Ísland í forgrunni hóps um sjálfbær orkuskipti Heimsljós 11. mars 2021 09:12 Átaki til að lyfta hlut hreinnar orku við framfylgd heimsmarkmiðanna var ýtt úr vör á fundi Sameinuðu þjóðanna. Ísland verður í forgrunni hóps sem beitir sér fyrir sjálfbærum orkuskiptum í þágu allra hinna heimsmarkmiðanna, með gagnsæjum og réttlátum hætti. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók í gær þátt í alþjóðlegum fjarfundi um sjálfbæra orku og heimsmarkmiðin á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Með fundinum var átaki, til að lyfta hlut hreinnar orku við framfylgd heimsmarkmiðanna, ýtt úr vör. Fjöldi aðila sem tengjast orkugeiranum, í víðum skilningi, koma að átakinu sem ná mun hámarki með ráðherrafundi í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn í 40 ár sem Sameinuðu þjóðirnar funda á svo markvissan hátt um orkumál. Í máli sínu gerði Guðlaugur Þór grein fyrir reynslu Íslands af orkuskiptum og nýtingu sjálfbærrar orku í matvælaframleiðslu og sjávarútvegi. Þá kallaði ráðherra eftir auknum fjárfestingum á heimsvísu í hreinni orku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent
Ísland verður í forgrunni hóps sem beitir sér fyrir sjálfbærum orkuskiptum í þágu allra hinna heimsmarkmiðanna, með gagnsæjum og réttlátum hætti. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók í gær þátt í alþjóðlegum fjarfundi um sjálfbæra orku og heimsmarkmiðin á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Með fundinum var átaki, til að lyfta hlut hreinnar orku við framfylgd heimsmarkmiðanna, ýtt úr vör. Fjöldi aðila sem tengjast orkugeiranum, í víðum skilningi, koma að átakinu sem ná mun hámarki með ráðherrafundi í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn í 40 ár sem Sameinuðu þjóðirnar funda á svo markvissan hátt um orkumál. Í máli sínu gerði Guðlaugur Þór grein fyrir reynslu Íslands af orkuskiptum og nýtingu sjálfbærrar orku í matvælaframleiðslu og sjávarútvegi. Þá kallaði ráðherra eftir auknum fjárfestingum á heimsvísu í hreinni orku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent