Er vel gift, elskar útivist og segir skapandi nálgun mikilvæga Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. febrúar 2021 10:01 Birna Bragadóttir. Vísir/Vilhelm Þessa dagana er Birna Bragadóttir, forstöðukona Elliðaárstöðvar, að setja sig inn í nýtt starf hjá OR. Í það starf var hún nýverið valin úr hópi rúmlega 170 umsækjenda til að byggja upp þjónustu og upplifun í Elliðarárdal. Birna segir morgunverkum fara fækkandi með hækkandi aldri barna en segist vel gift og því sjái eiginmaðurinn um yngsta soninn á meðan hún stundar helsta áhugamálið: Hreyfingu og útivist. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna klukkan hálf sjö þá morgna sem ég nota til að hreyfa mig. Annars leyfi ég mér að sofa til rúmlega sjö.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Mér finnst best að byrja daginn með vatnsglasi, lýsi og hreyfingu. Bjartur hundurinn okkar og Friðrik heimiliskötturinn bíða spenntir eftir að ég gefi þeim morgunmatinn. Ég fer í styrktarþjálfun tvo morgna í viku og einn morgun í viku er ég með það á dagskrá að ganga Esjuna eða Úlfarsfell eldsnemma. Þegar æfingu er lokið fæ ég mér fyrsta kaffibollann, sem er algerlega ómissandi. Morgunverkunum hefur fækkað með hækkandi aldri barnanna. Elsta barnið er flutt að heiman og miðjubarnið er farin að sjá um sig sjálf. Ég er vel gift og á meðan ég hreyfi mig á morgnanna, þá sér maðurinn minn venjulega um að gera Kára sem er ellefu ára, tilbúinn fyrir skólann.“ Er eitthvað markmið sem þú hefur sett þér fyrir árið 2021, sem þér finnst sérstaklega spennandi? „Ég hef undanfarin ár sett mér fjölbreytt markmið tengd heilsu og útivist, sem eru mín helstu áhugamál. Skemmtilegast finnst mér að takast á við eitthvað alveg nýtt, það er fátt sem jafnast á við að glíma við sjálfan sig úti í náttúrunni í góðum félagskap. Það má segja að það sé ákveðið Laugavegsþema hjá mér þetta árið, þar sem ég stefni á að fara Laugaveginn á gönguskíðum með vorinu með útivistarvinum í FÍ Landkönnuðum. Það er eitthvað sem mér hefur lengi langað að gera. Ég var ein af þeim heppnu sem náði að tryggja mér miða i Laugavegshlaupið, sem ég ætla að hlaupa næsta sumar í fyrsta sinn. Það verður mikil áskorun. Þar er markmiðið fyrst og fremst að klára hlaupið og njóta þess. Undanfarin fjögur ár hef ég lokið við Landvættaþrautirnar með FÍ Landvættum. Landvættirnir voru það sem kom mér af stað í útivist og á sínum tíma og þrautirnar nú orðnar að föstum viðburðum yfir árið. Ég stefni á að klára þær þrautir einnig í ár, en það verður sérstaklega ánægjulegt að fá að fara í gegnum það ferðalag með mömmu sem ákvað að slá til og klára þrautirnar í tilefni af stórafmælinu sínu í ár.“ Birna segir skapandi nálgun sjaldan hafa verið jafn mikilvæga og nú. Birna er þessa dagana að koma sér inn í nýtt starf forstöðukonu Elliðarárstöðva en hún er einnig formaður stjórnar Hönnunarsjóðs.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er að setja mig inn í nýtt starf forstöðukonu Elliðaárstöðvar, sem er nýr áfangastaður í Elliðaárdalnum í mótun, þar sem saga, vísindi og skapandi framtíðarsýn koma saman í fróðlegri upplifun og leik, á þessum einstaka dal sem Elliðaárdalurinn er. Þar verður byggð upp þjónusta og upplifun, þar sem húsin á torfunni fá nýtt hlutverk og ýtt verður undir fjölbreytta og fræðandi upplifun bæði innan dyra og í ævintýralegu umhverfi Elliðaárdals. Við erum stolt af merkilegri sögu OR sem Sögu- og tæknisýning er hluti af. Í ár eru 100 ár frá því að Rafstöðin var vígð og haldið verður upp á þau tímamót á árinu. Ég er einnig formaður stjórnar Hönnunarsjóðs. En undanfarið hefur sjóðsstjórnin verið að vinna úr umsóknum úr fyrri úthlutun ársins. Það er mikil gróska í hönnun á Íslandi. En aldrei hafa fleiri umsóknir borist í almennri úthlutun. Þær samfélagslegu breytingar sem eru að eiga sér stað kalla á nýsköpun á öllum sviðum, hvort sem um er að ræða ný störf, umhverfismál eða samfélagslega nýsköpun. Skapandi nálgun hefur því sjaldan verið mikilvægari.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég set allt daglegt skipulag inn í dagatal hjá mér. Ég er ein af þessum týpum sem er alltaf með minnisbók með mér sem ég nota til að punkta niður lista dagsins og aðrar hugleiðingar. Ég hef í mörg ár notað Mind Manager til að skipuleggja stærri verkefni og ná góðri yfirsýn, sem mér finnst frábært verkfæri.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég reyni að vera komin upp í rúm fyrir klukkan ellefu þá daga sem ég ríf mig snemma á fætur. Ég hef það að markmiði að ná helst sjö til átta tíma svefni. Góður nætursvefn er lykillinn að góðum og árangursríkum degi.“ Kaffispjallið Söfn Orkumál Tengdar fréttir ,,Að vinna á Stöð 2 á upphafsárunum var algerlega mergjað“ Það urðu allir starfsmenn á upphafsárum Stöðvar 2 að frumkvöðlum segir Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptastjóri Háskóla Íslands, þegar hann rifjar upp skemmtileg fyrri störf. Í þeirri upprifjun skýrir hann líka út hvers vegna hann var kallaður kommúnistinn þegar hann vann í frystihúsinu á Þingeyri. Við Valdimar son sinn ræðir hann um ofurhetjur og með Krumma hundinum sínum hlustar hann á hljóðbækur. Í vinnunni stendur yfir undirbúningur að stafrænu stuði. 20. febrúar 2021 10:00 Vill hafa meira gaman og minna leiðinlegt Þegar Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá VÍS, varð fertug setti hún sér það markmið að hafa meira gaman en minna leiðinlegt. Þetta markmið hefur gefist vel, ekki síst á tímum Covid. Guðný Helga segist vera svo mikil lista-kona í skipulagi að oft geri fjölskyldan grín að. Þá segist hún hafa lært margt af netinu, til dæmis lærði hún að prjóna af YouTube. 13. febrúar 2021 10:01 Endar iðulega í viðtölum við áhugavert fólk Tinni Jóhannesson ráðningastjóri og ráðgjafi hjá Góðum samskiptum finnst gott að taka daginn snemma en það er þriggja mánaða dóttirin sem stýrir því einna helst, hvenær hann fer síðan að sofa á kvöldin. Honum finnst best að nota morgnana eða síðdegin til að skipuleggja verkefni í vinnunni en lýsir í kaffispjallinu hvernig honum fyndist fullkomin helgi vera, nú á tímum Covid. 6. febrúar 2021 10:00 Kisurnar „sofa annað hvort ofan á mér eða límdar upp við mig“ Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, byrjar daginn á því að klappa kisunum sínum. Hún segir eiginmanninn sofa í gegnum fyrri hluta morgunrútínunnar en vakna við ófriðinn þegar hún fer að hafa sig til. Svanhildur segist mikil listakona í skipulagi og á það til að detta í einhver ofurgír á kvöldin. 30. janúar 2021 10:01 „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Guðmundur Pálsson framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segist oftast fljótur að sofna á kvöldin. Stundum poppa þó upp svo góðar hugmyndir fyrir viðskiptavini að hann glaðvaknar. Þessar „koddahugmyndir“ reynast þó misgóðar daginn eftir þegar mætt er til vinnu. Í golfinu vinnur Guðmundur markvisst af því að ná forgjöfinni niður fyrir tíu. 23. janúar 2021 10:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna klukkan hálf sjö þá morgna sem ég nota til að hreyfa mig. Annars leyfi ég mér að sofa til rúmlega sjö.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Mér finnst best að byrja daginn með vatnsglasi, lýsi og hreyfingu. Bjartur hundurinn okkar og Friðrik heimiliskötturinn bíða spenntir eftir að ég gefi þeim morgunmatinn. Ég fer í styrktarþjálfun tvo morgna í viku og einn morgun í viku er ég með það á dagskrá að ganga Esjuna eða Úlfarsfell eldsnemma. Þegar æfingu er lokið fæ ég mér fyrsta kaffibollann, sem er algerlega ómissandi. Morgunverkunum hefur fækkað með hækkandi aldri barnanna. Elsta barnið er flutt að heiman og miðjubarnið er farin að sjá um sig sjálf. Ég er vel gift og á meðan ég hreyfi mig á morgnanna, þá sér maðurinn minn venjulega um að gera Kára sem er ellefu ára, tilbúinn fyrir skólann.“ Er eitthvað markmið sem þú hefur sett þér fyrir árið 2021, sem þér finnst sérstaklega spennandi? „Ég hef undanfarin ár sett mér fjölbreytt markmið tengd heilsu og útivist, sem eru mín helstu áhugamál. Skemmtilegast finnst mér að takast á við eitthvað alveg nýtt, það er fátt sem jafnast á við að glíma við sjálfan sig úti í náttúrunni í góðum félagskap. Það má segja að það sé ákveðið Laugavegsþema hjá mér þetta árið, þar sem ég stefni á að fara Laugaveginn á gönguskíðum með vorinu með útivistarvinum í FÍ Landkönnuðum. Það er eitthvað sem mér hefur lengi langað að gera. Ég var ein af þeim heppnu sem náði að tryggja mér miða i Laugavegshlaupið, sem ég ætla að hlaupa næsta sumar í fyrsta sinn. Það verður mikil áskorun. Þar er markmiðið fyrst og fremst að klára hlaupið og njóta þess. Undanfarin fjögur ár hef ég lokið við Landvættaþrautirnar með FÍ Landvættum. Landvættirnir voru það sem kom mér af stað í útivist og á sínum tíma og þrautirnar nú orðnar að föstum viðburðum yfir árið. Ég stefni á að klára þær þrautir einnig í ár, en það verður sérstaklega ánægjulegt að fá að fara í gegnum það ferðalag með mömmu sem ákvað að slá til og klára þrautirnar í tilefni af stórafmælinu sínu í ár.“ Birna segir skapandi nálgun sjaldan hafa verið jafn mikilvæga og nú. Birna er þessa dagana að koma sér inn í nýtt starf forstöðukonu Elliðarárstöðva en hún er einnig formaður stjórnar Hönnunarsjóðs.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er að setja mig inn í nýtt starf forstöðukonu Elliðaárstöðvar, sem er nýr áfangastaður í Elliðaárdalnum í mótun, þar sem saga, vísindi og skapandi framtíðarsýn koma saman í fróðlegri upplifun og leik, á þessum einstaka dal sem Elliðaárdalurinn er. Þar verður byggð upp þjónusta og upplifun, þar sem húsin á torfunni fá nýtt hlutverk og ýtt verður undir fjölbreytta og fræðandi upplifun bæði innan dyra og í ævintýralegu umhverfi Elliðaárdals. Við erum stolt af merkilegri sögu OR sem Sögu- og tæknisýning er hluti af. Í ár eru 100 ár frá því að Rafstöðin var vígð og haldið verður upp á þau tímamót á árinu. Ég er einnig formaður stjórnar Hönnunarsjóðs. En undanfarið hefur sjóðsstjórnin verið að vinna úr umsóknum úr fyrri úthlutun ársins. Það er mikil gróska í hönnun á Íslandi. En aldrei hafa fleiri umsóknir borist í almennri úthlutun. Þær samfélagslegu breytingar sem eru að eiga sér stað kalla á nýsköpun á öllum sviðum, hvort sem um er að ræða ný störf, umhverfismál eða samfélagslega nýsköpun. Skapandi nálgun hefur því sjaldan verið mikilvægari.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég set allt daglegt skipulag inn í dagatal hjá mér. Ég er ein af þessum týpum sem er alltaf með minnisbók með mér sem ég nota til að punkta niður lista dagsins og aðrar hugleiðingar. Ég hef í mörg ár notað Mind Manager til að skipuleggja stærri verkefni og ná góðri yfirsýn, sem mér finnst frábært verkfæri.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég reyni að vera komin upp í rúm fyrir klukkan ellefu þá daga sem ég ríf mig snemma á fætur. Ég hef það að markmiði að ná helst sjö til átta tíma svefni. Góður nætursvefn er lykillinn að góðum og árangursríkum degi.“
Kaffispjallið Söfn Orkumál Tengdar fréttir ,,Að vinna á Stöð 2 á upphafsárunum var algerlega mergjað“ Það urðu allir starfsmenn á upphafsárum Stöðvar 2 að frumkvöðlum segir Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptastjóri Háskóla Íslands, þegar hann rifjar upp skemmtileg fyrri störf. Í þeirri upprifjun skýrir hann líka út hvers vegna hann var kallaður kommúnistinn þegar hann vann í frystihúsinu á Þingeyri. Við Valdimar son sinn ræðir hann um ofurhetjur og með Krumma hundinum sínum hlustar hann á hljóðbækur. Í vinnunni stendur yfir undirbúningur að stafrænu stuði. 20. febrúar 2021 10:00 Vill hafa meira gaman og minna leiðinlegt Þegar Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá VÍS, varð fertug setti hún sér það markmið að hafa meira gaman en minna leiðinlegt. Þetta markmið hefur gefist vel, ekki síst á tímum Covid. Guðný Helga segist vera svo mikil lista-kona í skipulagi að oft geri fjölskyldan grín að. Þá segist hún hafa lært margt af netinu, til dæmis lærði hún að prjóna af YouTube. 13. febrúar 2021 10:01 Endar iðulega í viðtölum við áhugavert fólk Tinni Jóhannesson ráðningastjóri og ráðgjafi hjá Góðum samskiptum finnst gott að taka daginn snemma en það er þriggja mánaða dóttirin sem stýrir því einna helst, hvenær hann fer síðan að sofa á kvöldin. Honum finnst best að nota morgnana eða síðdegin til að skipuleggja verkefni í vinnunni en lýsir í kaffispjallinu hvernig honum fyndist fullkomin helgi vera, nú á tímum Covid. 6. febrúar 2021 10:00 Kisurnar „sofa annað hvort ofan á mér eða límdar upp við mig“ Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, byrjar daginn á því að klappa kisunum sínum. Hún segir eiginmanninn sofa í gegnum fyrri hluta morgunrútínunnar en vakna við ófriðinn þegar hún fer að hafa sig til. Svanhildur segist mikil listakona í skipulagi og á það til að detta í einhver ofurgír á kvöldin. 30. janúar 2021 10:01 „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Guðmundur Pálsson framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segist oftast fljótur að sofna á kvöldin. Stundum poppa þó upp svo góðar hugmyndir fyrir viðskiptavini að hann glaðvaknar. Þessar „koddahugmyndir“ reynast þó misgóðar daginn eftir þegar mætt er til vinnu. Í golfinu vinnur Guðmundur markvisst af því að ná forgjöfinni niður fyrir tíu. 23. janúar 2021 10:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
,,Að vinna á Stöð 2 á upphafsárunum var algerlega mergjað“ Það urðu allir starfsmenn á upphafsárum Stöðvar 2 að frumkvöðlum segir Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptastjóri Háskóla Íslands, þegar hann rifjar upp skemmtileg fyrri störf. Í þeirri upprifjun skýrir hann líka út hvers vegna hann var kallaður kommúnistinn þegar hann vann í frystihúsinu á Þingeyri. Við Valdimar son sinn ræðir hann um ofurhetjur og með Krumma hundinum sínum hlustar hann á hljóðbækur. Í vinnunni stendur yfir undirbúningur að stafrænu stuði. 20. febrúar 2021 10:00
Vill hafa meira gaman og minna leiðinlegt Þegar Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá VÍS, varð fertug setti hún sér það markmið að hafa meira gaman en minna leiðinlegt. Þetta markmið hefur gefist vel, ekki síst á tímum Covid. Guðný Helga segist vera svo mikil lista-kona í skipulagi að oft geri fjölskyldan grín að. Þá segist hún hafa lært margt af netinu, til dæmis lærði hún að prjóna af YouTube. 13. febrúar 2021 10:01
Endar iðulega í viðtölum við áhugavert fólk Tinni Jóhannesson ráðningastjóri og ráðgjafi hjá Góðum samskiptum finnst gott að taka daginn snemma en það er þriggja mánaða dóttirin sem stýrir því einna helst, hvenær hann fer síðan að sofa á kvöldin. Honum finnst best að nota morgnana eða síðdegin til að skipuleggja verkefni í vinnunni en lýsir í kaffispjallinu hvernig honum fyndist fullkomin helgi vera, nú á tímum Covid. 6. febrúar 2021 10:00
Kisurnar „sofa annað hvort ofan á mér eða límdar upp við mig“ Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, byrjar daginn á því að klappa kisunum sínum. Hún segir eiginmanninn sofa í gegnum fyrri hluta morgunrútínunnar en vakna við ófriðinn þegar hún fer að hafa sig til. Svanhildur segist mikil listakona í skipulagi og á það til að detta í einhver ofurgír á kvöldin. 30. janúar 2021 10:01
„Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Guðmundur Pálsson framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segist oftast fljótur að sofna á kvöldin. Stundum poppa þó upp svo góðar hugmyndir fyrir viðskiptavini að hann glaðvaknar. Þessar „koddahugmyndir“ reynast þó misgóðar daginn eftir þegar mætt er til vinnu. Í golfinu vinnur Guðmundur markvisst af því að ná forgjöfinni niður fyrir tíu. 23. janúar 2021 10:00