Í tilkynningu kemur fram að Andrés hafi verið ráðinn verkefnisstjóri fasteignaþróunar og fasteignaviðskipta, en Kristinn Karel sviðsstjóri fjármálasviðs.
„Andrés býr að yfirgripsmikilli reynslu úr fjármálageiranum. Hann starfaði hjá Byr á árunum 2007-2011. Fyrst sem viðskiptastjóri fyrirtækja og síðar sem sérfræðingur í fjárstýringu. Við sameiningu Byrs og íslandsbanka 2011 starfaði Andrés sem sérfræðingur í fjárstýringu til ársins 2014. Á árunum 2014-19 starfaði Andrés sem sjóðsstjóri hjá ÍV sjóðum.
Andrés er með Mastersgráðu í alþjóðlegum fjármálum og bankastarfsemi frá Háskólanum í Reykjavík og próf í verðbréfaviðskiptum frá sama skóla. Auk þess er hann menntaður húsasmiður.
Kristinn Karel Jóhannsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri fjármálasviðs Félagsbústaða. Kristinn starfaði áður sem sérfræðingur í fjárstýringu á fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurbogar. Kristinn er með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands og hefur mikla og góða reynslu á því sviði. Auk þess er hann með próf í verðbréfaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík.
Félagsbústaðir eru stærsta þjónustufyrirtæki landsins á leigumarkaði, á og leigir út hátt í 3000 íbúðir í Reykjavík. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að árlega fjölgi íbúum um og yfir 100 og að þær dreifist sem jafnast um borgina til að tryggja félagslegan margbreytileika og fjölbreytni í hverfum borgarinnar,“ segir í tilkynningunni.
Á skrifstofu Félagsbústaða starfa um 25 manns.