvarlega í bílslysi í Los Angeles. 24. febrúar 2021 07:07
Tiger var með meðvitund en alvarlega slasaður á báðum fótum Tiger Woods var með meðvitund er fólk kom að bíl hans eftir skelfilegt bílslys í kvöld. Hann var illa slasaður á báðum fótleggjum segir í frétt Independent um málið. 23. febrúar 2021 23:44
Óska Tiger skjóts og góðs bata Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, lenti í skelfilegu bílslysi fyrr í kvöld. Hann þurfti í kjölfarið að fara í aðgerð vegna meiðsla á fæti eða fótum. Ekki hefur enn komið í ljós hversu alvarleg meiðslin eru en Tiger ku ekki vera í lífshættu. 23. febrúar 2021 23:15
Tiger Woods í aðgerð vegna meiðslanna sem hann hlaut í bílslysinu Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods, hefur staðfest að kylfingurinn sé í aðgerð eftir að hafa lent í bílslysi fyrr í kvöld. 23. febrúar 2021 20:39
Tiger Woods slasaður eftir bílslys | Klippa þurfti hurðina af bílnum til að ná honum út Tiger Woods, einn sigursælasti kylfingur allra tíma, lenti í bilslysi í kvöld. Bíll hans valt og þurfti að nota járnklippur til að klippa hurðina af bíl hans svo hægt væri að koma honum út úr bílnum. 23. febrúar 2021 19:44