Bassi Maraj slær öll met á Spotify og er rétt að byrja Sylvía Hall skrifar 20. mars 2021 21:51 Bassi Maraj er nýjasta viðbótin í flóru íslenskra tónlistarmanna og er óhætt að segja að hann byrji með stæl. Aðsend Raunveruleikastjarnan og nú tónlistarmaðurinn Bassi Maraj hefur vægast sagt slegið í gegn undanfarin misseri. Nýtt lag hans, sem kom út í gær, fór beint í efsta sæti íslenska vinsældalistans á Spotify og segist Bassi binda vonir við að lagið verði vinsælt á klúbbnum í sumar. „Ef hann einhvern tímann opnar.“ „Ég er búinn að sitja á laginu í smá tíma svo ég er kominn með pínu leið á því. Ég er alltaf í sjokki þegar fólk er bara „omg þetta er æði“ og ég er bara „what“ því ég fatta ekki að fólk er að heyra þetta í fyrsta skiptið.“ Lagið heitir einfaldlega Bassi Maraj og fengu áhorfendur raunveruleikaþáttanna Æði að fylgjast með ferlinu á bak við. Lagið er framleitt af Arnari Inga Ingasyni, sem er betur þekktur sem Young Nazareth, en hann hefur starfað með mörgum vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Von er á tónlistarmyndbandi bráðum en Bassi segist vera rétt að byrja. Það er honum þó mikið hjartans mál að betri tök náist á kórónuveirufaraldrinum, enda sakni hann þess að kíkja á næturlífið og vill hann ólmur komast á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Ég væri alveg til í að spila þar, en mig langar aðallega bara að djamma sko.“ Bassi Maraj sló rækilega í gegn í sjónvarpsþáttunum Æði sem sýndir voru á Stöð 2+ við góðar undirtektir. Nú er stefnan sett á tónlistarferil.Aðsend „Þetta er bara æði“ „Úff já. A whole success,“ segir Bassi í samtali við Vísi þegar hann er spurður út í viðtökurnar og vísar þar til velgengni lagsins. Hann segir viðbrögðin hafa komið skemmtilega á óvart. „Þetta er bara æði.“ Laginu hefur verið streymt rúmlega 40 þúsund sinnum á Spotify frá því að það var gefið út í gær. Strax á fyrsta degi voru streymin orðin rúmlega 25 þúsund og var því fyrsta sætið á íslenska vinsældalistanum á Spotify nokkuð öruggt. Útgáfu lagsins verður fagnað á kvöld í góðra vina hópi, þar á meðal Patreki Jaime, Binna Glee og tvíburunum sem aðdáendur Æði kannast við, en Patrekur fagnar einmitt 21 árs afmæli sínu í dag. „Það er heill dagur. Það er þyrluflug og læti. Bröns og dinner og bowling með Binna, Patta og the twins.“ Æði Tónlist Tengdar fréttir Fyrsta lag Bassa komið út Bassi Maraj skaust upp á stjörnuhimininn með framkomu sinni í raunveruleikaþáttunum Æði ásamt félögum sínum Patrek Jaime og Binna Glee. 19. mars 2021 11:31 Náði ekki að kveðja föður sinn Á dögunum fékk Ísland í dag að fylgjast með venjulegum degi í lífi raunveruleikastjörnunnar Patreks Jaime sem slegið hefur í gegn í þáttunum Æði á Stöð2+. 8. mars 2021 10:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég er búinn að sitja á laginu í smá tíma svo ég er kominn með pínu leið á því. Ég er alltaf í sjokki þegar fólk er bara „omg þetta er æði“ og ég er bara „what“ því ég fatta ekki að fólk er að heyra þetta í fyrsta skiptið.“ Lagið heitir einfaldlega Bassi Maraj og fengu áhorfendur raunveruleikaþáttanna Æði að fylgjast með ferlinu á bak við. Lagið er framleitt af Arnari Inga Ingasyni, sem er betur þekktur sem Young Nazareth, en hann hefur starfað með mörgum vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Von er á tónlistarmyndbandi bráðum en Bassi segist vera rétt að byrja. Það er honum þó mikið hjartans mál að betri tök náist á kórónuveirufaraldrinum, enda sakni hann þess að kíkja á næturlífið og vill hann ólmur komast á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Ég væri alveg til í að spila þar, en mig langar aðallega bara að djamma sko.“ Bassi Maraj sló rækilega í gegn í sjónvarpsþáttunum Æði sem sýndir voru á Stöð 2+ við góðar undirtektir. Nú er stefnan sett á tónlistarferil.Aðsend „Þetta er bara æði“ „Úff já. A whole success,“ segir Bassi í samtali við Vísi þegar hann er spurður út í viðtökurnar og vísar þar til velgengni lagsins. Hann segir viðbrögðin hafa komið skemmtilega á óvart. „Þetta er bara æði.“ Laginu hefur verið streymt rúmlega 40 þúsund sinnum á Spotify frá því að það var gefið út í gær. Strax á fyrsta degi voru streymin orðin rúmlega 25 þúsund og var því fyrsta sætið á íslenska vinsældalistanum á Spotify nokkuð öruggt. Útgáfu lagsins verður fagnað á kvöld í góðra vina hópi, þar á meðal Patreki Jaime, Binna Glee og tvíburunum sem aðdáendur Æði kannast við, en Patrekur fagnar einmitt 21 árs afmæli sínu í dag. „Það er heill dagur. Það er þyrluflug og læti. Bröns og dinner og bowling með Binna, Patta og the twins.“
Æði Tónlist Tengdar fréttir Fyrsta lag Bassa komið út Bassi Maraj skaust upp á stjörnuhimininn með framkomu sinni í raunveruleikaþáttunum Æði ásamt félögum sínum Patrek Jaime og Binna Glee. 19. mars 2021 11:31 Náði ekki að kveðja föður sinn Á dögunum fékk Ísland í dag að fylgjast með venjulegum degi í lífi raunveruleikastjörnunnar Patreks Jaime sem slegið hefur í gegn í þáttunum Æði á Stöð2+. 8. mars 2021 10:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Fyrsta lag Bassa komið út Bassi Maraj skaust upp á stjörnuhimininn með framkomu sinni í raunveruleikaþáttunum Æði ásamt félögum sínum Patrek Jaime og Binna Glee. 19. mars 2021 11:31
Náði ekki að kveðja föður sinn Á dögunum fékk Ísland í dag að fylgjast með venjulegum degi í lífi raunveruleikastjörnunnar Patreks Jaime sem slegið hefur í gegn í þáttunum Æði á Stöð2+. 8. mars 2021 10:30