Ekki komið fleiri nýjar íbúðir á markaðinn frá árinu 2007 Eiður Þór Árnason skrifar 3. mars 2021 13:54 Mikið hefur verið byggt á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Vísir/Vilhelm Mun meira var byggt af nýju húsnæði á síðasta ári en bráðabirgðatölur og spár gerðu ráð fyrir. Tæplega fjögur þúsund fullbúnar íbúðir skiluðu sér á fasteignamarkaðinn í fyrra samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands sem er mesti fjöldi á stöku ári síðan 2007. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Ólíklegt er að mikill skortur sé á húsnæði í ljósi þess að stærð húsnæðisstofnsins miðað við mannfjölda er nú nokkuð yfir meðallagi að sögn hagfræðideildar bankans. „Uppbyggingin núna er áþekk því sem sást á árunum 2005-2008 og er það mat margra greiningaraðila að of mikið hafi verið fjárfest á þeim árum með þeim afleiðingum að offramboð myndaðist á árunum sem á eftir fylgdu. Að því sögðu verður að teljast ólíklegt að skortur sé verulega mikill á húsnæði um þessar mundir, m.a. í ljósi þess að hægt hefur á mannfjöldaaukningu vegna minni fjölgunar aðfluttra umfram brottflutta til landsins.“ Næst mesta uppbyggingarár frá árinu 2007 12% aukning var í íbúðafjárfestingu á fjórða ársfjórðungi 2020. Í nýútgefnum þjóðhagsreikningum voru eldri tölur endurskoðaðar og kom þá í ljós að samdrátturinn fyrr á árinu var minni en áður birtar tölur gáfu til kynna. Það sem áður var talinn vera samdráttur upp á 7% milli ára á þriðja ársfjórðungi breyttist í 1% aukningu og 19% samdráttur á öðrum ársfjórðungi breyttist í 12% samdrátt. Svo virðist sem tímatafir í gagnaskilum opinberra aðila hafi þar haft áhrif að sögn hagfræðideildar Landsbankans. Í október spáði bankinn því að 16% samdráttur hafi orðið í íbúðafjárfestingu á síðasta ári þegar vísbendingar voru uppi um að farið væri að hægja á íbúðauppyggingu.„Nú kemur í ljós að íbúðafjárfesting dróst aðeins saman um 1% milli ára og var því svipuð að umfangi og árið 2019 sem var mesta ár uppbyggingar síðan 2007.“ Þó tölur Hagstofunnar sýni að ekki hafi fleiri fullbúnar íbúðir skilað sér á markað á einu ári frá 2007 mælist samdráttur í fjölda íbúða sem eru á fyrri byggingastigum. Því gerir hagfræðideild Landsbankans ráð fyrir áframhaldandi sveiflum í fjölgun nýrra íbúða á næstu árum. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Ólíklegt er að mikill skortur sé á húsnæði í ljósi þess að stærð húsnæðisstofnsins miðað við mannfjölda er nú nokkuð yfir meðallagi að sögn hagfræðideildar bankans. „Uppbyggingin núna er áþekk því sem sást á árunum 2005-2008 og er það mat margra greiningaraðila að of mikið hafi verið fjárfest á þeim árum með þeim afleiðingum að offramboð myndaðist á árunum sem á eftir fylgdu. Að því sögðu verður að teljast ólíklegt að skortur sé verulega mikill á húsnæði um þessar mundir, m.a. í ljósi þess að hægt hefur á mannfjöldaaukningu vegna minni fjölgunar aðfluttra umfram brottflutta til landsins.“ Næst mesta uppbyggingarár frá árinu 2007 12% aukning var í íbúðafjárfestingu á fjórða ársfjórðungi 2020. Í nýútgefnum þjóðhagsreikningum voru eldri tölur endurskoðaðar og kom þá í ljós að samdrátturinn fyrr á árinu var minni en áður birtar tölur gáfu til kynna. Það sem áður var talinn vera samdráttur upp á 7% milli ára á þriðja ársfjórðungi breyttist í 1% aukningu og 19% samdráttur á öðrum ársfjórðungi breyttist í 12% samdrátt. Svo virðist sem tímatafir í gagnaskilum opinberra aðila hafi þar haft áhrif að sögn hagfræðideildar Landsbankans. Í október spáði bankinn því að 16% samdráttur hafi orðið í íbúðafjárfestingu á síðasta ári þegar vísbendingar voru uppi um að farið væri að hægja á íbúðauppyggingu.„Nú kemur í ljós að íbúðafjárfesting dróst aðeins saman um 1% milli ára og var því svipuð að umfangi og árið 2019 sem var mesta ár uppbyggingar síðan 2007.“ Þó tölur Hagstofunnar sýni að ekki hafi fleiri fullbúnar íbúðir skilað sér á markað á einu ári frá 2007 mælist samdráttur í fjölda íbúða sem eru á fyrri byggingastigum. Því gerir hagfræðideild Landsbankans ráð fyrir áframhaldandi sveiflum í fjölgun nýrra íbúða á næstu árum.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira