Báðir eru þeir orðnir 34 ára og verða ekki yngri. Tuchel stýrði Cavani er hann stýrði PSG en hann er nú með Giroud á sínum snær hjá Chelsea.
Tuchel hefur lagt mikið traust á Giroud síðan hann kom til félagsins og hann hrósaði Giroud og Cavani á blaðamannafundi fyrir leik. Helgarinnar í enska boltanum.
„Þegar þeir skipta um treyjur þá sérðu í hversu góðu formi þeir eru í. Oliver er í hundrað prósent góðu formi og enginn fita á honum og það sama gildir um Cavani. Sem níur eru þeir tilbúnir að fórna sér fyrir liðið og verjast,“ sagði Tuchel og hélt áfram.
„Þetta eru karakterseinkenni sem þeir hafa báðir. Þeir eru rosalegir að klára færin. Báðir eru með mikil gæði sem framherjar og sjálfsagi er lykillinn að þeirra árangri,“ bætti Tuchel við.
Tuchel og lærisveinar Chelsea mæta Manchester United á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.30.
"Edinson is a player who is always ready to suffer for the team"
— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) February 26, 2021
Thomas Tuchel has praised his former PSG star Edinson Cavani, comparing him to Olivier Giroud pic.twitter.com/SttDdUTsmO