Malasískur prins vill kaupa Valencia Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 12:01 Johor prins við hlið frönsku goðsagnarinnar Robert Pires eftir góðgerðaleik árið 2019. Getty/Allsport Stuðningsmenn spænska fótboltafélagsins vilja fá nýjan eiganda til að rífa upp félagið og sá gæti komið úr einni af konungsfjölskyldum heimsins. Malasíski prinsinn Johor Tunku Ismail ibni Sultan Ibrahim virðist hafa mikinn áhuga á framtíð eigandahóps Valenica ef marka má færslur hans á Instagram. Hinn 36 ára gamli prins deildi þá mörgum skjáskotum af fréttum um Valencia og af netsíðu þar sem kemur fram að Valencia sé metið á 498 milljónir evra. Hann hafði áður lýst því yfir að hann hefði áhuga á því að kaupa félagið. Malaysian prince @HRHJohorII hints at takeover of Valencia CF from Singapore billionaireThe prince of the Malaysian state of Johor, 36-year-old Prince Tunku Ismail is the owner of 7-time defending Malaysia Super League champions Johor Darul Ta'zim.@OfficialJohor @valenciacf pic.twitter.com/h3w3OSTBSz— CGTN Sports Scene (@CGTNSportsScene) March 3, 2021 Johor prins á þegar fótboltafélagið JDTFC en það spilar í súperdeildinni í heimalandinu. Johor prins segir að peningar drífi hann ekki áfram heldur frekar að öðlast virðingu og að skrifa söguna. „Ég er ekki nýkominn í fótboltann. Ég hef búið til félag sem undir minni stjórn fór frá því að vera í fallbaráttu á hverju ári í að vinna meistaratitilinn sannfærandi. Ég hef unnið sextán titla á átta árum. Við erum stærsta félagið í suðaustur Asíu og eitt af því stærsta í allra Asíu,“ sagði Johor prins í viðtali við ESPN. 750m, a golden Boeing and The Flintstones: The Prince of Johor who wants Valencia https://t.co/Ly6p32YxGT— footballespana (@footballespana_) March 2, 2021 „Ég vil stækka veldi mitt, prófa eitthvað nýtt og takast á við nýjar áskoranir,“ sagði Johor. Peter Lim, viðskiptamaður frá Singapúr, á Valencia og hefur ekki látið það í ljós að hann vilji selja félagið. Hann eignaðist félagið mjög skuldugt árið 2014 en hefur ekki unnið sér inn vinsældir með því að selja alla bestu leikmenn liðsins til að greiða þær niður. Spænski boltinn Malasía Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Malasíski prinsinn Johor Tunku Ismail ibni Sultan Ibrahim virðist hafa mikinn áhuga á framtíð eigandahóps Valenica ef marka má færslur hans á Instagram. Hinn 36 ára gamli prins deildi þá mörgum skjáskotum af fréttum um Valencia og af netsíðu þar sem kemur fram að Valencia sé metið á 498 milljónir evra. Hann hafði áður lýst því yfir að hann hefði áhuga á því að kaupa félagið. Malaysian prince @HRHJohorII hints at takeover of Valencia CF from Singapore billionaireThe prince of the Malaysian state of Johor, 36-year-old Prince Tunku Ismail is the owner of 7-time defending Malaysia Super League champions Johor Darul Ta'zim.@OfficialJohor @valenciacf pic.twitter.com/h3w3OSTBSz— CGTN Sports Scene (@CGTNSportsScene) March 3, 2021 Johor prins á þegar fótboltafélagið JDTFC en það spilar í súperdeildinni í heimalandinu. Johor prins segir að peningar drífi hann ekki áfram heldur frekar að öðlast virðingu og að skrifa söguna. „Ég er ekki nýkominn í fótboltann. Ég hef búið til félag sem undir minni stjórn fór frá því að vera í fallbaráttu á hverju ári í að vinna meistaratitilinn sannfærandi. Ég hef unnið sextán titla á átta árum. Við erum stærsta félagið í suðaustur Asíu og eitt af því stærsta í allra Asíu,“ sagði Johor prins í viðtali við ESPN. 750m, a golden Boeing and The Flintstones: The Prince of Johor who wants Valencia https://t.co/Ly6p32YxGT— footballespana (@footballespana_) March 2, 2021 „Ég vil stækka veldi mitt, prófa eitthvað nýtt og takast á við nýjar áskoranir,“ sagði Johor. Peter Lim, viðskiptamaður frá Singapúr, á Valencia og hefur ekki látið það í ljós að hann vilji selja félagið. Hann eignaðist félagið mjög skuldugt árið 2014 en hefur ekki unnið sér inn vinsældir með því að selja alla bestu leikmenn liðsins til að greiða þær niður.
Spænski boltinn Malasía Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira