Bar enga virðingu fyrir sjálfri mér eftir nauðgunina Stefán Árni Pálsson skrifar 25. mars 2021 11:30 Halldóra Mogensen fer um víðan völl í viðtalinu en hún hefur gengið í gegnum margt í sínu lífi. vísir/vilhelm Halldóra Mogensen starfar í dag sem þingmaður fyrir Pírata, þrátt fyrir að hafa aldrei geta séð fyrir sér að vinna á þeim vettvangi á sínum tíma. Lífshlaup hennar hefur verið erfitt á köflum en á sama tíma hálf lygilegt og hefur Halldóra upplifað ótrúlegustu hluti. Sem barn flutti hún mikið og upplifði oft á tíðum algjört rótleysi. Halldóra er alin upp af einstæðri móður, hún var lögð í gróft einelti í æsku, flakkaði milli skóla beggja vegna Atlantshafsins og stoppaði sjaldan lengi á hverjum stað. Fyrir vikið var hún vinafá, með brotna sjálfsmynd og í leit að tilgangi. Í leitinni var víða komið við; meðal annars lék hún vændiskonu í bresku sjónvarpi, söng á sviði með stórstjörnum, hannaði föt fyrir mótmælendur, keppti í pool og endaði að lokum á þingi, þá einstæð móðir með ungt barn. Halldóra er gestur vikunnar í Einkalífinu. Þegar Halldóra var sautján ára var henni nauðgað. „Ég átta mig alveg á því að þetta hafði gríðarlega mikið áhrif á mitt líf en þegar ég var táningur þá var mér nauðgað. Á þessum tíma, ég er sautján ára, þá var þetta bara daglegt brauð liggur við,“ segir Halldóra og á þar við að mörgum ungum konum í kringum hana hafi verið nauðgað. Klippa: Einkalífið - Halldóra Mogensen „Það er önnur hver stelpa sem ég þekki sem hefur átt svipaða lífsreynslu. Á þessum tíma var ekkert talað um þetta. Ég man að mjög góð vinkona mín kom út úr þessu með mjög mikla áverka og þegar hún steig fram og sagði frá þá var hún bara útskúfuð og fékk hótanir og hatursbréf og símtöl, þangað til að hún dró þetta allt bara til baka og sagði bara að þetta hefði verið mistök og afneitaði þessu til þess að vera tekin aftur í sátt.“ Hún segir að í sínu tilfelli hafi hún farið að efast rosalega mikið um sjálfan sig. „Ég fór með honum heim, ég hef ekki verið nægilega dugleg að stoppa þetta og maður tekur þetta rosalega inn á sig og kennir sjálfum sér um. Það hefur gríðarlega mikil áhrif á hvernig maður ber virðingu fyrir sjálfum sér. Ég bar enga virðingu fyrir sjálfri mér í mjög langan tíma. Það hafði áhrif á öll tengsl við karlmenn, líka við konur og alla.“ Halldóra segist hafa unnið í þessu og lært að fyrirgefa. „Mér datt ekki einu sinni í hug að kæra, því mér fannst þetta vera mér að kenna. Ég skammaðist mín svo mikið fyrir þetta. Dómgreindin mín þarna var ekki nægilega góð og ég treysti einhverjum asnalega. Svo bara harkar maður þetta af sér,“ segir Halldóra. Taldi sig meðvirka „Það er eitt sem er voðalega mikið tabú að tala um og það er að ég sá líka hans hlið seinna,“ segir Halldóra og bætir því við að hún hafi fyrir vikið velt því fyrir sér hvort hún væri hreinlega svona meðvirk. Halldóra segist því ánægð með hvernig umræðan um þessi mál hefur verið opnuð að undanförnu. Í þessu samhengi má nefna bók þeirra Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur og Toms Stranger, Handan fyrirgefningar, frá árinu 2017. Þar segja þau frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi og vaktin bókin og fyrirlestur þeirra heimsathygli. Halldóra fagnar þessari erfiðu umræðu - „Að við séum að tala um þetta og þessi nýja kynslóð fái að heyra hlið kvenna og hlið karla og tala um þetta opinskátt.“ Í þættinum hér að ofan fer Halldóra í gegnum erfiða æsku, hvernig hún fann sig aldrei í menntakerfinu, barneignir, móðurhlutverkið, erfiðleika sem hún glímdi við í tengslum við fíkniefni og svo segir hún nokkrar lygilegar sögur, eins og þegar hún fór á Óskarinn. Einkalífið Píratar Kynferðisofbeldi Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Lífshlaup hennar hefur verið erfitt á köflum en á sama tíma hálf lygilegt og hefur Halldóra upplifað ótrúlegustu hluti. Sem barn flutti hún mikið og upplifði oft á tíðum algjört rótleysi. Halldóra er alin upp af einstæðri móður, hún var lögð í gróft einelti í æsku, flakkaði milli skóla beggja vegna Atlantshafsins og stoppaði sjaldan lengi á hverjum stað. Fyrir vikið var hún vinafá, með brotna sjálfsmynd og í leit að tilgangi. Í leitinni var víða komið við; meðal annars lék hún vændiskonu í bresku sjónvarpi, söng á sviði með stórstjörnum, hannaði föt fyrir mótmælendur, keppti í pool og endaði að lokum á þingi, þá einstæð móðir með ungt barn. Halldóra er gestur vikunnar í Einkalífinu. Þegar Halldóra var sautján ára var henni nauðgað. „Ég átta mig alveg á því að þetta hafði gríðarlega mikið áhrif á mitt líf en þegar ég var táningur þá var mér nauðgað. Á þessum tíma, ég er sautján ára, þá var þetta bara daglegt brauð liggur við,“ segir Halldóra og á þar við að mörgum ungum konum í kringum hana hafi verið nauðgað. Klippa: Einkalífið - Halldóra Mogensen „Það er önnur hver stelpa sem ég þekki sem hefur átt svipaða lífsreynslu. Á þessum tíma var ekkert talað um þetta. Ég man að mjög góð vinkona mín kom út úr þessu með mjög mikla áverka og þegar hún steig fram og sagði frá þá var hún bara útskúfuð og fékk hótanir og hatursbréf og símtöl, þangað til að hún dró þetta allt bara til baka og sagði bara að þetta hefði verið mistök og afneitaði þessu til þess að vera tekin aftur í sátt.“ Hún segir að í sínu tilfelli hafi hún farið að efast rosalega mikið um sjálfan sig. „Ég fór með honum heim, ég hef ekki verið nægilega dugleg að stoppa þetta og maður tekur þetta rosalega inn á sig og kennir sjálfum sér um. Það hefur gríðarlega mikil áhrif á hvernig maður ber virðingu fyrir sjálfum sér. Ég bar enga virðingu fyrir sjálfri mér í mjög langan tíma. Það hafði áhrif á öll tengsl við karlmenn, líka við konur og alla.“ Halldóra segist hafa unnið í þessu og lært að fyrirgefa. „Mér datt ekki einu sinni í hug að kæra, því mér fannst þetta vera mér að kenna. Ég skammaðist mín svo mikið fyrir þetta. Dómgreindin mín þarna var ekki nægilega góð og ég treysti einhverjum asnalega. Svo bara harkar maður þetta af sér,“ segir Halldóra. Taldi sig meðvirka „Það er eitt sem er voðalega mikið tabú að tala um og það er að ég sá líka hans hlið seinna,“ segir Halldóra og bætir því við að hún hafi fyrir vikið velt því fyrir sér hvort hún væri hreinlega svona meðvirk. Halldóra segist því ánægð með hvernig umræðan um þessi mál hefur verið opnuð að undanförnu. Í þessu samhengi má nefna bók þeirra Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur og Toms Stranger, Handan fyrirgefningar, frá árinu 2017. Þar segja þau frá kynferðisofbeldi sem gerandi og þolandi og vaktin bókin og fyrirlestur þeirra heimsathygli. Halldóra fagnar þessari erfiðu umræðu - „Að við séum að tala um þetta og þessi nýja kynslóð fái að heyra hlið kvenna og hlið karla og tala um þetta opinskátt.“ Í þættinum hér að ofan fer Halldóra í gegnum erfiða æsku, hvernig hún fann sig aldrei í menntakerfinu, barneignir, móðurhlutverkið, erfiðleika sem hún glímdi við í tengslum við fíkniefni og svo segir hún nokkrar lygilegar sögur, eins og þegar hún fór á Óskarinn.
Einkalífið Píratar Kynferðisofbeldi Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira