Mourinho æfur: „Fótbolti er ekki bara fyrir leikmenn sem halda að þeir séu betri en aðrir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 13:00 José Mourinho sakaði sína menn um að bera ekki nógu mikla virðingu fyrir leiknum gegn Dinamo Zagreb. ap/Darko Bandic José Mourinho hefur oft verið sakaður um að leggja rútunni en í gær henti hann leikmönnum Tottenham undir rútuna svo gripið sé í aðra slælega hráþýðingu. Tottenham féll úr leik í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær eftir 3-0 tap fyrir Dinamo Zagreb á útivelli. Spurs vann fyrri leikinn, 2-0, og var því í afar góðri stöðu fyrir leikinn í gær. Mislav Orsic skoraði öll mörk Dinamo en sigurmarkið kom í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. Mourinho var afar ósáttur með frammistöðu Totttenham í leiknum í Zagreb í gær og sakaði sína menn um að leggja sig ekki nóg fram. „Þeir skildu blóð, orku og tár eftir inni í vellinum og í lokin jafnvel gleðitár. Þeir voru mjög auðmjúkir og einbeittir. Ég verð að hrósa þeim,“ sagði Mourinho sem fór inn í búningsklefa Dinamo eftir leikinn og óskaði leikmönnum liðsins til hamingju með sigurinn. Say what you want about Jose Mourinho, but walking into the Dinamo Zagreb dressing room to congratulate them is pure class pic.twitter.com/i30VqJ3xA7— Hayters TV (@HaytersTV) March 19, 2021 Mourinho sakaði Tottenham-menn um að bera ekki nógu mikla virðingu fyrir leiknum og andstæðingnum. „Aftur á móti leit ekki út fyrir að mitt lið - og ég endurtek, mitt lið - ekki út fyrir að vera að spila mikilvægan leik. Ef leikurinn var ekki mikilvægur fyrir alla þá var hann mikilvægur fyrir mig. Ég er vonsvikinn yfir muninum á viðhorfi liðanna. Ég er svekktur að það vantaði ekki bara grunnatriði fótboltans heldur lífsins, sem er að virða starfið okkar og leggja okkur alla fram, hjá mínu liði,“ sagði Mourinho. „Ég get bara beðið stuðningsmenn Tottenham afsökunar. Vonandi líður þeim eins og mér. Í dag var þetta upp á líf og dauða og á þessu augnabliki dóum við.“ Mourinho var ekki hættur og hélt áfram að gagnrýna viðhorf sinna manna. „Af virðingu við ferilinn minn og starfið mitt er hver leikur mikilvægur. Fyrir hvern einasta stuðningsmann Tottenham skiptir hver einasti leikur máli. Við þurfum viðhorfsbreytingu. Ég er miklu meira en sorgmæddur,“ sagði Portúgalinn. „Fótbolti er ekki bara fyrir leikmenn sem halda að þeir séu betri en aðrir. Viðhorf er aðalatriðið í fótbolta og þar höfðu þeir yfirhöndina.“ Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho áhyggjufullur eftir hörmulegt tap Tottenham | Myndband José Mourinho var myrkur í máli er hann ræddi við blaðamenn að loknu 3-0 tapi Tottenham Hotspur gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Með því er Tottenham dottið út úr Evrópudeildinni og möguleikar liðsins á að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta ári orðnir litlir sem engir. 18. mars 2021 21:46 Tottenham úr leik eftir ótrúlegt tap gegn Dinamo Zagreb Dinamo Zagreb gerði sér lítið fyrir og sló Tottenham Hotspur út úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Lokatölur 3-0 í framlengdum leik en heimamenn í Zagreb voru 2-0 yfir að loknum venjulegum leiktíma. 18. mars 2021 20:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Tottenham féll úr leik í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær eftir 3-0 tap fyrir Dinamo Zagreb á útivelli. Spurs vann fyrri leikinn, 2-0, og var því í afar góðri stöðu fyrir leikinn í gær. Mislav Orsic skoraði öll mörk Dinamo en sigurmarkið kom í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. Mourinho var afar ósáttur með frammistöðu Totttenham í leiknum í Zagreb í gær og sakaði sína menn um að leggja sig ekki nóg fram. „Þeir skildu blóð, orku og tár eftir inni í vellinum og í lokin jafnvel gleðitár. Þeir voru mjög auðmjúkir og einbeittir. Ég verð að hrósa þeim,“ sagði Mourinho sem fór inn í búningsklefa Dinamo eftir leikinn og óskaði leikmönnum liðsins til hamingju með sigurinn. Say what you want about Jose Mourinho, but walking into the Dinamo Zagreb dressing room to congratulate them is pure class pic.twitter.com/i30VqJ3xA7— Hayters TV (@HaytersTV) March 19, 2021 Mourinho sakaði Tottenham-menn um að bera ekki nógu mikla virðingu fyrir leiknum og andstæðingnum. „Aftur á móti leit ekki út fyrir að mitt lið - og ég endurtek, mitt lið - ekki út fyrir að vera að spila mikilvægan leik. Ef leikurinn var ekki mikilvægur fyrir alla þá var hann mikilvægur fyrir mig. Ég er vonsvikinn yfir muninum á viðhorfi liðanna. Ég er svekktur að það vantaði ekki bara grunnatriði fótboltans heldur lífsins, sem er að virða starfið okkar og leggja okkur alla fram, hjá mínu liði,“ sagði Mourinho. „Ég get bara beðið stuðningsmenn Tottenham afsökunar. Vonandi líður þeim eins og mér. Í dag var þetta upp á líf og dauða og á þessu augnabliki dóum við.“ Mourinho var ekki hættur og hélt áfram að gagnrýna viðhorf sinna manna. „Af virðingu við ferilinn minn og starfið mitt er hver leikur mikilvægur. Fyrir hvern einasta stuðningsmann Tottenham skiptir hver einasti leikur máli. Við þurfum viðhorfsbreytingu. Ég er miklu meira en sorgmæddur,“ sagði Portúgalinn. „Fótbolti er ekki bara fyrir leikmenn sem halda að þeir séu betri en aðrir. Viðhorf er aðalatriðið í fótbolta og þar höfðu þeir yfirhöndina.“ Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho áhyggjufullur eftir hörmulegt tap Tottenham | Myndband José Mourinho var myrkur í máli er hann ræddi við blaðamenn að loknu 3-0 tapi Tottenham Hotspur gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Með því er Tottenham dottið út úr Evrópudeildinni og möguleikar liðsins á að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta ári orðnir litlir sem engir. 18. mars 2021 21:46 Tottenham úr leik eftir ótrúlegt tap gegn Dinamo Zagreb Dinamo Zagreb gerði sér lítið fyrir og sló Tottenham Hotspur út úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Lokatölur 3-0 í framlengdum leik en heimamenn í Zagreb voru 2-0 yfir að loknum venjulegum leiktíma. 18. mars 2021 20:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Mourinho áhyggjufullur eftir hörmulegt tap Tottenham | Myndband José Mourinho var myrkur í máli er hann ræddi við blaðamenn að loknu 3-0 tapi Tottenham Hotspur gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Með því er Tottenham dottið út úr Evrópudeildinni og möguleikar liðsins á að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta ári orðnir litlir sem engir. 18. mars 2021 21:46
Tottenham úr leik eftir ótrúlegt tap gegn Dinamo Zagreb Dinamo Zagreb gerði sér lítið fyrir og sló Tottenham Hotspur út úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Lokatölur 3-0 í framlengdum leik en heimamenn í Zagreb voru 2-0 yfir að loknum venjulegum leiktíma. 18. mars 2021 20:30