„Manchester United er með besta liðið í Evrópudeildinni“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. febrúar 2021 20:31 Leikmenn United fagna marki gegn Newcastle í ensku deildinni. EPA-EFE/Stu Forster Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir kúltúrinn hjá félaginu vera að batna og menn séu tilbúnir að vaða eld og brennistein fyrir hvorn annan. Paul Scholes segir United einnig líklegasta liðið til þess að vinna Evrópudeildina. Solskjær og lærisveinar hans eru komnir í sextán liða úrslit keppninnar eftir samnlagt 4-0 sigur á Real Sociedad. Fyrrum leiknum lauk með 4-0 sigri United á Spáni en niðurstaðan var svo markalaus á Old Trafford í gær. Þrívegis hefur United farið í undanúrslit undir stjórn Norðmannsins en aldrei hefur þeim tekist að vinna bikar undir hans stjórn. Nú eygir hann von á sínum fyrsta titli. „Þú mannst eftir ósigrunum meira en sigrunum sjálfum. Að komast í undanúrslitin þá ertu kominn svo nálægt þessu. Við höfum lent í því þrisvar og tapað svo þessi hópur veit hvernig það er,“ sagði Solskjær í samtali við BT Sport. „Við erum hópur sem er ansi þéttur. Þú kemur inn, leggur mikið á þig, við lendum í áföllum og erfiðleikum. En við viljum fara lengra og þegar þér hefur mistekist viltu gera enn betur en áður. Það er framþróun á kúlturnum.“ „Við erum með frábæra leikmenn og frábæra þjálfara,“ sagði Solskjær. Fyrrum samherji Solskjær hjá Man. United, Paul Scholes, var í settinu hjá BT Sports í gær og fjallaði um möguleika United á að fara alla leið. „Manchester United getur unnið Evrópudeildina en ég er ekki viss um hin ensku liðin. Manchester United er með besta liðið í keppninni. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá að vinna eitthvað,“ sagði Scholes. „Hin ensku liðin eru í góðum möguleika en Man. United er mun betra en Arsenla og Tottenham. Ítalski og spænski boltinn er ekki nærri því eins góður og hann var.“ Ole Gunnar Solskjaer insists 'the culture IS improving' at Manchester United https://t.co/bXRxfPfchh— MailOnline Sport (@MailSport) February 26, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Solskjær og lærisveinar hans eru komnir í sextán liða úrslit keppninnar eftir samnlagt 4-0 sigur á Real Sociedad. Fyrrum leiknum lauk með 4-0 sigri United á Spáni en niðurstaðan var svo markalaus á Old Trafford í gær. Þrívegis hefur United farið í undanúrslit undir stjórn Norðmannsins en aldrei hefur þeim tekist að vinna bikar undir hans stjórn. Nú eygir hann von á sínum fyrsta titli. „Þú mannst eftir ósigrunum meira en sigrunum sjálfum. Að komast í undanúrslitin þá ertu kominn svo nálægt þessu. Við höfum lent í því þrisvar og tapað svo þessi hópur veit hvernig það er,“ sagði Solskjær í samtali við BT Sport. „Við erum hópur sem er ansi þéttur. Þú kemur inn, leggur mikið á þig, við lendum í áföllum og erfiðleikum. En við viljum fara lengra og þegar þér hefur mistekist viltu gera enn betur en áður. Það er framþróun á kúlturnum.“ „Við erum með frábæra leikmenn og frábæra þjálfara,“ sagði Solskjær. Fyrrum samherji Solskjær hjá Man. United, Paul Scholes, var í settinu hjá BT Sports í gær og fjallaði um möguleika United á að fara alla leið. „Manchester United getur unnið Evrópudeildina en ég er ekki viss um hin ensku liðin. Manchester United er með besta liðið í keppninni. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá að vinna eitthvað,“ sagði Scholes. „Hin ensku liðin eru í góðum möguleika en Man. United er mun betra en Arsenla og Tottenham. Ítalski og spænski boltinn er ekki nærri því eins góður og hann var.“ Ole Gunnar Solskjaer insists 'the culture IS improving' at Manchester United https://t.co/bXRxfPfchh— MailOnline Sport (@MailSport) February 26, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira