Segir engar líkur á því að Gerrard yfirgefi Rangers og taki við Liverpool á næstunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2021 08:31 Steven Gerrard mátti vera glaður um helgina. getty/Robert Perry Engar líkur eru á því að Steven Gerrard yfirgefi Rangers á næstunni og taki við Liverpool. Þetta segir Dave King, fyrrverandi formaður Rangers sem varð skoskur meistari um helgina. Gerrard hefur gert frábæra hluti hjá Rangers síðan hann tók við liðinu 2018. Í vetur hefur Rangers haft gríðarlega mikla yfirburði í skosku úrvalsdeildinni og hefur ekki enn tapað leik. Gerrard er ein mesta goðsögn í sögu Liverpool og hefur verið orðaður við endurkomu á Anfield. Englandsmeisturum hefur gengið bölvanlega að undanförnu og tapað sex heimaleikjum í röð. Þá hefur Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, verið orðaður við þýska landsliðið. King, sem réði Gerrard til Rangers fyrir þremur árum, segir að hann sé ekki á förum til Liverpool, allavega ekki á næstunni. „Það eru núll prósent líkur á því að Steven fari til Liverpool á næstu árum. Fyrir því eru tvær ástæður. Liverpool skiptir ekki svo auðveldlega um stjóra. Klopp hefur gert frábæra hluti, þeir hafa átt erfitt tímabil en hann er samt stórkostlegur stjóri og verður áfram þarna á næsta tímabili,“ sagði King. „Svo er Steven ekki maður sem rýfur samning. Hann framlengdi samning sinn við Rangers vitandi að hann ætti að vinna og verja titilinn. Að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu var annað markmið. Ég held að Steven verði ekki sáttur með að vinna bara deildina. Ég veit að hann vill verja titilinn og komast í Meistaradeildina.“ Rangers sigraði St. Mirren, 3-0, á laugardaginn. Degi síðar gerði Celtic markalaust jafntefli við Dundee United. Þar með var ljóst að Rangers væri orðið meistari í 55. sinn í sögu félagsins. Skoski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Sjá meira
Gerrard hefur gert frábæra hluti hjá Rangers síðan hann tók við liðinu 2018. Í vetur hefur Rangers haft gríðarlega mikla yfirburði í skosku úrvalsdeildinni og hefur ekki enn tapað leik. Gerrard er ein mesta goðsögn í sögu Liverpool og hefur verið orðaður við endurkomu á Anfield. Englandsmeisturum hefur gengið bölvanlega að undanförnu og tapað sex heimaleikjum í röð. Þá hefur Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, verið orðaður við þýska landsliðið. King, sem réði Gerrard til Rangers fyrir þremur árum, segir að hann sé ekki á förum til Liverpool, allavega ekki á næstunni. „Það eru núll prósent líkur á því að Steven fari til Liverpool á næstu árum. Fyrir því eru tvær ástæður. Liverpool skiptir ekki svo auðveldlega um stjóra. Klopp hefur gert frábæra hluti, þeir hafa átt erfitt tímabil en hann er samt stórkostlegur stjóri og verður áfram þarna á næsta tímabili,“ sagði King. „Svo er Steven ekki maður sem rýfur samning. Hann framlengdi samning sinn við Rangers vitandi að hann ætti að vinna og verja titilinn. Að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu var annað markmið. Ég held að Steven verði ekki sáttur með að vinna bara deildina. Ég veit að hann vill verja titilinn og komast í Meistaradeildina.“ Rangers sigraði St. Mirren, 3-0, á laugardaginn. Degi síðar gerði Celtic markalaust jafntefli við Dundee United. Þar með var ljóst að Rangers væri orðið meistari í 55. sinn í sögu félagsins.
Skoski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Sjá meira