Halldór Jóhann: Gott að hafa stutt á milli leikja þegar maður er búinn að skíta í brækurnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. febrúar 2021 21:10 Halldór Jóhann var ánægður með leik sinna manna í kvöld. Selfoss Halldór Jóhann Sigfússon var virkilega sáttur með sigur sinna manna á ÍBV í kvöld. Selfoss lagði ÍBV í háspennuleik í Hleðsluhöllinni á Selfossi, lokatölur 27-25. Halldór Jóhann Sigfússon var virkilega sáttur með sigur sinna manna á ÍBV í kvöld. Selfoss lagði ÍBV í háspennuleik í Hleðsluhöllinni á Selfossi, lokatölur 27-25. „Það er bara frábært að fá tvö stig og þessa sigurtilfinningu aftur,“ sagði Halldór Jóhann, þjálfari Selfoss eftir sigur kvöldsins. „Ég sagði við strákana í kvöld að við getum spilað bæði góðan leik og lélegan leik en það skiptir öllu máli að sækja tvö stig. Mér fannst þetta ágætlega spilaður leikur og ég held að bæði lið hafi gefið allt í þetta og kannski var bara aðeins meiri heppni með okkur en þeim í lokin.“ Halldór var líka mjög ánægður að fá áhorfendur aftur á pallana. „Þetta er ekki sami leikurinn án áhorfenda og með áhorfendum, þetta er bara frábær tilfinning að heyra köll og stemningu og þú sérð það bara á leikmönnunum að þeim líður betur. Við skulum bara vona að við fáum að halda þessu og jafnvel fjölga.“ Halldór var einnig mjög ánægður með karakter sinna manna, að klára leik eins og þennan eftir þrjá tapleiki í röð. „Auðvitað bara geggjaður karakter og ég veit alveg úr hverju þessir drengir eru gerðir og vissi það alveg að ég fengi svörun. Þetta er auðvitað erfitt þegar það er spilað svona rosalega þétt og þú getur eiginlega ekkert æft því þú ert alltaf að undirbúa fyrir næsta leik og leikmenn eru þreyttir og mikið álag,“ sagði Halldór. „Stundum er líka gott að hafa stutt á milli leikja þegar maður er búinn að skíta í brækurnar því þá vill maður hreinsa og við fengum þrjá daga í það og það var betra en að fá viku.“ Selfoss mætir Stjörnunni á sunnudaginn en þjálfari þeirra, Patrekur Jóhannesson gerði Selfoss að Íslandsmeisturum fyrir tveim árum. „Það er bara gaman fyrir Patta að koma aftur og honum verður örugglega vel tekið hérna í Hleðsluhöllinni, hann gerði frábæra hluti hérna á Selfossi. Stjörnuliðið er frábært lið og þeir hafa verið vaxandi og við þurfum bara að undirbúa okkur vel, það er recovery á morgun og svo undirbúningur á laugardaginn og svo er bara leikur á sunnudaginn. Svona er febrúar bara búinn að vera og það er ekkert hægt að kvarta yfir því, við erum bara ánægðir að fá að spila handbolta,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍBV 27-25 | Heimamenn unnu í háspennuleik Íslandsmeistararnir - sem höfðu tapað þremur leikjum í röð - lögðu bikarmeistara ÍBV í Suðurlandsslagnm í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 27-25. 25. febrúar 2021 20:10 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon var virkilega sáttur með sigur sinna manna á ÍBV í kvöld. Selfoss lagði ÍBV í háspennuleik í Hleðsluhöllinni á Selfossi, lokatölur 27-25. „Það er bara frábært að fá tvö stig og þessa sigurtilfinningu aftur,“ sagði Halldór Jóhann, þjálfari Selfoss eftir sigur kvöldsins. „Ég sagði við strákana í kvöld að við getum spilað bæði góðan leik og lélegan leik en það skiptir öllu máli að sækja tvö stig. Mér fannst þetta ágætlega spilaður leikur og ég held að bæði lið hafi gefið allt í þetta og kannski var bara aðeins meiri heppni með okkur en þeim í lokin.“ Halldór var líka mjög ánægður að fá áhorfendur aftur á pallana. „Þetta er ekki sami leikurinn án áhorfenda og með áhorfendum, þetta er bara frábær tilfinning að heyra köll og stemningu og þú sérð það bara á leikmönnunum að þeim líður betur. Við skulum bara vona að við fáum að halda þessu og jafnvel fjölga.“ Halldór var einnig mjög ánægður með karakter sinna manna, að klára leik eins og þennan eftir þrjá tapleiki í röð. „Auðvitað bara geggjaður karakter og ég veit alveg úr hverju þessir drengir eru gerðir og vissi það alveg að ég fengi svörun. Þetta er auðvitað erfitt þegar það er spilað svona rosalega þétt og þú getur eiginlega ekkert æft því þú ert alltaf að undirbúa fyrir næsta leik og leikmenn eru þreyttir og mikið álag,“ sagði Halldór. „Stundum er líka gott að hafa stutt á milli leikja þegar maður er búinn að skíta í brækurnar því þá vill maður hreinsa og við fengum þrjá daga í það og það var betra en að fá viku.“ Selfoss mætir Stjörnunni á sunnudaginn en þjálfari þeirra, Patrekur Jóhannesson gerði Selfoss að Íslandsmeisturum fyrir tveim árum. „Það er bara gaman fyrir Patta að koma aftur og honum verður örugglega vel tekið hérna í Hleðsluhöllinni, hann gerði frábæra hluti hérna á Selfossi. Stjörnuliðið er frábært lið og þeir hafa verið vaxandi og við þurfum bara að undirbúa okkur vel, það er recovery á morgun og svo undirbúningur á laugardaginn og svo er bara leikur á sunnudaginn. Svona er febrúar bara búinn að vera og það er ekkert hægt að kvarta yfir því, við erum bara ánægðir að fá að spila handbolta,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍBV 27-25 | Heimamenn unnu í háspennuleik Íslandsmeistararnir - sem höfðu tapað þremur leikjum í röð - lögðu bikarmeistara ÍBV í Suðurlandsslagnm í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 27-25. 25. febrúar 2021 20:10 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - ÍBV 27-25 | Heimamenn unnu í háspennuleik Íslandsmeistararnir - sem höfðu tapað þremur leikjum í röð - lögðu bikarmeistara ÍBV í Suðurlandsslagnm í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 27-25. 25. febrúar 2021 20:10