Hergeir: Það er alltaf gaman að skora en miklu skemmtilegra að vinna Ester Ósk Árnadóttir skrifar 5. mars 2021 21:50 Hergeir skoraði jöfnunarmarkið í kvöld. vísir/daníel KA og Selfoss mætust í hápsennu leik í KA heimilinu í kvöld. Hergeir Grímsson var frábær fyrir gestina og skoraði 11 mörk úr 14 skotum. Þar af eitt þegar nokkrar sekúndur lifði leiks og tryggði Selfoss stig. „Auðvitað er maður svekktur að vinna ekki. Maður er það alltaf þegar maður fær ekki stigin tvö en miða við hvernig þetta spilaðist þá getur maður ekki verið annað en sáttur við eitt stig. Þetta hefði geta dottið báðu megin. Það eru einhvern veginn allir ósáttir, bæði KA menn og við en það fór sem fór.“ Selfoss var með yfirhöndina meiri hluta leiks og gat oft á tíðum komið sér í vænlegar stöður en brást bogalistin. „Við gerum helling af klaufa mistökum. Við vorum yfir nánast allan leikinn og hefðum átt að gefa aðeins meira í þegar við vorum að leiða í leiknum. KA er bara góðir í handbolta og það er ekkert auðvelt að keyra fram úr þeim. Við náðum því allavega ekki í dag.“ Hergeir hefur fengið annað hlutverk í liði Selfoss. Nú er hann að spila á miðjunni en áður hefur hann verið frábær í horninu hjá þeim. Skoraði eins og áður segir 11 mörk í dag og virðist finna sig vel á miðjunni. „Mér líður mjög vel að spila á miðjunni. Ég spilaði fyrir utan upp alla yngri flokkana, svo hætti ég að stækka og var þá sendur í hornið. Ég er að njóta þess að spila á miðjunni og er bara að gera allt á fullu. Eftir að við misstum Gumma að þá þurfum við allir að stíga upp og mér finnst að ég þurfi að gefa meira af mér og ég reyni það í hverjum einasta leik. Það er alltaf gaman að skora en miklu skemmtilegra að vinna.“ Framundan er verðskulduð pása hjá leikmönnum Olís deildarinnar. „Ég hugsa bara um einn leik í einu og ég ætla bara að fara inn í þessa pásu og hugsa kannski lítið um handbolta, allavega fyrstu dagana. Slaka aðeins á og svona eftir þessa törn. Svo sjáum við bara þegar það kemur að næsta leik. Ég ætla ekki að pæla í því núna.“ Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Selfoss 24-24 | Lokatölurnar þær sömu og á Selfossi Selfoss og KA gerðu 24-24 jafntefli í báðum leikjum sínum í vetur. 5. mars 2021 21:00 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira
„Auðvitað er maður svekktur að vinna ekki. Maður er það alltaf þegar maður fær ekki stigin tvö en miða við hvernig þetta spilaðist þá getur maður ekki verið annað en sáttur við eitt stig. Þetta hefði geta dottið báðu megin. Það eru einhvern veginn allir ósáttir, bæði KA menn og við en það fór sem fór.“ Selfoss var með yfirhöndina meiri hluta leiks og gat oft á tíðum komið sér í vænlegar stöður en brást bogalistin. „Við gerum helling af klaufa mistökum. Við vorum yfir nánast allan leikinn og hefðum átt að gefa aðeins meira í þegar við vorum að leiða í leiknum. KA er bara góðir í handbolta og það er ekkert auðvelt að keyra fram úr þeim. Við náðum því allavega ekki í dag.“ Hergeir hefur fengið annað hlutverk í liði Selfoss. Nú er hann að spila á miðjunni en áður hefur hann verið frábær í horninu hjá þeim. Skoraði eins og áður segir 11 mörk í dag og virðist finna sig vel á miðjunni. „Mér líður mjög vel að spila á miðjunni. Ég spilaði fyrir utan upp alla yngri flokkana, svo hætti ég að stækka og var þá sendur í hornið. Ég er að njóta þess að spila á miðjunni og er bara að gera allt á fullu. Eftir að við misstum Gumma að þá þurfum við allir að stíga upp og mér finnst að ég þurfi að gefa meira af mér og ég reyni það í hverjum einasta leik. Það er alltaf gaman að skora en miklu skemmtilegra að vinna.“ Framundan er verðskulduð pása hjá leikmönnum Olís deildarinnar. „Ég hugsa bara um einn leik í einu og ég ætla bara að fara inn í þessa pásu og hugsa kannski lítið um handbolta, allavega fyrstu dagana. Slaka aðeins á og svona eftir þessa törn. Svo sjáum við bara þegar það kemur að næsta leik. Ég ætla ekki að pæla í því núna.“
Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Selfoss 24-24 | Lokatölurnar þær sömu og á Selfossi Selfoss og KA gerðu 24-24 jafntefli í báðum leikjum sínum í vetur. 5. mars 2021 21:00 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira
Leik lokið: KA - Selfoss 24-24 | Lokatölurnar þær sömu og á Selfossi Selfoss og KA gerðu 24-24 jafntefli í báðum leikjum sínum í vetur. 5. mars 2021 21:00