Brynjólfur: Er að bíða eftir að EM-hópurinn verði valinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2021 12:30 Brynjólfur Andersen Willumsson stígur sín fyrstu skref í atvinnumennsku eftir Evrópumót 21 árs landsliða seinna í þessum mánuði. Skjámynd/S2 Sport Blikinn Brynjólfur Andersen Willumsson mun hefja atvinnumannaferilinn í Noregi seinna í vor en fyrst á dagskrá er að hjálpa íslenska 21 árs landsliðinu á Evrópumótinu seinna í þessum mánuði. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Brynjólf í gær og ræddi meðal annars við hann um úrslitakeppni EM sem Ísland fær að keppa við bestu 21 árs landslið álfunnar. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og er bara að bíða eftir því að það verði valið í þennan hóp,“ sagði Brynjólfur Andersen Willumsson. „Ég hef fylgst vel með þessu og undankeppnin var mjög skemmtileg og góð. Þetta verður bara spennandi,“ sagði Brynjólfur sem fær að æfa áfram með Breiðablik þrátt fyrir að félagið sé búið að selja hann til Kristiansund í Noregi. „Ég æfi bara hjá Breiðablik eins og er og við erum að æfa á fullu. Það er snjór og svona úti en við erum vanir því hérna heima,“ sagði Brynjólfur. Davíð Snorri Jónsson er tekinn við 21 árs landsliðinu og því verður ekki sami þjálfari í úrslitakeppninni og í undankeppninni. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku eins og kunnugt er við A-landsliðinu á dögunum. „Það voru æfingar um daginn og þær voru mjög flottar. Ég hef unnið með honum áður því hann var aðstoðarþjálfari í U-19 liðinu. Mér lýst bara mjög vel á hann og við höfum náð vel saman,“ sagði Brynjólfur. Klippa: Brynjólfur um EM U21 Davíð Snorri fær það erfiða verkefni að velja leikmenn í EM-hópinn sinn í miðjum heimsfaraldri og þegar A-landsliðið er að keppa á sama tíma. Það er ekki víst hvaða leikmenn fá leyfi frá félögum sínum að fara á mótið og svo er heldur ekki ljóst hvaða leikmenn verða teknir upp í A-landsliðið. „Maður er spenntur og þarf að bíða eftir fréttum en svona eru bara aðstæðurnar í dag. Ég þarf bara að vera þolinmóður, halda mér í formi og vera klár þegar kallið kemur,“ sagði Brynjólfur en hann bjartsýnn á það að vera í hópnum. „Ef ég held áfram að standa mig svona og verð í formi þá myndi ég halda það að ég fái að vera með,“ sagði Brynjólfur. „Við erum allir mjög góðir vinir og ég hef talað við strákana. Það eru allir mjög spenntir fyrir þessu af þeim sem hafa tekið þátt í þessum verkefnum. Það er um leið gríðarleg samkeppni þarna og það er ekkert grín að vera valinn í þennan hóp,“ sagði Brynjólfur. Ísland er í riðli á EM með Danmörku, Rússlandi og Frakklandi. „Þetta eru mjög sterk lið en við erum búnir að sýna það í undankeppninni að við getum unnið hvaða lið sem er ef við erum allir á sömu blaðsíðu og gefum allt okkar í alla leiki“ sagði Brynjólfur en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. EM U21 í fótbolta 2021 Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Brynjólfur til Noregs eftir EM: Leikmaður sem stuðningsmenn gætu dýrkað Knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Andersen Willumsson er orðinn leikmaður Kristiansund en norska félagið er sagt kaupa Brynjólf fyrir metfé. 9. mars 2021 15:23 Brynjólfur sagður stinga sér til Kristiansunds fyrir metfé Norska úrvalsdeildarfélagið Kristiansund hefur náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á knattspyrnumanninum unga Brynjólfi Andersen Willumssyni. 5. mars 2021 16:30 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Brynjólf í gær og ræddi meðal annars við hann um úrslitakeppni EM sem Ísland fær að keppa við bestu 21 árs landslið álfunnar. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og er bara að bíða eftir því að það verði valið í þennan hóp,“ sagði Brynjólfur Andersen Willumsson. „Ég hef fylgst vel með þessu og undankeppnin var mjög skemmtileg og góð. Þetta verður bara spennandi,“ sagði Brynjólfur sem fær að æfa áfram með Breiðablik þrátt fyrir að félagið sé búið að selja hann til Kristiansund í Noregi. „Ég æfi bara hjá Breiðablik eins og er og við erum að æfa á fullu. Það er snjór og svona úti en við erum vanir því hérna heima,“ sagði Brynjólfur. Davíð Snorri Jónsson er tekinn við 21 árs landsliðinu og því verður ekki sami þjálfari í úrslitakeppninni og í undankeppninni. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku eins og kunnugt er við A-landsliðinu á dögunum. „Það voru æfingar um daginn og þær voru mjög flottar. Ég hef unnið með honum áður því hann var aðstoðarþjálfari í U-19 liðinu. Mér lýst bara mjög vel á hann og við höfum náð vel saman,“ sagði Brynjólfur. Klippa: Brynjólfur um EM U21 Davíð Snorri fær það erfiða verkefni að velja leikmenn í EM-hópinn sinn í miðjum heimsfaraldri og þegar A-landsliðið er að keppa á sama tíma. Það er ekki víst hvaða leikmenn fá leyfi frá félögum sínum að fara á mótið og svo er heldur ekki ljóst hvaða leikmenn verða teknir upp í A-landsliðið. „Maður er spenntur og þarf að bíða eftir fréttum en svona eru bara aðstæðurnar í dag. Ég þarf bara að vera þolinmóður, halda mér í formi og vera klár þegar kallið kemur,“ sagði Brynjólfur en hann bjartsýnn á það að vera í hópnum. „Ef ég held áfram að standa mig svona og verð í formi þá myndi ég halda það að ég fái að vera með,“ sagði Brynjólfur. „Við erum allir mjög góðir vinir og ég hef talað við strákana. Það eru allir mjög spenntir fyrir þessu af þeim sem hafa tekið þátt í þessum verkefnum. Það er um leið gríðarleg samkeppni þarna og það er ekkert grín að vera valinn í þennan hóp,“ sagði Brynjólfur. Ísland er í riðli á EM með Danmörku, Rússlandi og Frakklandi. „Þetta eru mjög sterk lið en við erum búnir að sýna það í undankeppninni að við getum unnið hvaða lið sem er ef við erum allir á sömu blaðsíðu og gefum allt okkar í alla leiki“ sagði Brynjólfur en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
EM U21 í fótbolta 2021 Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Brynjólfur til Noregs eftir EM: Leikmaður sem stuðningsmenn gætu dýrkað Knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Andersen Willumsson er orðinn leikmaður Kristiansund en norska félagið er sagt kaupa Brynjólf fyrir metfé. 9. mars 2021 15:23 Brynjólfur sagður stinga sér til Kristiansunds fyrir metfé Norska úrvalsdeildarfélagið Kristiansund hefur náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á knattspyrnumanninum unga Brynjólfi Andersen Willumssyni. 5. mars 2021 16:30 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sjá meira
Brynjólfur til Noregs eftir EM: Leikmaður sem stuðningsmenn gætu dýrkað Knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Andersen Willumsson er orðinn leikmaður Kristiansund en norska félagið er sagt kaupa Brynjólf fyrir metfé. 9. mars 2021 15:23
Brynjólfur sagður stinga sér til Kristiansunds fyrir metfé Norska úrvalsdeildarfélagið Kristiansund hefur náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á knattspyrnumanninum unga Brynjólfi Andersen Willumssyni. 5. mars 2021 16:30
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn