Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er sagan sögð af því hvernig Þykkvibær varð höfuðból kartöflunnar á Íslandi. Kartöflubændur segja okkur frá kartöflubúskapnum og vinnunni sem því fylgir að skila henni sem matvöru á borð neytenda.

Saga Þykkvabæjar er rakin en byggðin er sögð elsta sveitaþorp á Íslandi. Þykkvbæingar segja okkur frá mannlífinu en sýna okkur einnig sveitahótel, hlöðueldhús, gluggaverksmiðju, kjötvinnslu, gallerí og textílverkstæði.
Hér má sjá ellefu mínútna myndskeið úr þættinum: