Fyrsta og eina mark leiksins kom á 37. mínútu. Eftir að boltinn fór í hönd Darnell Furlong benti dómarinn Simon Hooper á vítapunktinn eftir skoðun í VARsjánni.
Luka Milivojevic steig á punktinn og skoraði fram hjá Sam Johnstone í marki WBA. Heimamenn 1-0 yfir í hálfleik.
WBA reyndi að finna glufur á vörn Palace í síðari hálfleik en ekki tókst það og lokatölur 1-0 sigur Palace.
WBA er í verulega slæmum málum. Þeir eru átta stigum á eftir Brighton, sem er í sautjánda sætinu, en Brighton á einnig leik til goða.
Palace er í ellefta sætinu með 37 stig, ellefu stigum frá fallbaráttunni.
FT! Crystal Palace 1-0 West Brom.
— BBC Sport (@BBCSport) March 13, 2021
All over. #CPFC have edged this one.#bbcfootball #CRYWBA