Beyoncé og Taylor Swift skráðu sig á spjöld Grammy-sögunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2021 07:16 Beyoncé á Grammy-verðlaunahátíðinni í gær. Getty/Kevin Winter Bandarísku tónlistarkonurnar Beyoncé og Taylor Swift rituðu nöfn sín á spjöld sögunnar á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í gær. Beyoncé vann sín 28. Grammy-verðlaun og hefur enginn í sögu verðlaunanna unnið fleiri. Beyoncé tók þannig fram úr bluegrass-söngkonunni Alison Krauss sem hefur unnið til 27 Grammy-verðlauna. Beyoncé vann til tveggja verðlauna í gær, annars vegar fyrir besta tónlistarmyndbandið við lagið Brown Skin Girl og hins vegar fyrir bestu frammistöðuna í R&B-tónlist fyrir lag sitt Black Parade. Taylor Swift var verðlaunuð fyrir plötu ársins, Folklore, og varð þar með fyrsti kvenkyns tónlistarmaðurinn til að vinna í þeim flokki þrisvar sinnum. Swift fékk sömu verðlaun 2010 fyrir plötu sína Fearless og svo aftur 2016 fyrir plötuna 1989. Aðeins þrír karlkyns tónlistarmenn höfðu áður náð þeim árangri að vinna þrisvar fyrir bestu plötuna, þeir Frank Sinatra, Paul Simon og Stevie Wonder. Billie Eilish vann síðan fyrir bestu smáskífuna annað árið í röð með lagi sínu Everything I Wanted. I Can‘t Breathe með H.E.R. var valið lag ársins og nýliði ársins var Megan Thee Stallion. watch on YouTube Þá vann Hildur Guðnadóttir, tónskáld, Grammy-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókerinn eins og greint var frá hér á Vísi í gærkvöldi. Helstu sigurvegarar Grammy-verðlaunanna 2021: Smáskífa ársins: Billie Eilish – Everything I Wanted Plata ársins: Taylor Swift – Folklore Lag ársins: H.E.R. – I Can‘t Breathe Nýliði ársins: Megan Thee Stallion Besta poppplatan – sungin: Dua Lipa – Future Nostalgia Besti sóló-poppflytjandinn: Harry Styles – Watermelon Sugar Besta poppdúóið/poppsveitin: Lady Gaga og Ariana Grande – Rain on Me Besta poppplatan – hefðbundin: James Taylor – American Standard Besta raftónlistarplatan: Kaytranada - Bubba Besta rokkplatan: The Strokes – The New Abnormal Besta alternative-platan: Fiona Apple – Fetch the Bolt Cutters Besta R&B-platan: John Legend – Bigger Love Besta rappplatan: Nas – King‘s Disease Besta kántríplatan: Miranda Lambert – Wildcard Ítarlegri lista um sigurvegara á Grammy-verðlaununum 2021 má nálgast á vef Guardian. Hér fyrir neðan má sjá tónlistaratriðin sem flutt voru á verðlaunaathöfninni í gær. watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube Grammy Menning Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Beyoncé vann sín 28. Grammy-verðlaun og hefur enginn í sögu verðlaunanna unnið fleiri. Beyoncé tók þannig fram úr bluegrass-söngkonunni Alison Krauss sem hefur unnið til 27 Grammy-verðlauna. Beyoncé vann til tveggja verðlauna í gær, annars vegar fyrir besta tónlistarmyndbandið við lagið Brown Skin Girl og hins vegar fyrir bestu frammistöðuna í R&B-tónlist fyrir lag sitt Black Parade. Taylor Swift var verðlaunuð fyrir plötu ársins, Folklore, og varð þar með fyrsti kvenkyns tónlistarmaðurinn til að vinna í þeim flokki þrisvar sinnum. Swift fékk sömu verðlaun 2010 fyrir plötu sína Fearless og svo aftur 2016 fyrir plötuna 1989. Aðeins þrír karlkyns tónlistarmenn höfðu áður náð þeim árangri að vinna þrisvar fyrir bestu plötuna, þeir Frank Sinatra, Paul Simon og Stevie Wonder. Billie Eilish vann síðan fyrir bestu smáskífuna annað árið í röð með lagi sínu Everything I Wanted. I Can‘t Breathe með H.E.R. var valið lag ársins og nýliði ársins var Megan Thee Stallion. watch on YouTube Þá vann Hildur Guðnadóttir, tónskáld, Grammy-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókerinn eins og greint var frá hér á Vísi í gærkvöldi. Helstu sigurvegarar Grammy-verðlaunanna 2021: Smáskífa ársins: Billie Eilish – Everything I Wanted Plata ársins: Taylor Swift – Folklore Lag ársins: H.E.R. – I Can‘t Breathe Nýliði ársins: Megan Thee Stallion Besta poppplatan – sungin: Dua Lipa – Future Nostalgia Besti sóló-poppflytjandinn: Harry Styles – Watermelon Sugar Besta poppdúóið/poppsveitin: Lady Gaga og Ariana Grande – Rain on Me Besta poppplatan – hefðbundin: James Taylor – American Standard Besta raftónlistarplatan: Kaytranada - Bubba Besta rokkplatan: The Strokes – The New Abnormal Besta alternative-platan: Fiona Apple – Fetch the Bolt Cutters Besta R&B-platan: John Legend – Bigger Love Besta rappplatan: Nas – King‘s Disease Besta kántríplatan: Miranda Lambert – Wildcard Ítarlegri lista um sigurvegara á Grammy-verðlaununum 2021 má nálgast á vef Guardian. Hér fyrir neðan má sjá tónlistaratriðin sem flutt voru á verðlaunaathöfninni í gær. watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube
Grammy Menning Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira