Pep ekki sammála leikmanni sínum á blaðamannafundi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 11:30 Pep Guardiola með Oleksandr Zinchenko eftir einn leikinn hjá Manchester City. EPA-EFE/ALAN WALTER Oleksandr Zinchenko segir að Manchester City geti unnið fernuna á þessu tímabili en knattspyrnustjórinn Pep Guardiola er ekki sammála honum. Pep Guardiola og Oleksandr Zinchenko voru fulltrúar Manchester City á blaðamannafundi liðsins fyrir Meistaradeildarleik við þýska félagið Borussia Mönchengladbach sem fram fer í kvöld. Hinn 24 ára gamli Zinchenko hélt því fram að Manchester City hefði alla burði til að vinna fjóra titla í vor eða ða verða enskur meistari, enskur bikarmeistari, enskur deildabikarmeistari og að vinna Meistaradeildina. "Nothing irks Guardiola more than his players getting carried away with themselves. Quadruple talk is basically off limits."@hirstclass reports on a Zinchenko press conference that finally addressed the #ManCity elephant in the room https://t.co/EOLew9z432— Times Sport (@TimesSport) March 16, 2021 Pep Guardiola var ekki alveg á sömu skoðun og leikmaður sinn þegar ummæli Úkraínumannsins voru borin undir Guardiola. „Ég er eldri en Zinchenko, ég hef meiri reynslu en hann og ég er ekki sammála honum,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundinum. „Það eina sem hann þarf að hafa áhyggjur af er að vinna leikinn á morgun [Í kvöld] og komast áfram í næstu umferð. Það hefur ekkert lið unnið fjóra titla á einu tímabili áður og það er mín skoðun að það sé ekki að fara að gerast. Ef þú ert að spyrja mig um það hvort ég sé sammála honum þá er svarið við því nei,“ sagði Guardiola. "I am older than Mr Zinchenko and have more experience, I do not agree with him"Pep Guardiola has dismissed that Manchester City could win a famous quadruple this season and said he disagreed with Oleksandr Zinchenko saying he could see hungry eyes in the dressing room pic.twitter.com/MJeIagF7pS— Football Daily (@footballdaily) March 15, 2021 Manchester City hefur aldrei unnið Meistaradeildina en vann heimaþrennuna tímabilið 2019-20. „Ég held að allt sé mögulegt með Pep. Við erum með ótrúlegan hóp, bestu leikmenn í heimi og án efa getum við unnið fernuna, af hverju ekki?,“ sagði Oleksandr Zinchenko. Seinni leikur Manchester City og Borussia Mönchengladbach fer fram í Búdapest í kvöld alveg eins og fyrri leikurinn. Leikurinn í kvöld er samt heimaleikur City en lærisveinar Pep unnu fyrri leikinn 2-0. Leikur Manchester City og Borussia Mönchengladbach verður sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.50. Á sama tíma verður leikur Real Madrid og Atalanta sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 og Meistaradeildarmörkin verða síðan á sömu stöð eftir leiki kvöldsins eða klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Sjá meira
Pep Guardiola og Oleksandr Zinchenko voru fulltrúar Manchester City á blaðamannafundi liðsins fyrir Meistaradeildarleik við þýska félagið Borussia Mönchengladbach sem fram fer í kvöld. Hinn 24 ára gamli Zinchenko hélt því fram að Manchester City hefði alla burði til að vinna fjóra titla í vor eða ða verða enskur meistari, enskur bikarmeistari, enskur deildabikarmeistari og að vinna Meistaradeildina. "Nothing irks Guardiola more than his players getting carried away with themselves. Quadruple talk is basically off limits."@hirstclass reports on a Zinchenko press conference that finally addressed the #ManCity elephant in the room https://t.co/EOLew9z432— Times Sport (@TimesSport) March 16, 2021 Pep Guardiola var ekki alveg á sömu skoðun og leikmaður sinn þegar ummæli Úkraínumannsins voru borin undir Guardiola. „Ég er eldri en Zinchenko, ég hef meiri reynslu en hann og ég er ekki sammála honum,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundinum. „Það eina sem hann þarf að hafa áhyggjur af er að vinna leikinn á morgun [Í kvöld] og komast áfram í næstu umferð. Það hefur ekkert lið unnið fjóra titla á einu tímabili áður og það er mín skoðun að það sé ekki að fara að gerast. Ef þú ert að spyrja mig um það hvort ég sé sammála honum þá er svarið við því nei,“ sagði Guardiola. "I am older than Mr Zinchenko and have more experience, I do not agree with him"Pep Guardiola has dismissed that Manchester City could win a famous quadruple this season and said he disagreed with Oleksandr Zinchenko saying he could see hungry eyes in the dressing room pic.twitter.com/MJeIagF7pS— Football Daily (@footballdaily) March 15, 2021 Manchester City hefur aldrei unnið Meistaradeildina en vann heimaþrennuna tímabilið 2019-20. „Ég held að allt sé mögulegt með Pep. Við erum með ótrúlegan hóp, bestu leikmenn í heimi og án efa getum við unnið fernuna, af hverju ekki?,“ sagði Oleksandr Zinchenko. Seinni leikur Manchester City og Borussia Mönchengladbach fer fram í Búdapest í kvöld alveg eins og fyrri leikurinn. Leikurinn í kvöld er samt heimaleikur City en lærisveinar Pep unnu fyrri leikinn 2-0. Leikur Manchester City og Borussia Mönchengladbach verður sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.50. Á sama tíma verður leikur Real Madrid og Atalanta sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 og Meistaradeildarmörkin verða síðan á sömu stöð eftir leiki kvöldsins eða klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Sjá meira