Leggja allt sitt traust á gamla gengið gegn óttalausu Atalanta-liði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2021 14:11 Toni Kroos á ferðinni í fyrri leik Real Madrid og Atalanta sem spænska liðið vann, 0-1. getty/Antonio Villalba Sigursælasta lið í sögu Meistaradeildar Evrópu, Real Madrid, er með eins marks forskot fyrir seinni leikinn gegn Atalanta í sextán liða úrslitum keppninnar og treystir á reynsluna til að komast yfir þann hjalla. Real Madrid vann fyrri leik liðanna í Bergamo með einu marki gegn engu. Sá leikur breyttist strax á 17. mínútu þegar svissneski miðjumaðurinn Remo Freuler var rekinn af velli fyrir brot á Ferland Mendy. Eftir það þurfti hið sóknarglaða lið Atalanta að gera sér að góðu að verjast af öllum mætti og það tókst næstum því. En Mendy gerði Atalanta aftur grikk þegar hann skoraði með góðu hægri fótar skoti fyrir utan vítateig fjórum mínútum fyrir leikslok. Real Madrid vann því 0-1 sigur og fór með dýrmætt útivallarmark í farteskinu frá Ítalíu. Atalanta hefur unnið þrjá af fjórum leikjum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni frá fyrri leiknum gegn Real Madrid. Eina tapið var fyrir toppliði Inter. Á meðan hefur Real Madrid leikið þrjá leiki í spænsku úrvalsdeildinni. Madrídingar gerðu jafntefli við Real Sociedad og Atlético Madrid en unnu Elche um helgina, 2-1, þar sem Karim Benzema skoraði bæði mörkin. Ómetanlegur Benzema Það er engum ofsögum sagt að Benzema sé mikilvægasti sóknarmaður Real Madrid. Raunar virðist hann vera sá eini sem getur skorað í liðinu. Frakkinn hefur skorað tuttugu mörk í öllum keppnum í vetur. Næstmarkahæsti leikmaður Real Madrid á tímabilinu, Casemiro, er með sex mörk. Á meðan er Atalanta með nóg af mönnum sem geta skorað. Kólumbísku framherjarnir Luis Muriel og Duván Zapata fara þar fremstir í flokki en þeir hafa samtals skorað 32 mörk í öllum keppnum í vetur. Ramos snýr aftur Muriel, Zapata og félagar í framlínu Atalanta þurfa þó að komast framhjá Sergio Ramos í leiknum í kvöld en hann er klár í slaginn á ný eftir meiðsli. Real Madrid hefur ekki dottið úr leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar með Ramos í liðinu síðan 2015. Hann var fjarri góðu gamni þegar Real Madrid féll úr leik fyrir Ajax 2019 og Manchester City í fyrra. Það vantar ekki þekkinguna og sigurhefðina í lið Real Madrid með þá Ramos, Benzema, Luka Modric og Toni Kroos í broddi fylkingar. Þeir voru allir í liði Real Madrid sem vann Meistaradeildina 2014 og svo þrjú ár í röð (2016-18). Gamla gengið hjá Real Madrid sem ætlar að koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.as Á forsíðu AS í dag var mynd af fjórmenningunum undir yfirskriftinni að Real Madrid þyrfti að treysta á þessa þrautreyndu kappa í leiknum í kvöld. Hársbreidd frá undanúrslitunum Öfugt við Real Madrid er ekki mikil Meistaradeildarreynsla í liði Atalanta sem er aðeins á öðru tímabili sínu í keppninni. Atalanta var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrra, sínu fyrsta tímabili í keppninni, en tapaði á grátlegan hátt fyrir Paris Saint-Germain, 2-1, í átta liða úrslitunum. Þrátt fyrir að staðan sé erfið og andstæðingurinn sterkur eru strákarnir hans Gians Piero Gasperini hvergi bangnir og munu væntanlega spila af sama óttaleysinu í kvöld og í flestum öðrum leikjum sínum. Leikur Real Madrid og Atalanta hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Manchester City og Borussia Mönchengladbach á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmessunni á sömu stöð klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
Real Madrid vann fyrri leik liðanna í Bergamo með einu marki gegn engu. Sá leikur breyttist strax á 17. mínútu þegar svissneski miðjumaðurinn Remo Freuler var rekinn af velli fyrir brot á Ferland Mendy. Eftir það þurfti hið sóknarglaða lið Atalanta að gera sér að góðu að verjast af öllum mætti og það tókst næstum því. En Mendy gerði Atalanta aftur grikk þegar hann skoraði með góðu hægri fótar skoti fyrir utan vítateig fjórum mínútum fyrir leikslok. Real Madrid vann því 0-1 sigur og fór með dýrmætt útivallarmark í farteskinu frá Ítalíu. Atalanta hefur unnið þrjá af fjórum leikjum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni frá fyrri leiknum gegn Real Madrid. Eina tapið var fyrir toppliði Inter. Á meðan hefur Real Madrid leikið þrjá leiki í spænsku úrvalsdeildinni. Madrídingar gerðu jafntefli við Real Sociedad og Atlético Madrid en unnu Elche um helgina, 2-1, þar sem Karim Benzema skoraði bæði mörkin. Ómetanlegur Benzema Það er engum ofsögum sagt að Benzema sé mikilvægasti sóknarmaður Real Madrid. Raunar virðist hann vera sá eini sem getur skorað í liðinu. Frakkinn hefur skorað tuttugu mörk í öllum keppnum í vetur. Næstmarkahæsti leikmaður Real Madrid á tímabilinu, Casemiro, er með sex mörk. Á meðan er Atalanta með nóg af mönnum sem geta skorað. Kólumbísku framherjarnir Luis Muriel og Duván Zapata fara þar fremstir í flokki en þeir hafa samtals skorað 32 mörk í öllum keppnum í vetur. Ramos snýr aftur Muriel, Zapata og félagar í framlínu Atalanta þurfa þó að komast framhjá Sergio Ramos í leiknum í kvöld en hann er klár í slaginn á ný eftir meiðsli. Real Madrid hefur ekki dottið úr leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar með Ramos í liðinu síðan 2015. Hann var fjarri góðu gamni þegar Real Madrid féll úr leik fyrir Ajax 2019 og Manchester City í fyrra. Það vantar ekki þekkinguna og sigurhefðina í lið Real Madrid með þá Ramos, Benzema, Luka Modric og Toni Kroos í broddi fylkingar. Þeir voru allir í liði Real Madrid sem vann Meistaradeildina 2014 og svo þrjú ár í röð (2016-18). Gamla gengið hjá Real Madrid sem ætlar að koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.as Á forsíðu AS í dag var mynd af fjórmenningunum undir yfirskriftinni að Real Madrid þyrfti að treysta á þessa þrautreyndu kappa í leiknum í kvöld. Hársbreidd frá undanúrslitunum Öfugt við Real Madrid er ekki mikil Meistaradeildarreynsla í liði Atalanta sem er aðeins á öðru tímabili sínu í keppninni. Atalanta var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrra, sínu fyrsta tímabili í keppninni, en tapaði á grátlegan hátt fyrir Paris Saint-Germain, 2-1, í átta liða úrslitunum. Þrátt fyrir að staðan sé erfið og andstæðingurinn sterkur eru strákarnir hans Gians Piero Gasperini hvergi bangnir og munu væntanlega spila af sama óttaleysinu í kvöld og í flestum öðrum leikjum sínum. Leikur Real Madrid og Atalanta hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Manchester City og Borussia Mönchengladbach á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmessunni á sömu stöð klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira