Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. mars 2021 15:29 Ljósmyndarinn Ari Magg náði þessari flottu mynd af Birni Steinbekk með drónann við gosið. Myndin til hægri er skáskot úr drónamyndbandi Björns. Samsett/Ari Magg-Björn Steinbekk Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. Eitt af myndböndum Björns hefur svo sannarlega vakið heimsathygli en þar flýgur hann drónanum það nálægt gosgígnum að dróninn endar á að fljúga inn í hraunsletturnar. Það má eiginlega segja að drónanum hafi verið flogið inn í eldgos. „Fólk trúir því ekki að dróninn hafi actually lifað þetta af,“ sagði Björn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í dag. Björn segir að hann hafi sjálfur haldið að hann myndi aldrei sjá þennan dróna aftur. Björn tók tvo dróna með sér að gosinu í Geldingadal við Fagradalsfjall en umræddur dróni er svokallaður „racer“ dróni og fylgja honum sérstök sýndarveruleikagleraugu. Umrætt myndband má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Flogið yfir gíginn - Drónamyndband eftir Björn Steinbekk Þegar þetta er skrifað hafa yfir tvöhundruð þúsund horft á myndbandið á Youtube rás Björns – Bjorn Steinbekk – A guy with a drone. Myndbandinu hefur einnig verið dreift á samfélagsmiðlum og fréttamiðlum. „Allavega veit ég um 40 eða 50 sjónvarpsstöðvar út um allan heim að sýna þetta í gær,“ segir Björn. Hér fyrir neðan má sjá eitt myndband frá Birni sem birtist hér á Vísi um helgina. Klippa: Eldgosið fangað úr lofti Æfði sig á golfvelli Fyrirtæki í eigu Murdock fjölskyldunnar sér nú um dreyfingu og sölu á myndbandinu fyrir Björn, en hann hafði fengið þúsundir skilaboða og fyrirspurna auk viðtalsbeiðna á samfélagsmiðlum í tengslum við myndefnið hans frá gosstöðvunum. „Ég var löngu búinn að ákveða að gera þetta. Það er langt síðan ég ákvað að ef að það yrði eldgos, þá ætlaði ég að fljúga drónanum eins nálægt og ég gæti og ég var bara heppinn að vera kominn með þennan dróna.“ Hér fyrir neðan má sjá nýtt myndband frá gosinu sem Björn birti fyrr í dag. Björn var búinn að æfa sig stíft með því að fljúga á golfvelli. Hann hafði svo aðstoðarmann með sér við eldgosið sem tryggði að hann færi ekki of nálægt rauðglóandi þegar hann var með VR gleraugun á sér á meðan hann flaug drónanum. „Ég spilaði ótrúlega mikið Playstation, það hjálpar alveg ótrúlega mikið“ segir Björn líka um það hvernig hann varð svona góður í drónaflugi. Hann birtir einnig fjölmörg myndbönd á Instagram-síðu sinni. Viðtalið við Björn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Bítið Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Sjá meira
Eitt af myndböndum Björns hefur svo sannarlega vakið heimsathygli en þar flýgur hann drónanum það nálægt gosgígnum að dróninn endar á að fljúga inn í hraunsletturnar. Það má eiginlega segja að drónanum hafi verið flogið inn í eldgos. „Fólk trúir því ekki að dróninn hafi actually lifað þetta af,“ sagði Björn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í dag. Björn segir að hann hafi sjálfur haldið að hann myndi aldrei sjá þennan dróna aftur. Björn tók tvo dróna með sér að gosinu í Geldingadal við Fagradalsfjall en umræddur dróni er svokallaður „racer“ dróni og fylgja honum sérstök sýndarveruleikagleraugu. Umrætt myndband má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Flogið yfir gíginn - Drónamyndband eftir Björn Steinbekk Þegar þetta er skrifað hafa yfir tvöhundruð þúsund horft á myndbandið á Youtube rás Björns – Bjorn Steinbekk – A guy with a drone. Myndbandinu hefur einnig verið dreift á samfélagsmiðlum og fréttamiðlum. „Allavega veit ég um 40 eða 50 sjónvarpsstöðvar út um allan heim að sýna þetta í gær,“ segir Björn. Hér fyrir neðan má sjá eitt myndband frá Birni sem birtist hér á Vísi um helgina. Klippa: Eldgosið fangað úr lofti Æfði sig á golfvelli Fyrirtæki í eigu Murdock fjölskyldunnar sér nú um dreyfingu og sölu á myndbandinu fyrir Björn, en hann hafði fengið þúsundir skilaboða og fyrirspurna auk viðtalsbeiðna á samfélagsmiðlum í tengslum við myndefnið hans frá gosstöðvunum. „Ég var löngu búinn að ákveða að gera þetta. Það er langt síðan ég ákvað að ef að það yrði eldgos, þá ætlaði ég að fljúga drónanum eins nálægt og ég gæti og ég var bara heppinn að vera kominn með þennan dróna.“ Hér fyrir neðan má sjá nýtt myndband frá gosinu sem Björn birti fyrr í dag. Björn var búinn að æfa sig stíft með því að fljúga á golfvelli. Hann hafði svo aðstoðarmann með sér við eldgosið sem tryggði að hann færi ekki of nálægt rauðglóandi þegar hann var með VR gleraugun á sér á meðan hann flaug drónanum. „Ég spilaði ótrúlega mikið Playstation, það hjálpar alveg ótrúlega mikið“ segir Björn líka um það hvernig hann varð svona góður í drónaflugi. Hann birtir einnig fjölmörg myndbönd á Instagram-síðu sinni. Viðtalið við Björn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Bítið Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Sjá meira