„Ég hafði mestar áhyggjur af því að sagan myndi endurtaka sig“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. mars 2021 07:41 Hertogahjónin af Sussex settust niður með vinkonu sinni Opruh Winfrey á dögunum fyrir viðtal sem sýnt verður á CBS-sjónvarpsstöðinni eftir tæpa viku. Sjónvarpsstöðin CBS hefur bæði birt stiklu og myndbrot úr viðtali Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, sem sýnt verður á sjónvarpsstöðinni þann 7. mars. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem þau veita fjölmiðlum eftir að þau létu af öllum konunglegum skyldum fyrir um ári síðan og fluttu frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Winfrey, sem er góð vinkona hjónanna, ræðir fyrst við Meghan og svo við hjónin saman en Meghan sést ekki segja neitt, hvorki í stiklunni fyrir viðtalið né broti úr því sem CBS birti í gær. Winfrey sjálf sést tala í stiklunni og segir meðal annars að það sé ekkert málefni sem ekki megi ræða í viðtalinu. Þá spyr hún Meghan hvort hún hafi kosið að þegja eða verið þaggað niður í henni. Svar Meghan við spurningunni er ekki sýnt í stiklunni. watch on YouTube „Ég hafði mestar áhyggjur af því að sagan myndi endurtaka sig,“ segir Harry hins vegar í stiklunni og þótt samhengið liggi ekki ljóst fyrir má ætla að hann sé að vísa í móður sína, Díönu prinsessu, og dauða hennar í bílslysi árið 1997. Díana fékk sjaldan frið frá æsifréttaljósmyndurum eftir að hún tók saman við Karl Bretaprins í kringum 1980 og voru þeir að elta hana þegar slysið örlagaríka varð í undirgöngum í París í ágúst 1997. Harry og Meghan hafa áður talað um ágengni fjölmiðla á þau sjálf og þau slæmu áhrif sem hún hefur haft á þau og þeirra líf. Í viðtalsbrotinu sem CBS birti samhliða stiklunni vísar Harry einnig til móður sinnar og hversu erfitt það hljóti að hafa verið fyrir hana að ganga í gegnum þetta allt ein. watch on YouTube „Þú veist, fyrir mig, ég er bara mjög feginn og hamingjusamur að sitja hér og vera að tala við þig með konuna mína mér við hlið. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það hlýtur að hafa verið fyrir hana að ganga í gegnum þetta allt einsömul fyrir öllum þessum árum. Þetta hefur verið ótrúlega erfitt fyrir okkur tvö en við höfðum þó að minnsta kosti hvort annað,“ segir Harry í viðtalinu. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
Um er að ræða fyrsta viðtalið sem þau veita fjölmiðlum eftir að þau létu af öllum konunglegum skyldum fyrir um ári síðan og fluttu frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Winfrey, sem er góð vinkona hjónanna, ræðir fyrst við Meghan og svo við hjónin saman en Meghan sést ekki segja neitt, hvorki í stiklunni fyrir viðtalið né broti úr því sem CBS birti í gær. Winfrey sjálf sést tala í stiklunni og segir meðal annars að það sé ekkert málefni sem ekki megi ræða í viðtalinu. Þá spyr hún Meghan hvort hún hafi kosið að þegja eða verið þaggað niður í henni. Svar Meghan við spurningunni er ekki sýnt í stiklunni. watch on YouTube „Ég hafði mestar áhyggjur af því að sagan myndi endurtaka sig,“ segir Harry hins vegar í stiklunni og þótt samhengið liggi ekki ljóst fyrir má ætla að hann sé að vísa í móður sína, Díönu prinsessu, og dauða hennar í bílslysi árið 1997. Díana fékk sjaldan frið frá æsifréttaljósmyndurum eftir að hún tók saman við Karl Bretaprins í kringum 1980 og voru þeir að elta hana þegar slysið örlagaríka varð í undirgöngum í París í ágúst 1997. Harry og Meghan hafa áður talað um ágengni fjölmiðla á þau sjálf og þau slæmu áhrif sem hún hefur haft á þau og þeirra líf. Í viðtalsbrotinu sem CBS birti samhliða stiklunni vísar Harry einnig til móður sinnar og hversu erfitt það hljóti að hafa verið fyrir hana að ganga í gegnum þetta allt ein. watch on YouTube „Þú veist, fyrir mig, ég er bara mjög feginn og hamingjusamur að sitja hér og vera að tala við þig með konuna mína mér við hlið. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það hlýtur að hafa verið fyrir hana að ganga í gegnum þetta allt einsömul fyrir öllum þessum árum. Þetta hefur verið ótrúlega erfitt fyrir okkur tvö en við höfðum þó að minnsta kosti hvort annað,“ segir Harry í viðtalinu.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira