Rapinoe: Við höfum ekki hugmynd um það hversu langt kvennaíþróttir geta náð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2021 13:31 Megan Rapinoe í Hvíta húsinu í gær. AP/Manuel Balce Ceneta Knattspyrnukonan og kvenréttandabaráttukonan Megan Rapinoe er hvergi nærri hætt að berjast fyrir jöfnum launum kynjanna í knattspyrnuheiminum enda er langur vegur að því ófarinn ennþá. Nú síðast talaði Rapinoe um það sem heimurinn væri að missa af miklu með því að nýta sér ekki alla möguleika kvenfólks í íþróttum. Megan Rapinoe spoke at the House Oversight Committee in Washington for Equal Pay Day on Wednesday and said the world is missing out on the "real potential of women's sports." pic.twitter.com/ShjXMCsHlZ— ESPN (@espn) March 25, 2021 Baráttumál Rapinoe hefur verið að landsliðskonur Bandaríkjanna fái jafnmikið borgað og landsliðsmenn Bandaríkjanna. Bandarísku stelpurnar hafa náð miklu miklu betri árangri en fá mun minna borgað. Megan Rapinoe hefur unnið gull með bandaríska landsliðinu á ÓL í London 2012, HM í Kanada 2015 og á HM í Frakklandi 2019 þar sem hún var bæði besti leikmaður og markadrottning heimsmeistaramótsins. Megan Rapinoe: "I've been devalued, I've been disrespected and dismissed because I am a woman. I've been told that I don't deserve any more than less because I am a woman. Despite all the wins, I'm still paid less than men who do the same job that I do." https://t.co/canJYaCV9s pic.twitter.com/yFycaMbVXn— CBS News (@CBSNews) March 24, 2021 „Með skorti á alvöru fjárfestingu þá fáum við aldrei að vita hversu langt kvennaíþróttir geta náð,“ sagði Megan Rapinoe í myndbandi sem var sýnt á fundi þingnefndar um jöfn laun kynjanna. „Við vitum nú hversu vel hefur gengið hjá íþróttakonum þrátt fyrir allt misréttið og þrátt fyrir skort á fjárfestingu að öllum sviðum í samanburði við karlmennina,“ sagði Megan. „Við konurnar í bandaríska landsliðinu höfum unnið fjóra heimsmeistaratitla og fjögur Ólympíugull fyrir okkar þjóð. Við höfum fyllt leikvanga, brotið áhorfsmet og treyjur okkar hafa selst upp. Þrátt fyrir þetta þá fáum við enn minna borgað en karlarnir, fyrir hvern titil, fyrir hvern sigur, fyrir hvert jafntefli og fyrir hvert skipti sem við spilum. Minna. Við þurfum ekki að bíða lengur. Við þurfum ekki að vera þolinmóðar. Við getum breytt þessu í dag. Núna. Við þurfum bara að vilja það,“ sagði Megan. Framkoma bandaríska knattspyrnusambandsins hefur farið mjög illa í Megan Rapinoe og félaga hennar í landsliðinu en sambandið hefur gert allt til að berjast á móti körfum fótboltakvennanna og hafa unnið að því á bak við tjöldin að gera lítið úr þeirra framsetningu. Megan Rapinoe hitti síðan í gær Joe Biden Bandaríkjaforseta og konu hans Jill Biden í Hvíta húsinu en hún mætti þangað með bandaríska landsliðinu. Baráttunni er hvergi nærri lokið. HM 2019 í Frakklandi Bandaríkin Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira
Nú síðast talaði Rapinoe um það sem heimurinn væri að missa af miklu með því að nýta sér ekki alla möguleika kvenfólks í íþróttum. Megan Rapinoe spoke at the House Oversight Committee in Washington for Equal Pay Day on Wednesday and said the world is missing out on the "real potential of women's sports." pic.twitter.com/ShjXMCsHlZ— ESPN (@espn) March 25, 2021 Baráttumál Rapinoe hefur verið að landsliðskonur Bandaríkjanna fái jafnmikið borgað og landsliðsmenn Bandaríkjanna. Bandarísku stelpurnar hafa náð miklu miklu betri árangri en fá mun minna borgað. Megan Rapinoe hefur unnið gull með bandaríska landsliðinu á ÓL í London 2012, HM í Kanada 2015 og á HM í Frakklandi 2019 þar sem hún var bæði besti leikmaður og markadrottning heimsmeistaramótsins. Megan Rapinoe: "I've been devalued, I've been disrespected and dismissed because I am a woman. I've been told that I don't deserve any more than less because I am a woman. Despite all the wins, I'm still paid less than men who do the same job that I do." https://t.co/canJYaCV9s pic.twitter.com/yFycaMbVXn— CBS News (@CBSNews) March 24, 2021 „Með skorti á alvöru fjárfestingu þá fáum við aldrei að vita hversu langt kvennaíþróttir geta náð,“ sagði Megan Rapinoe í myndbandi sem var sýnt á fundi þingnefndar um jöfn laun kynjanna. „Við vitum nú hversu vel hefur gengið hjá íþróttakonum þrátt fyrir allt misréttið og þrátt fyrir skort á fjárfestingu að öllum sviðum í samanburði við karlmennina,“ sagði Megan. „Við konurnar í bandaríska landsliðinu höfum unnið fjóra heimsmeistaratitla og fjögur Ólympíugull fyrir okkar þjóð. Við höfum fyllt leikvanga, brotið áhorfsmet og treyjur okkar hafa selst upp. Þrátt fyrir þetta þá fáum við enn minna borgað en karlarnir, fyrir hvern titil, fyrir hvern sigur, fyrir hvert jafntefli og fyrir hvert skipti sem við spilum. Minna. Við þurfum ekki að bíða lengur. Við þurfum ekki að vera þolinmóðar. Við getum breytt þessu í dag. Núna. Við þurfum bara að vilja það,“ sagði Megan. Framkoma bandaríska knattspyrnusambandsins hefur farið mjög illa í Megan Rapinoe og félaga hennar í landsliðinu en sambandið hefur gert allt til að berjast á móti körfum fótboltakvennanna og hafa unnið að því á bak við tjöldin að gera lítið úr þeirra framsetningu. Megan Rapinoe hitti síðan í gær Joe Biden Bandaríkjaforseta og konu hans Jill Biden í Hvíta húsinu en hún mætti þangað með bandaríska landsliðinu. Baráttunni er hvergi nærri lokið.
HM 2019 í Frakklandi Bandaríkin Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira