Rory McIlroy sló boltanum í sundlaug á heimsmótinu í holukeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2021 09:00 Þetta var erfiður dagur fyrir norður-írska kylfinginn Rory McIlroy. AP/David J. Phillip Rory McIlroy átti afar skrautlegt högg í tapi á móti Ian Poulter í fyrsta umferð Heimsmótsins í holukeppni sem fram fer í Texas þessa dagana. Aðeins 64 kylfingar fengu að vera með í mótinu og þeim var skipt niður í sextán fjögurra manna riðla þar sem sigurvegarinn tryggir sér sæti í sextán manna úrslitum. Riðlakeppnin fer fram frá miðvikudegi til föstudags. Rory McIlroy lands shot in a swimming pool as slump continues in heavy match-play loss to Ian Poulterhttps://t.co/YiSA57sX75— Independent Sport (@IndoSport) March 24, 2021 Ian Poulter vann öruggan 6&5 sigur á Rory McIlroy í fyrstu umferðinni en hann var kominn sex holum yfir þegar aðeins fimm holur voru eftir. Leiknum lauk því á þrettándu holunni. Norður-Írinn, sem var í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla, átti meðal annars eitt skrautlegt högg sem endaði í sundlaug sem var í garði á húsi við völlinn. Þetta var upphafshögg Rory McIlroy og hann missti boltann svakalega til vinstri eins og sjá má hér fyrir neðan. 4th Hole: 3-putt from 18 feet. 5th Hole: Tee shot finds swimming pool.@IanJamesPoulter is taking advantage of Rory McIlroy's slow start and is 3UP thru 5. pic.twitter.com/rhnvApdGOo— PGA TOUR (@PGATOUR) March 24, 2021 Höggið kom á fimmtu holu á golfvellinum í Austin en var aðeins eitt af mörgum slökum höggum Rory McIlroy í þessum leik. Hann hitti líka í vatnið á þrettándu holunni og með því gulltryggði Ian Poulter sigurinn sinn. Þetta var fyrsti hringurinn hjá Rory McIlroy síðan að hann hóf að vinna með þjálfaranum Pete Cowen. Poulter og McIlroy leika í riðli með þeim Cameron Smith og Lanto Griffin. Þar hafði Smith betur á lokaholu dagsins. Önnur óvænt úrslit á fyrsta deginum voru þau að Antoine Rozner hafði betur 2&0 á móti Bryson DeChambeau. DeChambeau er í fimmta sæti heimslistans á meðan Rozner er í 64. sæti. Sergio Garcia vann 4&3 sigur á Lee Westwood, Dustin Johnson vann Adam Long 2&0 og Matt Kuchar vann 3&2 sigur á Justin Thomas svo einhver önnur úrslit séu nefnd. Golf Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Aðeins 64 kylfingar fengu að vera með í mótinu og þeim var skipt niður í sextán fjögurra manna riðla þar sem sigurvegarinn tryggir sér sæti í sextán manna úrslitum. Riðlakeppnin fer fram frá miðvikudegi til föstudags. Rory McIlroy lands shot in a swimming pool as slump continues in heavy match-play loss to Ian Poulterhttps://t.co/YiSA57sX75— Independent Sport (@IndoSport) March 24, 2021 Ian Poulter vann öruggan 6&5 sigur á Rory McIlroy í fyrstu umferðinni en hann var kominn sex holum yfir þegar aðeins fimm holur voru eftir. Leiknum lauk því á þrettándu holunni. Norður-Írinn, sem var í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla, átti meðal annars eitt skrautlegt högg sem endaði í sundlaug sem var í garði á húsi við völlinn. Þetta var upphafshögg Rory McIlroy og hann missti boltann svakalega til vinstri eins og sjá má hér fyrir neðan. 4th Hole: 3-putt from 18 feet. 5th Hole: Tee shot finds swimming pool.@IanJamesPoulter is taking advantage of Rory McIlroy's slow start and is 3UP thru 5. pic.twitter.com/rhnvApdGOo— PGA TOUR (@PGATOUR) March 24, 2021 Höggið kom á fimmtu holu á golfvellinum í Austin en var aðeins eitt af mörgum slökum höggum Rory McIlroy í þessum leik. Hann hitti líka í vatnið á þrettándu holunni og með því gulltryggði Ian Poulter sigurinn sinn. Þetta var fyrsti hringurinn hjá Rory McIlroy síðan að hann hóf að vinna með þjálfaranum Pete Cowen. Poulter og McIlroy leika í riðli með þeim Cameron Smith og Lanto Griffin. Þar hafði Smith betur á lokaholu dagsins. Önnur óvænt úrslit á fyrsta deginum voru þau að Antoine Rozner hafði betur 2&0 á móti Bryson DeChambeau. DeChambeau er í fimmta sæti heimslistans á meðan Rozner er í 64. sæti. Sergio Garcia vann 4&3 sigur á Lee Westwood, Dustin Johnson vann Adam Long 2&0 og Matt Kuchar vann 3&2 sigur á Justin Thomas svo einhver önnur úrslit séu nefnd.
Golf Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira