„Ég hafði mestar áhyggjur af því að sagan myndi endurtaka sig“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. mars 2021 07:41 Hertogahjónin af Sussex settust niður með vinkonu sinni Opruh Winfrey á dögunum fyrir viðtal sem sýnt verður á CBS-sjónvarpsstöðinni eftir tæpa viku. Sjónvarpsstöðin CBS hefur bæði birt stiklu og myndbrot úr viðtali Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, sem sýnt verður á sjónvarpsstöðinni þann 7. mars. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem þau veita fjölmiðlum eftir að þau létu af öllum konunglegum skyldum fyrir um ári síðan og fluttu frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Winfrey, sem er góð vinkona hjónanna, ræðir fyrst við Meghan og svo við hjónin saman en Meghan sést ekki segja neitt, hvorki í stiklunni fyrir viðtalið né broti úr því sem CBS birti í gær. Winfrey sjálf sést tala í stiklunni og segir meðal annars að það sé ekkert málefni sem ekki megi ræða í viðtalinu. Þá spyr hún Meghan hvort hún hafi kosið að þegja eða verið þaggað niður í henni. Svar Meghan við spurningunni er ekki sýnt í stiklunni. watch on YouTube „Ég hafði mestar áhyggjur af því að sagan myndi endurtaka sig,“ segir Harry hins vegar í stiklunni og þótt samhengið liggi ekki ljóst fyrir má ætla að hann sé að vísa í móður sína, Díönu prinsessu, og dauða hennar í bílslysi árið 1997. Díana fékk sjaldan frið frá æsifréttaljósmyndurum eftir að hún tók saman við Karl Bretaprins í kringum 1980 og voru þeir að elta hana þegar slysið örlagaríka varð í undirgöngum í París í ágúst 1997. Harry og Meghan hafa áður talað um ágengni fjölmiðla á þau sjálf og þau slæmu áhrif sem hún hefur haft á þau og þeirra líf. Í viðtalsbrotinu sem CBS birti samhliða stiklunni vísar Harry einnig til móður sinnar og hversu erfitt það hljóti að hafa verið fyrir hana að ganga í gegnum þetta allt ein. watch on YouTube „Þú veist, fyrir mig, ég er bara mjög feginn og hamingjusamur að sitja hér og vera að tala við þig með konuna mína mér við hlið. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það hlýtur að hafa verið fyrir hana að ganga í gegnum þetta allt einsömul fyrir öllum þessum árum. Þetta hefur verið ótrúlega erfitt fyrir okkur tvö en við höfðum þó að minnsta kosti hvort annað,“ segir Harry í viðtalinu. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
Um er að ræða fyrsta viðtalið sem þau veita fjölmiðlum eftir að þau létu af öllum konunglegum skyldum fyrir um ári síðan og fluttu frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Winfrey, sem er góð vinkona hjónanna, ræðir fyrst við Meghan og svo við hjónin saman en Meghan sést ekki segja neitt, hvorki í stiklunni fyrir viðtalið né broti úr því sem CBS birti í gær. Winfrey sjálf sést tala í stiklunni og segir meðal annars að það sé ekkert málefni sem ekki megi ræða í viðtalinu. Þá spyr hún Meghan hvort hún hafi kosið að þegja eða verið þaggað niður í henni. Svar Meghan við spurningunni er ekki sýnt í stiklunni. watch on YouTube „Ég hafði mestar áhyggjur af því að sagan myndi endurtaka sig,“ segir Harry hins vegar í stiklunni og þótt samhengið liggi ekki ljóst fyrir má ætla að hann sé að vísa í móður sína, Díönu prinsessu, og dauða hennar í bílslysi árið 1997. Díana fékk sjaldan frið frá æsifréttaljósmyndurum eftir að hún tók saman við Karl Bretaprins í kringum 1980 og voru þeir að elta hana þegar slysið örlagaríka varð í undirgöngum í París í ágúst 1997. Harry og Meghan hafa áður talað um ágengni fjölmiðla á þau sjálf og þau slæmu áhrif sem hún hefur haft á þau og þeirra líf. Í viðtalsbrotinu sem CBS birti samhliða stiklunni vísar Harry einnig til móður sinnar og hversu erfitt það hljóti að hafa verið fyrir hana að ganga í gegnum þetta allt ein. watch on YouTube „Þú veist, fyrir mig, ég er bara mjög feginn og hamingjusamur að sitja hér og vera að tala við þig með konuna mína mér við hlið. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það hlýtur að hafa verið fyrir hana að ganga í gegnum þetta allt einsömul fyrir öllum þessum árum. Þetta hefur verið ótrúlega erfitt fyrir okkur tvö en við höfðum þó að minnsta kosti hvort annað,“ segir Harry í viðtalinu.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira