Fótbolti

Moussa Dembélé hneig niður á æfingu Atletico Madrid í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Moussa Dembélé á æfingu með liði Atletico Madrid á dögunum.
Moussa Dembélé á æfingu með liði Atletico Madrid á dögunum. EPA-EFE/JUAN CARLOS HIDALGO

Betur fór án á horfðist í gær þegar það leið yfir framherjann Moussa Dembélé á æfingu með spænska liðinu Atletico Madrid.

Leikmenn Atletico voru í rólegheitum að teygja þegar Moussa Dembélé hneig skyndilega niður.

Læknalið Atletico Madrid kom fljótt til bjargar þar sem Frakkinn lá á grasinu. Sem betur fer þá náði Dembélé strax meðvitund aftur og gat gengið af velli af sjálfsdáðum.

Dembele fór síðan í gegnum rannsóknir í framhaldinu en þær virðast líka hafa komið vel út. Það sást nefnilega seinna til Moussa Dembele brosandi að keyra heim til sín eftir æfinguna.

Moussa Dembélé er 24 ára gamall en náði ekki að fylgja eftir tveimur flottum tímabilum í röð með Lyon. Hann lék áður með Fulham og Celtic. Dembélé er frekar nýkominn til spænska félagsins frá Lyon en hann kom á láni frá franska félaginu í janúar.

Dembélé á enn eftir að skora sitt fyrsta mark fyrir Atletico Madrid en næsti leikur liðsins er á móti Sevilla 4. apríl næstkomandi.

Hér fyrir neðan má sjá þetta óhugnanlega atvik á æfingunni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×